Fóru rosalega ungir í viðtal sem mun fylgja þeim fram á fullorðinsár Snorri Másson skrifar 30. janúar 2022 22:30 Gunnar Ásgrímsson og Róbert Smári Gunnarsson hafa verið viðfangsefni gríns hjá Íslendingum allar götur síðan þeir fóru í afdrifaríkt viðtal sem rosalega ungir Framsóknarmenn á Sauðárkróki árið 2014. N4/Vísir Mennina á myndinni hér að ofan óraði líklega ekki fyrir því einn góðan veðurdag í Skagafirði árið 2014 að þeir væru að skrá sig á spjöld íslenskrar internetsögu með einföldum kökubasar til styrktar sjúkrahúsinu. Það eru tæp átta ár síðan Gunnar Ásgrímsson og Róbert Smári Gunnarsson slógu í gegn í viðtali á N4 um starf rosalega ungra Framsóknarmanna. Þeir eru báðir frá Sauðárkróki en búa nú í Reykjavík, þar sem Gunnar er í kennaranámi og Róbert í fjarnámi í stjórnun ferðaþjónustu. Strákarnir eru enn bestu vinir. „Reglulega þegar maður fer á TikTok sér maður sjálfan sig,“ segir Gunnar, sem hefur verið tekinn ívið meira fyrir af gárungunum en Róbert. Róbert veit af hverju. „Hann átti náttúrulega hverja línu á fætur annarri þarna, bæði kakan og svo bænin.“ „Góð auglýsing fyrir smokka“ „Við erum náttúrulega ekki nógu gamlir til að fara í unga Framsóknarmenn sem er 16 ára og eldri, þannig að við ákváðum að hafa þetta rosalega ungir Framsóknarmenn,“ sagði Gunnar Ásgrímsson, þrettán ára. Í athugasemdum við myndbandið eru sumir beinlínis hneykslaðir á hegðun unglinganna. „Af hverju eru þessar fertugu konur að þykjast vera grunnskólanemar?“ spyr einn. „Væri góð auglýsing fyrir smokka,“ skrifar annar. Fyrir utan pólitískan eldmóð, vöktu kakan og bænin sérstaka athygli. Kakan: Salthnetur og karamella, „skemmtileg og góð kaka“ eins og maðurinn sagði. Við smökkum eins köku í innslaginu hér að ofan. Bænin: „Takk fyrir ömmu, takk fyrir pabba og mömmu, Ísland og hreina vatnið, og takk fyrir að Framsókn sé í ríkisstjórn.“ En er það heppni að Framsókn sé í stjórn, spyr spyrillinn þá, María Björn Ingvadóttir. Svarið: „Ja, ekki beint heppni, heldur bara... sjálfsagt.“ Framsókn er enn í ríkisstjórn í dag og í því ljósi bendir Gunnar á hið augljósa, að bænin sé sígild. Sá ljósið og gekk í Sjálfstæðisflokkinn Átta ár eru langur tími í pólitík. Róbert Smári hefur, líkt og faðir sinn Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi ráðherra haft flokkaskipti frá því að viðtalið var tekið. En í tilfelli sonarins varð Miðflokkurinn ekki fyrir valinu heldur Sjálfstæðisflokkur. „Ætli maður hafi ekki bara séð ljósið. Það er svona þegar maður er alinn upp við eitthvað og svo þroskast maður,“ segir Róbert. Gunnar er svekktur: „Ég segi það nú um marga vini mína að þeir halda margir að þeir séu sjálfstæðismenn. En það er ekki meira en það. Þetta hefur engin áhrif á vinskapinn. Svo er ég kannski bara enn þá í afneitun um að hann sé farinn yfir.“ Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skagafjörður Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Það eru tæp átta ár síðan Gunnar Ásgrímsson og Róbert Smári Gunnarsson slógu í gegn í viðtali á N4 um starf rosalega ungra Framsóknarmanna. Þeir eru báðir frá Sauðárkróki en búa nú í Reykjavík, þar sem Gunnar er í kennaranámi og Róbert í fjarnámi í stjórnun ferðaþjónustu. Strákarnir eru enn bestu vinir. „Reglulega þegar maður fer á TikTok sér maður sjálfan sig,“ segir Gunnar, sem hefur verið tekinn ívið meira fyrir af gárungunum en Róbert. Róbert veit af hverju. „Hann átti náttúrulega hverja línu á fætur annarri þarna, bæði kakan og svo bænin.“ „Góð auglýsing fyrir smokka“ „Við erum náttúrulega ekki nógu gamlir til að fara í unga Framsóknarmenn sem er 16 ára og eldri, þannig að við ákváðum að hafa þetta rosalega ungir Framsóknarmenn,“ sagði Gunnar Ásgrímsson, þrettán ára. Í athugasemdum við myndbandið eru sumir beinlínis hneykslaðir á hegðun unglinganna. „Af hverju eru þessar fertugu konur að þykjast vera grunnskólanemar?“ spyr einn. „Væri góð auglýsing fyrir smokka,“ skrifar annar. Fyrir utan pólitískan eldmóð, vöktu kakan og bænin sérstaka athygli. Kakan: Salthnetur og karamella, „skemmtileg og góð kaka“ eins og maðurinn sagði. Við smökkum eins köku í innslaginu hér að ofan. Bænin: „Takk fyrir ömmu, takk fyrir pabba og mömmu, Ísland og hreina vatnið, og takk fyrir að Framsókn sé í ríkisstjórn.“ En er það heppni að Framsókn sé í stjórn, spyr spyrillinn þá, María Björn Ingvadóttir. Svarið: „Ja, ekki beint heppni, heldur bara... sjálfsagt.“ Framsókn er enn í ríkisstjórn í dag og í því ljósi bendir Gunnar á hið augljósa, að bænin sé sígild. Sá ljósið og gekk í Sjálfstæðisflokkinn Átta ár eru langur tími í pólitík. Róbert Smári hefur, líkt og faðir sinn Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi ráðherra haft flokkaskipti frá því að viðtalið var tekið. En í tilfelli sonarins varð Miðflokkurinn ekki fyrir valinu heldur Sjálfstæðisflokkur. „Ætli maður hafi ekki bara séð ljósið. Það er svona þegar maður er alinn upp við eitthvað og svo þroskast maður,“ segir Róbert. Gunnar er svekktur: „Ég segi það nú um marga vini mína að þeir halda margir að þeir séu sjálfstæðismenn. En það er ekki meira en það. Þetta hefur engin áhrif á vinskapinn. Svo er ég kannski bara enn þá í afneitun um að hann sé farinn yfir.“
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skagafjörður Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira