Möguleikar Íslands í dag: Bænir og nagaðar neglur ef strákarnir okkar vinna Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2022 08:31 Örlögin eru ekki lengur alfarið í höndum Íslendinga eftir grátlegt tap gegn Króötum á mánudaginn. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Ísland gæti enn mögulega orðið Evrópumeistari í handbolta á sunnudaginn en versta mögulega niðurstaða liðsins úr þessu er 9. sæti. Í dag lýkur milliriðlakeppninni og vert að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni. Ísland mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik dagsins, klukkan 14.30, og aðeins með sigri lifir vonin um að fylgja Dönum í undanúrslit. Íslendingar myndu þá þurfa að biðja bænir og naga neglur fram á kvöld og vona að Danir vinni þá Frakka í leik sem hefst ekki fyrr en klukkan 19.30. Ef að þessi draumur verður að veruleika þá bíður Íslendinga leikur við tvöfalda ríkjandi Evrópumeistara Spánar í undanúrslitum í Búdapest á föstudaginn en Danir myndu þá mæta Svíum. Leikir dagsins: 14.30 Ísland - Svartfjallaland 17.00 Holland - Króatía 19.30 Danmörk - Frakkland Danir eru öruggir um sæti í undanúrslitum en ef þeir tapa gegn Frökkum í kvöld mæta þeir Spánverjum í undanúrslitum. Þjálfari Dana hefur sagst ætla að gefa leikmönnum hvíld í kvöld en ef til vill telja Danir það einhvers virði að mæta frekar Svíþjóð en Spáni á föstudaginn. Staðan í milliriðli I á EM. Innbyrðis úrslit ráða stöðu ef tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum. En ef að Ísland kemst ekki í undanúrslit þá er ekki hægt að líta framhjá því að árangurinn á EM, miðað við allt sem gengið hefur á, er góður. Auk þess gæti reynst dýrmætt fyrir Ísland að lenda í 3. sæti milliriðilsins, sem er lágmarksárangur ef að Ísland vinnur eða gerir jafntefli við Svartfellinga. Núna gefur fimmta sæti mótsins HM-farseðil Það er nefnilega þannig að á EM eru þrír farseðlar á HM í boði. Danmörk er þegar komin með farseðil sem heimsmeistari, og Svíþjóð og Pólland sem gestgjafar, svo þau lið taka ekki neinn af farseðlunum þremur. Eftir magnaðan sigur Svía á Norðmönnum í gær er því ljóst að leikurinn um 5. sæti skiptir máli, því þar verður þriðji farseðillinn á HM í boði nú þegar tvö lið sem eiga HM-farseðil eru komin í undanúrslit. Noregur mun spila um 5. sætið við liðið sem endar í 3. sæti í milliriðli Íslands, í Búdapest á föstudaginn. Liðin sem ekki tryggja sér farseðil á HM á Evrópumótinu fara í umspil síðar á þessu ári. Heimför ef Ísland tapar Ef að Ísland tapar gegn Svartfjallalandi er liðið úr leik á EM. Ísland gæti þá misst Svartfjallaland upp fyrir sig á innbyrðis úrslitum, og einnig Króata ef þeir vinna Hollendinga í dag, og endað í 4. eða 5. sæti milliriðilsins. Íslandi yrði í þessu tilviki raðað í 7.,8. eða 9. sæti í lokastöðu mótsins, út frá stigasöfnun og markatölu í samanburði við liðin í 4. og 5. sæti í milliriðli II (Ísland gæti ekki endað í 10. sæti því Rússar enduðu í 5. sæti milliriðils II með 3 stig, stigi minna en Ísland er þegar komið með). EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. 26. janúar 2022 08:01 Viktor Gísli bað danskan samherja sinn um hjálp Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, bað danskan samherja sinn hjá GOG um greiða fyrir lokaumferð milliriðils I á EM á morgun. 25. janúar 2022 23:01 Svíar í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu gegn Norðmönnum Svíar eru komnir í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta eftir eins marks sigur gegn Norðmönnum í kvöld. Norðmenn voru með yfirhöndina lengst af og komust mest sex mörkum yfir, en Svíar stálu sigrinum á lokasekúndunum. 25. janúar 2022 21:14 Dagur og Bjarni á leið til Búdapest Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð. 25. janúar 2022 18:41 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Ísland mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik dagsins, klukkan 14.30, og aðeins með sigri lifir vonin um að fylgja Dönum í undanúrslit. Íslendingar myndu þá þurfa að biðja bænir og naga neglur fram á kvöld og vona að Danir vinni þá Frakka í leik sem hefst ekki fyrr en klukkan 19.30. Ef að þessi draumur verður að veruleika þá bíður Íslendinga leikur við tvöfalda ríkjandi Evrópumeistara Spánar í undanúrslitum í Búdapest á föstudaginn en Danir myndu þá mæta Svíum. Leikir dagsins: 14.30 Ísland - Svartfjallaland 17.00 Holland - Króatía 19.30 Danmörk - Frakkland Danir eru öruggir um sæti í undanúrslitum en ef þeir tapa gegn Frökkum í kvöld mæta þeir Spánverjum í undanúrslitum. Þjálfari Dana hefur sagst ætla að gefa leikmönnum hvíld í kvöld en ef til vill telja Danir það einhvers virði að mæta frekar Svíþjóð en Spáni á föstudaginn. Staðan í milliriðli I á EM. Innbyrðis úrslit ráða stöðu ef tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum. En ef að Ísland kemst ekki í undanúrslit þá er ekki hægt að líta framhjá því að árangurinn á EM, miðað við allt sem gengið hefur á, er góður. Auk þess gæti reynst dýrmætt fyrir Ísland að lenda í 3. sæti milliriðilsins, sem er lágmarksárangur ef að Ísland vinnur eða gerir jafntefli við Svartfellinga. Núna gefur fimmta sæti mótsins HM-farseðil Það er nefnilega þannig að á EM eru þrír farseðlar á HM í boði. Danmörk er þegar komin með farseðil sem heimsmeistari, og Svíþjóð og Pólland sem gestgjafar, svo þau lið taka ekki neinn af farseðlunum þremur. Eftir magnaðan sigur Svía á Norðmönnum í gær er því ljóst að leikurinn um 5. sæti skiptir máli, því þar verður þriðji farseðillinn á HM í boði nú þegar tvö lið sem eiga HM-farseðil eru komin í undanúrslit. Noregur mun spila um 5. sætið við liðið sem endar í 3. sæti í milliriðli Íslands, í Búdapest á föstudaginn. Liðin sem ekki tryggja sér farseðil á HM á Evrópumótinu fara í umspil síðar á þessu ári. Heimför ef Ísland tapar Ef að Ísland tapar gegn Svartfjallalandi er liðið úr leik á EM. Ísland gæti þá misst Svartfjallaland upp fyrir sig á innbyrðis úrslitum, og einnig Króata ef þeir vinna Hollendinga í dag, og endað í 4. eða 5. sæti milliriðilsins. Íslandi yrði í þessu tilviki raðað í 7.,8. eða 9. sæti í lokastöðu mótsins, út frá stigasöfnun og markatölu í samanburði við liðin í 4. og 5. sæti í milliriðli II (Ísland gæti ekki endað í 10. sæti því Rússar enduðu í 5. sæti milliriðils II með 3 stig, stigi minna en Ísland er þegar komið með).
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. 26. janúar 2022 08:01 Viktor Gísli bað danskan samherja sinn um hjálp Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, bað danskan samherja sinn hjá GOG um greiða fyrir lokaumferð milliriðils I á EM á morgun. 25. janúar 2022 23:01 Svíar í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu gegn Norðmönnum Svíar eru komnir í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta eftir eins marks sigur gegn Norðmönnum í kvöld. Norðmenn voru með yfirhöndina lengst af og komust mest sex mörkum yfir, en Svíar stálu sigrinum á lokasekúndunum. 25. janúar 2022 21:14 Dagur og Bjarni á leið til Búdapest Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð. 25. janúar 2022 18:41 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
„Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. 26. janúar 2022 08:01
Viktor Gísli bað danskan samherja sinn um hjálp Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, bað danskan samherja sinn hjá GOG um greiða fyrir lokaumferð milliriðils I á EM á morgun. 25. janúar 2022 23:01
Svíar í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu gegn Norðmönnum Svíar eru komnir í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta eftir eins marks sigur gegn Norðmönnum í kvöld. Norðmenn voru með yfirhöndina lengst af og komust mest sex mörkum yfir, en Svíar stálu sigrinum á lokasekúndunum. 25. janúar 2022 21:14
Dagur og Bjarni á leið til Búdapest Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð. 25. janúar 2022 18:41