Íþyngjandi húsnæðiskostnaður venjan frekar en undantekning Isabel Alejandra Diaz og Nanna Hermannsdóttir skrifa 27. janúar 2022 11:30 Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda. Það ætti því ekki að koma sérstaklega á óvart að það sama eigi við um stúdenta, enda að megninu til ungt fólk með litlar eignir og tekjur. Samkvæmt Eurostudent VII eru 43% stúdenta á Íslandi með íþyngjandi húsnæðiskostnað en það er fjórfalt hærra hlutfall en meðal allra Íslendinga. Þrátt fyrir mikið uppbyggingarskeið stúdentaíbúða í Reykjavík undanfarinn áratug er enn langt í land. Aðeins um 15% íslenskra stúdenta búa á stúdentagörðum og biðlistar eru langir. Ljóst er að húsnæðiskostnaður þeirra sem leigja á almennum markaði er talsvert hærri en þeirra sem leigja á stúdentagörðum. Húsnæðisbætur geta ýkt þennan aðstöðumun enn frekar þar sem undanþágur gilda aðeins fyrir þá stúdenta sem leigja á stúdentagörðum. Menntasjóður námsmanna veitir stúdentum viðbótarlán vegna húsnæðiskostnaðar. Upphæð lánsins virðist að einhverju leyti vera miðuð við leigu á stúdentagörðum en er töluvert frá því að ná leiguverði á almennum markaði. Á myndunum hér að neðan má sjá meðalleiguverð á almennum leigumarkaði (að frádegnum húsnæðisbótum) borið saman við upphæð viðbótarláns vegna húsnæðis hjá Menntasjóði námsmanna. Þegar hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum fer yfir 40% er talað um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Því má segja að námslánakerfið sé hannað utan um það að stúdentar skuli bera íþyngjandi húsnæðiskostnað, þar sem hlutfall viðbótarláns vegna húsnæðis af heildargreiðslum frá lánasjóðnum (auk barnabóta þar sem við á) til einstaklinga er 35-41% (eftir fjölda barna). Til þess að húsnæðisbyrði einstaklings í stúdíóíbúð á almennum leigumarkaði sé ekki íþyngjandi þyrfti heildarlán frá lánasjóðnum að hækka um ríflega 100.000 kr/mán og meira en tvöfaldast ef byrðin ætti að vera innan æskilegra marka. Í greiningu sem birt er í nýútgefinni skýrslu Stúdentaráðs um húsnæðismál kemur fram að fyrir flestar sviðsmyndir einstaklinga fer yfir 30% ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað og er hlutfallið um og yfir 40% á almennum leigumarkaði. Þetta er meginumfjöllunarefni skýrslunnar en þessi háa byrði húsnæðiskostnaðar stafar til dæmis af fyrrnefndum eiginleikum húsnæðisbóta og lágum ráðstöfunartekjum í takt við upphæðir námslána á Íslandi. Enn fremur eykur skortur á félagslegu leiguhúsnæði ásamt erfiðum aðstæðum á almennum leigumarkaði húsnæðisbyrði stúdenta. Raunveruleiki stúdenta á húsnæðismarkaði er háður ýmsum breytum sem setur annars svipaða stúdenta í mjög ólíka stöðu. Vegið er að jöfnu aðgengi til náms þar sem húsnæðisöryggi er ein grunnforsenda árangursríks náms. Staða stúdenta er auðvitað aðeins hluti stærra samhengis á íslenskum húsnæðismarkaði. Hagaðilar hans þurfa að leita saman lausna við þeim vandamálum sem þar ríkja og leggja áherslu á að bæta stöðu leigjenda með tilliti til framboðs, kostnaðar og gæða. Ákall stúdenta snýr því að stærra samtali sem hefja má með þeim tillögum að úrbótum sem Stúdentaráð leggur fram í áðurnefndri skýrslu. Skýrslu Stúdentaráðs má nálgast hér . Höfundar eru forseti og verkefnastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Isabel Alejandra Díaz Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Mest lesið Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Lægri gjöld, fleiri tækifæri Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Tölum um stóra valdaframsalsmálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna Verena Karlsdóttir,Hreiðar Þór Valtýsson,Þór Heiðar Ásgeirsson skrifar Skoðun Öflugar varnir krefjast stöndugra fréttamiðla Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Gott frumvarp, en hvað með verklagið? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Augnablikið Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Dagbjört Andrésdóttir skrifar Skoðun Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Bolli Héðinsson skrifar Skoðun „Þegar arkitektinn fer á flug“ - opinber umræða á villigötum Eyrún Arnarsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Börn eru hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnarmál Grímur Atlason skrifar Skoðun Í vörn gegn sjálfum sér? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda. Það ætti því ekki að koma sérstaklega á óvart að það sama eigi við um stúdenta, enda að megninu til ungt fólk með litlar eignir og tekjur. Samkvæmt Eurostudent VII eru 43% stúdenta á Íslandi með íþyngjandi húsnæðiskostnað en það er fjórfalt hærra hlutfall en meðal allra Íslendinga. Þrátt fyrir mikið uppbyggingarskeið stúdentaíbúða í Reykjavík undanfarinn áratug er enn langt í land. Aðeins um 15% íslenskra stúdenta búa á stúdentagörðum og biðlistar eru langir. Ljóst er að húsnæðiskostnaður þeirra sem leigja á almennum markaði er talsvert hærri en þeirra sem leigja á stúdentagörðum. Húsnæðisbætur geta ýkt þennan aðstöðumun enn frekar þar sem undanþágur gilda aðeins fyrir þá stúdenta sem leigja á stúdentagörðum. Menntasjóður námsmanna veitir stúdentum viðbótarlán vegna húsnæðiskostnaðar. Upphæð lánsins virðist að einhverju leyti vera miðuð við leigu á stúdentagörðum en er töluvert frá því að ná leiguverði á almennum markaði. Á myndunum hér að neðan má sjá meðalleiguverð á almennum leigumarkaði (að frádegnum húsnæðisbótum) borið saman við upphæð viðbótarláns vegna húsnæðis hjá Menntasjóði námsmanna. Þegar hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum fer yfir 40% er talað um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Því má segja að námslánakerfið sé hannað utan um það að stúdentar skuli bera íþyngjandi húsnæðiskostnað, þar sem hlutfall viðbótarláns vegna húsnæðis af heildargreiðslum frá lánasjóðnum (auk barnabóta þar sem við á) til einstaklinga er 35-41% (eftir fjölda barna). Til þess að húsnæðisbyrði einstaklings í stúdíóíbúð á almennum leigumarkaði sé ekki íþyngjandi þyrfti heildarlán frá lánasjóðnum að hækka um ríflega 100.000 kr/mán og meira en tvöfaldast ef byrðin ætti að vera innan æskilegra marka. Í greiningu sem birt er í nýútgefinni skýrslu Stúdentaráðs um húsnæðismál kemur fram að fyrir flestar sviðsmyndir einstaklinga fer yfir 30% ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað og er hlutfallið um og yfir 40% á almennum leigumarkaði. Þetta er meginumfjöllunarefni skýrslunnar en þessi háa byrði húsnæðiskostnaðar stafar til dæmis af fyrrnefndum eiginleikum húsnæðisbóta og lágum ráðstöfunartekjum í takt við upphæðir námslána á Íslandi. Enn fremur eykur skortur á félagslegu leiguhúsnæði ásamt erfiðum aðstæðum á almennum leigumarkaði húsnæðisbyrði stúdenta. Raunveruleiki stúdenta á húsnæðismarkaði er háður ýmsum breytum sem setur annars svipaða stúdenta í mjög ólíka stöðu. Vegið er að jöfnu aðgengi til náms þar sem húsnæðisöryggi er ein grunnforsenda árangursríks náms. Staða stúdenta er auðvitað aðeins hluti stærra samhengis á íslenskum húsnæðismarkaði. Hagaðilar hans þurfa að leita saman lausna við þeim vandamálum sem þar ríkja og leggja áherslu á að bæta stöðu leigjenda með tilliti til framboðs, kostnaðar og gæða. Ákall stúdenta snýr því að stærra samtali sem hefja má með þeim tillögum að úrbótum sem Stúdentaráð leggur fram í áðurnefndri skýrslu. Skýrslu Stúdentaráðs má nálgast hér . Höfundar eru forseti og verkefnastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna Verena Karlsdóttir,Hreiðar Þór Valtýsson,Þór Heiðar Ásgeirsson skrifar
Skoðun Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Dagbjört Andrésdóttir skrifar