„Hann var eins og Guð meðal stuðningsfólks“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2022 13:00 Eric Cantona vann fjóra Englandsmeistaratitla á fimm árum hjá Man Utd. vísir/getty Manchester United hefur tekið þátt í nokkrum stærstum félagaskiptum í sögu enskrar knattspyrnu og knattspyrnu almennt. Bestu kaup félagsins eru þó eflaust þegar það fékk Eric Cantona frá Leeds United árið 1992. Þeir Jamie Carragher og Gary Neville ræddu Cantona og kaupin á honum í þætti sínum á Sky Sports nýverið. „Talandi um stærstu félagaskipti Man United, mögulega þau stærstu – í úrvalsdeildinni allavega – Eric Cantona til Man Utd. Hann breytti gangi félagsins, hvernig var það fyrir þig sem leikmann,“ spurði Carragher en Neville lék allan sinn feril með Man United og var ungur að árum er Cantona gekk inn með kragann upp og kassann út. „Þetta var stórt út af því að hann kom frá Leeds (United) og hatursins í garð Man United. Á þessum tíma var þetta ekki jafn stórt og það er í dag því engum datt í hug hversu mikil áhrif hann myndi hafa á félagið, sérstaklega ekki Leeds,“ svaraði Neville. "With the fans he was almost like God." Gary Neville talks about why Eric Cantona's arrival was so iconic at Manchester United pic.twitter.com/LVpePgvHhX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 30, 2022 „Hann var stærri en fótbolti. Ef þú hugsar um táknmynd fótboltafélags eða goðsagnir þá var Eric eins og táknmynd Manchester United. Hann var eins og Guð meðal stuðningsfólks félagsins,“ bætti Neville við. Carragher velti fyrir sér hvort Neville og félagar hefðu strax tekið eftir því að Cantona væri einstakur. „Það var þannig á vellinum. Hvernig hann stóð upp úr, kassinn út og þessi hroki. Stuðningsfólkið elskaði hann og hann skilaði alltaf sínu, í stærstu leikjunum á mikilvægustu augnablikunum.“ „Fyrir mér skilgreindi það tíma hans hjá United. Hann stóð upp úr í stærstu leikjunum sem tryggðu Man Utd titil eftir titil. Peter Schmeichel mögulega líka með markvörslum sínum og Roy Keane með áræðni sinni og drifkrafti en þegar þú þurftir þetta augnablik, þetta mark til að vinna leiki - til að vinan titla, þá skilaði Cantona því alltaf,“ sagði Neville að endingu. Cantona og Schmeichel áttu stærstan þátt í því að United vann tvöfalt tímabilið 1995-96.vísir/getty Eric Cantona lék með Manchester United frá árunum 1992 til 1997. Á þeim tíma varð liðið fjórum sinnum ensku meistari, vann FA-bikarinn tvívegis og Samfélagsskjöldinn þrívegis. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira
„Talandi um stærstu félagaskipti Man United, mögulega þau stærstu – í úrvalsdeildinni allavega – Eric Cantona til Man Utd. Hann breytti gangi félagsins, hvernig var það fyrir þig sem leikmann,“ spurði Carragher en Neville lék allan sinn feril með Man United og var ungur að árum er Cantona gekk inn með kragann upp og kassann út. „Þetta var stórt út af því að hann kom frá Leeds (United) og hatursins í garð Man United. Á þessum tíma var þetta ekki jafn stórt og það er í dag því engum datt í hug hversu mikil áhrif hann myndi hafa á félagið, sérstaklega ekki Leeds,“ svaraði Neville. "With the fans he was almost like God." Gary Neville talks about why Eric Cantona's arrival was so iconic at Manchester United pic.twitter.com/LVpePgvHhX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 30, 2022 „Hann var stærri en fótbolti. Ef þú hugsar um táknmynd fótboltafélags eða goðsagnir þá var Eric eins og táknmynd Manchester United. Hann var eins og Guð meðal stuðningsfólks félagsins,“ bætti Neville við. Carragher velti fyrir sér hvort Neville og félagar hefðu strax tekið eftir því að Cantona væri einstakur. „Það var þannig á vellinum. Hvernig hann stóð upp úr, kassinn út og þessi hroki. Stuðningsfólkið elskaði hann og hann skilaði alltaf sínu, í stærstu leikjunum á mikilvægustu augnablikunum.“ „Fyrir mér skilgreindi það tíma hans hjá United. Hann stóð upp úr í stærstu leikjunum sem tryggðu Man Utd titil eftir titil. Peter Schmeichel mögulega líka með markvörslum sínum og Roy Keane með áræðni sinni og drifkrafti en þegar þú þurftir þetta augnablik, þetta mark til að vinna leiki - til að vinan titla, þá skilaði Cantona því alltaf,“ sagði Neville að endingu. Cantona og Schmeichel áttu stærstan þátt í því að United vann tvöfalt tímabilið 1995-96.vísir/getty Eric Cantona lék með Manchester United frá árunum 1992 til 1997. Á þeim tíma varð liðið fjórum sinnum ensku meistari, vann FA-bikarinn tvívegis og Samfélagsskjöldinn þrívegis.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira