Loftslagsstefna Miðflokksins ‒ flytja út mengun Árni Finnsson skrifar 25. janúar 2022 15:30 Miðflokksmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson segist sleginn eftir að hafa lesið viðtal við undirritaðan af því að ég – sem formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands – vilji ekki að mengun frá áburðarverksmiðju blási út á Íslandi. Því er fyrst til að svara að áburðarverksmiðja borga sig seint hér á landi fyrir örsmáan markað. Nóg um þá hugmynd. „Ef mengun af okkar völdum sést ekki hér er hún ekki til.“ Segir Þorsteinn heimspekingslega um mín viðhorf. Og bætir við að það sé „[ó]trúlega skammsýnt og eigingjarnt sjónarmið.“ Ennfremur: „Sem betur fer eru á Íslandi stjórnmálamenn sem sjá heildarmynd hlutanna. Sem sjá hnattræn áhrif þess að framleiða ál á Íslandi svo dæmi sé tekið.“ Misskilningur Þorsteins er að mengandi iðnaður hér á landi falli undir hnattrænar loftslagsaðgerðir, sem Ísland verði að taka að sér. Þetta er gömul lumma í loftslagsumræðu hér á landi en slík stefna hefur mér vitanlega hvergi verið rædd á alþjóðavettvangi, að minsta kosti ekki á loftslagsþingum Sameinuðu þjóðanna. Ekki heldur þegar íslensk stjórvöld börðust fyrir undanþágu frá Kyoto-bókuninni. Enda var það bara undanþága, ekki loftslagsaðgerð. Þorsteinn spyr hvort formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands hafi haldið því á lofti á ráðstefnum víða um heim „að einhverjir aðrir en Íslendingar eigi að sitja uppi með mengun af framleiðslu gæða sem við síðan njótum.“ Hvort ég vilji að mengunin verði einhvers staðar annarstaðar. Svar: Nei, Hagur og heiður Íslands er að draga úr losun eins hratt og nokkur kostur er. Ísland á ekki að vera hæli fyrir mengandi iðnað. Lausnin er miklu fremur að orkufrekur iðnaður ‒ ál, stál eða sement – framleiði sínar vörur án þess að blása út gróðurhúsalofttegundum. Álfyrirtæki gera nú tilraunir til að framleiða ál án þess að nota kolarafskaut sem losa koltvísýring við bruna. Í Evrópu hefur stál- og sementsiðnaður lofað bót og betrun. Jafnframt verður að knýja iðjuver með hreinni orku. Hvort heldur það er í Ástralíu, Kína eða Bandaríkjunum. Eða á Íslandi. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Loftslagsmál Tengdar fréttir Flytjum út mengun Það sló mig að lesa viðtal við formann Náttúruverndarsamtaka Íslands (NÍ) í Fréttablaðinu 18. Jan. þar sem hann finnur uppbyggingu áburðarverksmiðju á Íslandi allt til foráttu vegna kolefnislosunar frá slíkri starfsemi. Honum finnst fara betur á að einhverjir aðrir framleiði áburð til nota hér á landi og flytji um langan veg með tilheyrandi sótspori. 20. janúar 2022 18:31 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Miðflokksmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson segist sleginn eftir að hafa lesið viðtal við undirritaðan af því að ég – sem formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands – vilji ekki að mengun frá áburðarverksmiðju blási út á Íslandi. Því er fyrst til að svara að áburðarverksmiðja borga sig seint hér á landi fyrir örsmáan markað. Nóg um þá hugmynd. „Ef mengun af okkar völdum sést ekki hér er hún ekki til.“ Segir Þorsteinn heimspekingslega um mín viðhorf. Og bætir við að það sé „[ó]trúlega skammsýnt og eigingjarnt sjónarmið.“ Ennfremur: „Sem betur fer eru á Íslandi stjórnmálamenn sem sjá heildarmynd hlutanna. Sem sjá hnattræn áhrif þess að framleiða ál á Íslandi svo dæmi sé tekið.“ Misskilningur Þorsteins er að mengandi iðnaður hér á landi falli undir hnattrænar loftslagsaðgerðir, sem Ísland verði að taka að sér. Þetta er gömul lumma í loftslagsumræðu hér á landi en slík stefna hefur mér vitanlega hvergi verið rædd á alþjóðavettvangi, að minsta kosti ekki á loftslagsþingum Sameinuðu þjóðanna. Ekki heldur þegar íslensk stjórvöld börðust fyrir undanþágu frá Kyoto-bókuninni. Enda var það bara undanþága, ekki loftslagsaðgerð. Þorsteinn spyr hvort formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands hafi haldið því á lofti á ráðstefnum víða um heim „að einhverjir aðrir en Íslendingar eigi að sitja uppi með mengun af framleiðslu gæða sem við síðan njótum.“ Hvort ég vilji að mengunin verði einhvers staðar annarstaðar. Svar: Nei, Hagur og heiður Íslands er að draga úr losun eins hratt og nokkur kostur er. Ísland á ekki að vera hæli fyrir mengandi iðnað. Lausnin er miklu fremur að orkufrekur iðnaður ‒ ál, stál eða sement – framleiði sínar vörur án þess að blása út gróðurhúsalofttegundum. Álfyrirtæki gera nú tilraunir til að framleiða ál án þess að nota kolarafskaut sem losa koltvísýring við bruna. Í Evrópu hefur stál- og sementsiðnaður lofað bót og betrun. Jafnframt verður að knýja iðjuver með hreinni orku. Hvort heldur það er í Ástralíu, Kína eða Bandaríkjunum. Eða á Íslandi. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Flytjum út mengun Það sló mig að lesa viðtal við formann Náttúruverndarsamtaka Íslands (NÍ) í Fréttablaðinu 18. Jan. þar sem hann finnur uppbyggingu áburðarverksmiðju á Íslandi allt til foráttu vegna kolefnislosunar frá slíkri starfsemi. Honum finnst fara betur á að einhverjir aðrir framleiði áburð til nota hér á landi og flytji um langan veg með tilheyrandi sótspori. 20. janúar 2022 18:31
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar