„Þetta er auðvitað mikil breyting“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2022 12:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aðgerðaráætlun í átt að afléttingu allra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins séu mikil breyting fyrir samfélagið. Hún vonast til þess að hægt verði að fylgja öllum skrefum áætlunarinnar þannig að öllu verði hér aflétt um miðjan mars-mánuð. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Katrínar er hún ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann að loknum fréttamannafundi þar sem fyrstu skref í átt að afléttingu sóttvarnaraðgerða voru kynnt, en nánar má lesa um þau hér. „Þetta er auðvitað mikil breyting en um leið mjög varfærin breyting. Það skiptir máli að við séum að taka þessu öruggu en varfærnu skref,“ sagði Katrín. Stefnt er að því að aflétting aðgerða fari fram í þremur skrefum og tekur fyrsta skrefið gildi á miðnætti. Þá mega fimmtíu koma saman auk ýmissa annarra ráðstafana. Í ljósi þess hversu margir greinast með Covid-19 á hverjum degi hér á landi reiknar Katrín með að næstu vikur geti orðið strembnar. „Þetta er auðvitað ótrulegur fjöldi sem er að smitast á hverjum degi og það er auðvitað áskorun fyrir stofnanir samfélagsins, sagði Katrín og bætti við að á næstu vikum gætu reynst snúnar fyrir skóla, opinberar stofnanir og atvinnulífið ef margir þurfa að fara í einangrun.“ Þær aðgerðir sem taka gildi á miðnætti gilda í um þrjár vikur og ef allt gengur vel mun næsta skref verða stigið í átt að fullri afléttingu, og verða samkomutakmarkanir rýmkaðar enn frekar. Þó með þeim fyrirvara að allt gangi vel en Katrín sagði að með því að kynna fyrstu aðgerðir í dag væri enn svigrúm til að grípa í bremsuna þróist faraldurinn í verri átt en reiknað er með í dag. „Okkar fannst rétt að taka ákvörðun um fyrsta skrefið en að við munum miða við þessa afléttingaráætlun og ef allt gengur vel þá munum við fylgja henni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Katrínar er hún ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann að loknum fréttamannafundi þar sem fyrstu skref í átt að afléttingu sóttvarnaraðgerða voru kynnt, en nánar má lesa um þau hér. „Þetta er auðvitað mikil breyting en um leið mjög varfærin breyting. Það skiptir máli að við séum að taka þessu öruggu en varfærnu skref,“ sagði Katrín. Stefnt er að því að aflétting aðgerða fari fram í þremur skrefum og tekur fyrsta skrefið gildi á miðnætti. Þá mega fimmtíu koma saman auk ýmissa annarra ráðstafana. Í ljósi þess hversu margir greinast með Covid-19 á hverjum degi hér á landi reiknar Katrín með að næstu vikur geti orðið strembnar. „Þetta er auðvitað ótrulegur fjöldi sem er að smitast á hverjum degi og það er auðvitað áskorun fyrir stofnanir samfélagsins, sagði Katrín og bætti við að á næstu vikum gætu reynst snúnar fyrir skóla, opinberar stofnanir og atvinnulífið ef margir þurfa að fara í einangrun.“ Þær aðgerðir sem taka gildi á miðnætti gilda í um þrjár vikur og ef allt gengur vel mun næsta skref verða stigið í átt að fullri afléttingu, og verða samkomutakmarkanir rýmkaðar enn frekar. Þó með þeim fyrirvara að allt gangi vel en Katrín sagði að með því að kynna fyrstu aðgerðir í dag væri enn svigrúm til að grípa í bremsuna þróist faraldurinn í verri átt en reiknað er með í dag. „Okkar fannst rétt að taka ákvörðun um fyrsta skrefið en að við munum miða við þessa afléttingaráætlun og ef allt gengur vel þá munum við fylgja henni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira