Segja misskilning hafa valdið því að Danir reyndu ekki að skora Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2022 09:00 Jacob Holm skoraði 9 mörk fyrir Danmörku í gærkvöld en virtist ekki alveg með á nótunum í lok fyrri hálfleiks. Getty/Sanjin Strukic Afar óvenjulegt atvik varð í lok fyrri hálfleiks hjá Danmörku og Frakklandi á EM í handbolta í gærkvöld þegar Danir slepptu því að reyna að nýta síðustu sókn sína. Danmörk var 17-12 yfir í hálfleik en reyndi ekki að skora úr síðustu sókn sinni fyrir hléið. Jacob Holm stóð bara með boltann á meðan að sekúndurnar liðu, og allt í einu gall flautan í höllinni. Á endanum tapaði Danmörk svo leiknum með einu marki, 30-29, sem jafnframt hafði í för með sér að Ísland komst ekki í undanúrslitin heldur spilar við Noreg um 5. sæti. Danir mæta Spánverjum í undanúrslitum og Frakkar mæta Svíum. Að sögn Holm var um misskilning að ræða sem réði því að danska liðið reyndi ekki að skora á þeim heilu 20 sekúndum sem Danir höfðu í lok fyrri hálfleiks. „Það var búið að kalla hvaða kerfi ætti að taka og ég beið eftir því að það færi í gang. Það gerðist ekki og þannig rann þetta svolítið út í sandinn. Við vissum ekki hvert við ættum að hlaupa,“ sagði Holm. „Þetta má ekki gerast í lok leikja en við vorum fimm mörkum yfir og ég held að það hafi spilað inn í að við gátum brosað svolítið yfir því í staðinn,“ sagði Holm. „Hélt að við værum að fara að setja eitthvað í gang“ Hægri hornamaðurinn Lasse Svan vissi hins vegar alveg hvað klukkan sló en náði ekki að vekja félaga sína úr rotinu: „Við töpuðum tímaskyninu, held ég. Ég sá að það voru tíu sekúndur eftir og hélt að við værum að fara að setja eitthvað í gang. Ég gleymdi að kalla eitthvað því ég var viss um að það væri einhver með stjórn á þessu. Þegar það voru bara fimm sekúndur eftir fattaði ég að þannig væri það kannski ekki,“ sagði Svan. Danir héldu þó forystunni í leiknum langt fram í seinni hálfleik en Frakkar komust fyrst yfir þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. Fyrir leik var þó ljóst að Danmörk kæmist í undanúrslit þrátt fyrir tap. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Sjá meira
Danmörk var 17-12 yfir í hálfleik en reyndi ekki að skora úr síðustu sókn sinni fyrir hléið. Jacob Holm stóð bara með boltann á meðan að sekúndurnar liðu, og allt í einu gall flautan í höllinni. Á endanum tapaði Danmörk svo leiknum með einu marki, 30-29, sem jafnframt hafði í för með sér að Ísland komst ekki í undanúrslitin heldur spilar við Noreg um 5. sæti. Danir mæta Spánverjum í undanúrslitum og Frakkar mæta Svíum. Að sögn Holm var um misskilning að ræða sem réði því að danska liðið reyndi ekki að skora á þeim heilu 20 sekúndum sem Danir höfðu í lok fyrri hálfleiks. „Það var búið að kalla hvaða kerfi ætti að taka og ég beið eftir því að það færi í gang. Það gerðist ekki og þannig rann þetta svolítið út í sandinn. Við vissum ekki hvert við ættum að hlaupa,“ sagði Holm. „Þetta má ekki gerast í lok leikja en við vorum fimm mörkum yfir og ég held að það hafi spilað inn í að við gátum brosað svolítið yfir því í staðinn,“ sagði Holm. „Hélt að við værum að fara að setja eitthvað í gang“ Hægri hornamaðurinn Lasse Svan vissi hins vegar alveg hvað klukkan sló en náði ekki að vekja félaga sína úr rotinu: „Við töpuðum tímaskyninu, held ég. Ég sá að það voru tíu sekúndur eftir og hélt að við værum að fara að setja eitthvað í gang. Ég gleymdi að kalla eitthvað því ég var viss um að það væri einhver með stjórn á þessu. Þegar það voru bara fimm sekúndur eftir fattaði ég að þannig væri það kannski ekki,“ sagði Svan. Danir héldu þó forystunni í leiknum langt fram í seinni hálfleik en Frakkar komust fyrst yfir þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. Fyrir leik var þó ljóst að Danmörk kæmist í undanúrslit þrátt fyrir tap.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Sjá meira