Biðin eftir meðferð/afeitrun getur orðið dauðans alvara Helga Maria Mosty skrifar 25. janúar 2022 14:31 Fíkill fer í meðferð og fíkill fellur, fíkill fer aftur í meðferð og fellur aftur. Því miður fyrir marga fíkla er þetta langvarandi ástand. Því miður er þetta allt of oft veruleikinn, fyrir bæði fíkilinn og aðstandendur. Meðferð og hvað svo ? Þegar fíkill er langt leiddur og búinn að fara í óteljandi meðferðir hvað er þá til ráða? Oftar en ekki hefur fíkillinn eða aðstandendur þurft að hafa mikið fyrir því að koma fíklinum í meðferð. Hann sækir um t.d. á Vogi (ekki um marga aðra staði að velja ef þá nokkurn) og þarf að bíða, stundum í viku eða tvær eða jafnvel lengur. Hvað gerir fíkillinn meðan hann bíður? Sumum tekst að halda sér edrú en öðrum ekki. Sumum tekst að mæta á réttum tíma í meðferð en þeir sem ekki mæta á „réttum tíma“ í meðferð, til dæmis degi of seint, þurfa að bíða – aftur ! Fíkill er nefnilega ekki alltaf með tímaskinið á hreinu. Hvernig fer þessi bið með fíkilinn, aðstandendur og hinn almenna borgara ? Jú sjáðu til, við erum alltaf að hrósa okkur Íslendingum fyrir svo súper flott heilbrigðiskerfi sem er bara ekkert svo flott eftir allt saman. Fíklar hafa dáið á meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð því biðin var of löng fyrir þá. Sumir halda partýinu áfram meðan næsta bið tekur við. Á meðan partýinu stendur getur fíkillinn verið sjálfum sér, aðstandendum og hinum almenna borgara hættulegur. Hvað eru fíklar ekki til í að gera fyrir næsta skammt eða hverja er fíkillinn til í að hitta, ræna, slást við og svo frv á meðan á biðinni stendur? Er ekki ódýrara og réttara fyrir samfélagið að taka á móti fíklum í meðferð um leið og þeir óska eftir því? Væri ekki gott fyrir lögreglu og sjúkrahúsið að geta einbeitt sér að öðrum heldur en fíklum í bið? Ef fíkill tekur inn of stóran skammt og er svo heppinn að komast á spítala þar sem hægt er að lappa upp á hann er hann sendur í burt af spítalanum jafnvel innan 10 tíma frá komu á spítalann. Ef fíkill er ekki svo „heppinn“ að hafa fengið hjálpina mjög fljótlega og ástandið er því verra er honum haldið á spítalanum í lengri tíma og svo hleypt út í samfélagið aftur. Af hverju er fíkli ekki boðið pláss í meðferð eftir viðkomu á spítala vegna of stórs skammts? Enn og aftur: margir fíklar deyja á meðan þeir bíða eftir meðferð. Finnst okkur þetta bara allt í lagi? Ef þú fótbrotnar er þér þá sagt að koma eftir 2 vikur og ef þú missir af þeim tíma ertu þá bara látin/n bíða í 2 vikur í viðbót? Fíkn er sjúkdómur. Fíkn er ekki alltaf val eða aumingjaskapur eins og sumir halda. Fíkn er sjúkdómur og ekki einungis fyrir fíkilinn heldur flest alla þá er standa honum næst. Þegar einstaklingur er fíkill og er virkur fíkill er það er ekki einstaklingurinn sem stjórnar ferðinni, heldur er það fíkillinn. Af hverju er ekki ofarlega á forgangslistanum hjá heilbrigðisráðherra okkar, þ.e.a.s. EF þetta er á einhverjum lista yfir höfuð að aðstoða fíkla og taka á móti þeim í meðferð þegar fíkill leitar eftir því ? Af hverju eru ekki stofnanir á vegum ríkisins sem taka á móti fíklum í afeitrun eins og Vogur en þó án biðarinnar? Útrýmum biðinni því bið eftir afeitrun/meðferð getur verið dauðans alvara! Höfundur er móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Fíkill fer í meðferð og fíkill fellur, fíkill fer aftur í meðferð og fellur aftur. Því miður fyrir marga fíkla er þetta langvarandi ástand. Því miður er þetta allt of oft veruleikinn, fyrir bæði fíkilinn og aðstandendur. Meðferð og hvað svo ? Þegar fíkill er langt leiddur og búinn að fara í óteljandi meðferðir hvað er þá til ráða? Oftar en ekki hefur fíkillinn eða aðstandendur þurft að hafa mikið fyrir því að koma fíklinum í meðferð. Hann sækir um t.d. á Vogi (ekki um marga aðra staði að velja ef þá nokkurn) og þarf að bíða, stundum í viku eða tvær eða jafnvel lengur. Hvað gerir fíkillinn meðan hann bíður? Sumum tekst að halda sér edrú en öðrum ekki. Sumum tekst að mæta á réttum tíma í meðferð en þeir sem ekki mæta á „réttum tíma“ í meðferð, til dæmis degi of seint, þurfa að bíða – aftur ! Fíkill er nefnilega ekki alltaf með tímaskinið á hreinu. Hvernig fer þessi bið með fíkilinn, aðstandendur og hinn almenna borgara ? Jú sjáðu til, við erum alltaf að hrósa okkur Íslendingum fyrir svo súper flott heilbrigðiskerfi sem er bara ekkert svo flott eftir allt saman. Fíklar hafa dáið á meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð því biðin var of löng fyrir þá. Sumir halda partýinu áfram meðan næsta bið tekur við. Á meðan partýinu stendur getur fíkillinn verið sjálfum sér, aðstandendum og hinum almenna borgara hættulegur. Hvað eru fíklar ekki til í að gera fyrir næsta skammt eða hverja er fíkillinn til í að hitta, ræna, slást við og svo frv á meðan á biðinni stendur? Er ekki ódýrara og réttara fyrir samfélagið að taka á móti fíklum í meðferð um leið og þeir óska eftir því? Væri ekki gott fyrir lögreglu og sjúkrahúsið að geta einbeitt sér að öðrum heldur en fíklum í bið? Ef fíkill tekur inn of stóran skammt og er svo heppinn að komast á spítala þar sem hægt er að lappa upp á hann er hann sendur í burt af spítalanum jafnvel innan 10 tíma frá komu á spítalann. Ef fíkill er ekki svo „heppinn“ að hafa fengið hjálpina mjög fljótlega og ástandið er því verra er honum haldið á spítalanum í lengri tíma og svo hleypt út í samfélagið aftur. Af hverju er fíkli ekki boðið pláss í meðferð eftir viðkomu á spítala vegna of stórs skammts? Enn og aftur: margir fíklar deyja á meðan þeir bíða eftir meðferð. Finnst okkur þetta bara allt í lagi? Ef þú fótbrotnar er þér þá sagt að koma eftir 2 vikur og ef þú missir af þeim tíma ertu þá bara látin/n bíða í 2 vikur í viðbót? Fíkn er sjúkdómur. Fíkn er ekki alltaf val eða aumingjaskapur eins og sumir halda. Fíkn er sjúkdómur og ekki einungis fyrir fíkilinn heldur flest alla þá er standa honum næst. Þegar einstaklingur er fíkill og er virkur fíkill er það er ekki einstaklingurinn sem stjórnar ferðinni, heldur er það fíkillinn. Af hverju er ekki ofarlega á forgangslistanum hjá heilbrigðisráðherra okkar, þ.e.a.s. EF þetta er á einhverjum lista yfir höfuð að aðstoða fíkla og taka á móti þeim í meðferð þegar fíkill leitar eftir því ? Af hverju eru ekki stofnanir á vegum ríkisins sem taka á móti fíklum í afeitrun eins og Vogur en þó án biðarinnar? Útrýmum biðinni því bið eftir afeitrun/meðferð getur verið dauðans alvara! Höfundur er móðir.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson Skoðun