Gagnrýnir harðlega atburðarás í máli hjúkrunarfræðings Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2022 22:23 Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir segir heilbrigðisstarfsfólk eiga undir högg að sækja. Vísir/Egill Tómas Guðbjartsson læknir segir illskiljanlegt að atburðarás í máli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings, sem sýknuð var af ákæru um gáleysi í starfi, hafi raungerst. Heilbrigðisstarfsfólk standi illa að vígi og sé jafnan óvarið fyrir óvæginni umfjöllun. Ásta Kristín var ákærð fyrir manndráp af gáleysi árið 2015 og fyrir brot á hjúkrunarlögum á þeim grundvelli að hún hefði gleymt að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél 3. október 2012. Hún var sýknuð af ákærunni og fór fram á miskabætur vegna málsins. Hæstiréttur sýknaði íslenska ríkið af bótakröfunni og ekki var talið sýnt fram á að íslenska ríkið hefði með saknæmum og ólögmætum hætti brotið gegn frelsi, friði, æru eða persónu hennar í skilningi skaðabótalaga. Ásta Kristín var nýlega í viðtali við Stundina og kvaðst hafa misst allt úr höndunum eftir sýknudóminn. Málsmeðferðin hafi tekið mikið á og afleiðingarnar hafi verið gríðarlegar. Margir í samfélaginu komu Ástu til stuðnings og málsmeðferð hlaut mikla gagnrýni. Heilbrigðisstarfsfólk í hættu Tómas gagnrýnir atburðarásina harðlega í aðsendri grein á Vísi. Hann segir að lagaleg réttindi heilbrigðisstarfsfólks verði að tryggja annars sé hætt við því að enginn fáist til að sinna verkefnum sem séu jafnan krefjandi og áhættusöm. „Frá fyrstu kynnum varð mér ljóst hversu framúrskarandi fagmaður Ásta Kristín var – en um leið skemmtilegur vinnufélagi. Kvöldið 3. október 2012 áttu þó eftir að verða þáttaskil í lífi hennar og fjölskyldu – og hún ranglega borin sökum. Í gang fór atburðarás sem á fáeinum árum rústaði starfsferli hennar og einkalífi - og sem hún hefur sjálf lýst sem „algjörri martröð“,“ segir Tómas í greininni. Auki hættu á að mistök verði ekki tilkynnt Hann segir illskiljanlegt hvers vegna atburðarásin í máli Ástu hafi þróast með þeim hætti er raunin var. Miklir ágallar hafi verið á málsmeðferðinni og þrátt fyrir sýknudóm hafi skaðinn verið skeður. Heilbrigðisstarfsfólk vinni oft undir ómanneskjulegu álagi og hafi sjaldan verið jafn berskjaldaðir og nú. „Til þess að læra af mistökunum er aðferðafræðin alls ekki sú að ásaka einstaklinga sem eru að sinna vinnu sinni - oft undir ómanneskjulegu álagi. Svokallaður „Blame Culture“ hjálpar nefnilega engum fram á við og eykur aðeins hættuna á því að mistök verði ekki tilkynnt. Á Landspítala er ágætt ferli atvikaskráningar – og mér enn illskiljanlegt hvernig þetta mál gat tekið svo óheillavænlega stefnu, segir Tómas í greininni. „Þessu verður að breyta - enda afar mikilvægt að við höldum í sérþjálfað starfsfólk okkar - helstu auðlind heilbrigðiskerfisins. Vonandi getur ömurlegt mál Ástu Kristínar orðið innlegg í slíkar umbætur - og um leið hjálpað henni að koma aftur til starfa - ferli sem hún hefur sem betur fer þegar hafið. Enda sárt saknað á Landspítala.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Heilbrigðismál Tengdar fréttir Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. 9. desember 2015 11:20 „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína“ Ásta Kristín segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. 29. september 2018 20:00 Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Ásta Kristín var ákærð fyrir manndráp af gáleysi árið 2015 og fyrir brot á hjúkrunarlögum á þeim grundvelli að hún hefði gleymt að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél 3. október 2012. Hún var sýknuð af ákærunni og fór fram á miskabætur vegna málsins. Hæstiréttur sýknaði íslenska ríkið af bótakröfunni og ekki var talið sýnt fram á að íslenska ríkið hefði með saknæmum og ólögmætum hætti brotið gegn frelsi, friði, æru eða persónu hennar í skilningi skaðabótalaga. Ásta Kristín var nýlega í viðtali við Stundina og kvaðst hafa misst allt úr höndunum eftir sýknudóminn. Málsmeðferðin hafi tekið mikið á og afleiðingarnar hafi verið gríðarlegar. Margir í samfélaginu komu Ástu til stuðnings og málsmeðferð hlaut mikla gagnrýni. Heilbrigðisstarfsfólk í hættu Tómas gagnrýnir atburðarásina harðlega í aðsendri grein á Vísi. Hann segir að lagaleg réttindi heilbrigðisstarfsfólks verði að tryggja annars sé hætt við því að enginn fáist til að sinna verkefnum sem séu jafnan krefjandi og áhættusöm. „Frá fyrstu kynnum varð mér ljóst hversu framúrskarandi fagmaður Ásta Kristín var – en um leið skemmtilegur vinnufélagi. Kvöldið 3. október 2012 áttu þó eftir að verða þáttaskil í lífi hennar og fjölskyldu – og hún ranglega borin sökum. Í gang fór atburðarás sem á fáeinum árum rústaði starfsferli hennar og einkalífi - og sem hún hefur sjálf lýst sem „algjörri martröð“,“ segir Tómas í greininni. Auki hættu á að mistök verði ekki tilkynnt Hann segir illskiljanlegt hvers vegna atburðarásin í máli Ástu hafi þróast með þeim hætti er raunin var. Miklir ágallar hafi verið á málsmeðferðinni og þrátt fyrir sýknudóm hafi skaðinn verið skeður. Heilbrigðisstarfsfólk vinni oft undir ómanneskjulegu álagi og hafi sjaldan verið jafn berskjaldaðir og nú. „Til þess að læra af mistökunum er aðferðafræðin alls ekki sú að ásaka einstaklinga sem eru að sinna vinnu sinni - oft undir ómanneskjulegu álagi. Svokallaður „Blame Culture“ hjálpar nefnilega engum fram á við og eykur aðeins hættuna á því að mistök verði ekki tilkynnt. Á Landspítala er ágætt ferli atvikaskráningar – og mér enn illskiljanlegt hvernig þetta mál gat tekið svo óheillavænlega stefnu, segir Tómas í greininni. „Þessu verður að breyta - enda afar mikilvægt að við höldum í sérþjálfað starfsfólk okkar - helstu auðlind heilbrigðiskerfisins. Vonandi getur ömurlegt mál Ástu Kristínar orðið innlegg í slíkar umbætur - og um leið hjálpað henni að koma aftur til starfa - ferli sem hún hefur sem betur fer þegar hafið. Enda sárt saknað á Landspítala.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Heilbrigðismál Tengdar fréttir Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. 9. desember 2015 11:20 „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína“ Ásta Kristín segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. 29. september 2018 20:00 Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. 9. desember 2015 11:20
„Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína“ Ásta Kristín segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. 29. september 2018 20:00
Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37