Góð orka inn í þjóðfélagið Berglind Rán Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2022 14:31 Viðskiptavinir Orku náttúrunnar eru ánægðastir allra viðskiptavina þegar kemur að kaupum á rafmagni. Þetta sýna niðurstöður íslensku Ánægjuvogarinnar sem birtar voru fyrir helgi og er þetta þriðja árið í röð sem ánægja með okkar viðskiptahætti er þannig staðfest. Í þessari viðurkenningu felst mikil hvatning til okkar sem störfum hjá ON. Við viljum halda áfram að standa okkur vel og helst enn betur, því okkar er svo sannarlega ánægjan. Orkumál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni samtímans og þau hafa beina tengingu við baráttuna gegn loftslagsvánni. Við hjá Orku náttúrunnar höfum skilgreint vel hvað við viljum vera og hvert förinni er heitið. Í okkar huga snýst orkuframleiðsla og orkusala ekki bara um það að selja rafmagn til heimila og fyrirtækja á góðum kjörum, heldur snýst starfsemin ekki síður um það að vera í fararbroddi þegar kemur að því að gera Ísland að umhverfisvænu, framsýnu og sjálfbæru þjóðfélagi. Við hjá Orku náttúrunnar tökum þetta hlutverk alvarlega. Það skiptir máli hvernig orkan er framleidd og hvernig hennar er neytt. Við Íslendingar búum vel að geta gengið að endurnýjanlegri, grænni orku til notkunar heimila og fyrirtækja, en engu að síður eru brýn verkefni fyrir hendi og stór úrlausnarefni. Samgöngur á landi, sjó og lofti þurfa að verða umhverfisvænar, drifnar áfram af hreinni orku. Þess vegna hefur Orka náttúrunnar litið á það sem hlutverk sitt að byggja upp innviði fyrir orkuskipti í samgöngum. Net hraðhleðslustöðva hefur risið á Íslandi fyrir tilstuðlan ON og nú bjóðum við hverfum upp á Hverfahleðslu og heimilum upp á Heimahleðslu, sem gerir fólki enn auðveldara að eignast og reka rafmagnsbíl. Sporlaus starfsemi Við höfum ákveðið að starfsemi okkar eigi að vera sporlaus. Við höfum stigið fyrstu skrefin í þá átt með því að nota Carbfix tæknina við Hellisheiðarvirkjun sem við munum gera sporlausa árið 2025 í samstarfi við systurfyrirtæki okkar Carbfix sem og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Carbfix tæknin var þróuð í samstarfi við Háskóla Íslands. Í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi fer saman áhersla á fullnýtingu jarðhitaauðlindarinnar, nýsköpun og verðmætasköpun. Nýsköpunarfyrirtæki með aðsetur í Jarðhitagarði ON hafa þróað nýjar leiðir til þess að snúa vörn í sókn í umhverfismálum. Örþörungar eru þar ræktaðir til matvælaframleiðslu og eru þeir líklegir til þess að verða mikilvægur hluti af sjálfbæru fæðuframboði framtíðarinnar. Fyrirtækið Climeworks sýgur þar koltvísýring úr andrúmsloftinu í einni stærstu starfsemi þeirrar tegundar á jörðu og dælir honum niður með Carbfix tækninni í samstarfi við Carbfix. Allt þetta held ég að skipti miklu máli þegar fólk íhugar hvort það sé ánægt með viðskiptin við ON. Ég trúi því að kaupendur rafmagns horfi ekki bara á verð þegar þeir velja sér rafmagnssala heldur líka til þess hvort fyrirtækið hafi góð áhrif á samfélagið og stundi gegnsæ vinnubrögð. Að hafa slík áhrif er lykilatriði í okkar huga. Markmið okkar er ekki bara að veita orku á góðu verði. Það geta margir gert, eða ekki gert. Markmið okkar er stærra: Við viljum veita góðri orku inn í þjóðfélagið. Höfundur er framkvæmdastýra Orku Náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Berglind Rán Ólafsdóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Sjá meira
Viðskiptavinir Orku náttúrunnar eru ánægðastir allra viðskiptavina þegar kemur að kaupum á rafmagni. Þetta sýna niðurstöður íslensku Ánægjuvogarinnar sem birtar voru fyrir helgi og er þetta þriðja árið í röð sem ánægja með okkar viðskiptahætti er þannig staðfest. Í þessari viðurkenningu felst mikil hvatning til okkar sem störfum hjá ON. Við viljum halda áfram að standa okkur vel og helst enn betur, því okkar er svo sannarlega ánægjan. Orkumál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni samtímans og þau hafa beina tengingu við baráttuna gegn loftslagsvánni. Við hjá Orku náttúrunnar höfum skilgreint vel hvað við viljum vera og hvert förinni er heitið. Í okkar huga snýst orkuframleiðsla og orkusala ekki bara um það að selja rafmagn til heimila og fyrirtækja á góðum kjörum, heldur snýst starfsemin ekki síður um það að vera í fararbroddi þegar kemur að því að gera Ísland að umhverfisvænu, framsýnu og sjálfbæru þjóðfélagi. Við hjá Orku náttúrunnar tökum þetta hlutverk alvarlega. Það skiptir máli hvernig orkan er framleidd og hvernig hennar er neytt. Við Íslendingar búum vel að geta gengið að endurnýjanlegri, grænni orku til notkunar heimila og fyrirtækja, en engu að síður eru brýn verkefni fyrir hendi og stór úrlausnarefni. Samgöngur á landi, sjó og lofti þurfa að verða umhverfisvænar, drifnar áfram af hreinni orku. Þess vegna hefur Orka náttúrunnar litið á það sem hlutverk sitt að byggja upp innviði fyrir orkuskipti í samgöngum. Net hraðhleðslustöðva hefur risið á Íslandi fyrir tilstuðlan ON og nú bjóðum við hverfum upp á Hverfahleðslu og heimilum upp á Heimahleðslu, sem gerir fólki enn auðveldara að eignast og reka rafmagnsbíl. Sporlaus starfsemi Við höfum ákveðið að starfsemi okkar eigi að vera sporlaus. Við höfum stigið fyrstu skrefin í þá átt með því að nota Carbfix tæknina við Hellisheiðarvirkjun sem við munum gera sporlausa árið 2025 í samstarfi við systurfyrirtæki okkar Carbfix sem og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Carbfix tæknin var þróuð í samstarfi við Háskóla Íslands. Í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi fer saman áhersla á fullnýtingu jarðhitaauðlindarinnar, nýsköpun og verðmætasköpun. Nýsköpunarfyrirtæki með aðsetur í Jarðhitagarði ON hafa þróað nýjar leiðir til þess að snúa vörn í sókn í umhverfismálum. Örþörungar eru þar ræktaðir til matvælaframleiðslu og eru þeir líklegir til þess að verða mikilvægur hluti af sjálfbæru fæðuframboði framtíðarinnar. Fyrirtækið Climeworks sýgur þar koltvísýring úr andrúmsloftinu í einni stærstu starfsemi þeirrar tegundar á jörðu og dælir honum niður með Carbfix tækninni í samstarfi við Carbfix. Allt þetta held ég að skipti miklu máli þegar fólk íhugar hvort það sé ánægt með viðskiptin við ON. Ég trúi því að kaupendur rafmagns horfi ekki bara á verð þegar þeir velja sér rafmagnssala heldur líka til þess hvort fyrirtækið hafi góð áhrif á samfélagið og stundi gegnsæ vinnubrögð. Að hafa slík áhrif er lykilatriði í okkar huga. Markmið okkar er ekki bara að veita orku á góðu verði. Það geta margir gert, eða ekki gert. Markmið okkar er stærra: Við viljum veita góðri orku inn í þjóðfélagið. Höfundur er framkvæmdastýra Orku Náttúrunnar.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar