Biðin eftir meðferð/afeitrun getur orðið dauðans alvara Helga Maria Mosty skrifar 25. janúar 2022 14:31 Fíkill fer í meðferð og fíkill fellur, fíkill fer aftur í meðferð og fellur aftur. Því miður fyrir marga fíkla er þetta langvarandi ástand. Því miður er þetta allt of oft veruleikinn, fyrir bæði fíkilinn og aðstandendur. Meðferð og hvað svo ? Þegar fíkill er langt leiddur og búinn að fara í óteljandi meðferðir hvað er þá til ráða? Oftar en ekki hefur fíkillinn eða aðstandendur þurft að hafa mikið fyrir því að koma fíklinum í meðferð. Hann sækir um t.d. á Vogi (ekki um marga aðra staði að velja ef þá nokkurn) og þarf að bíða, stundum í viku eða tvær eða jafnvel lengur. Hvað gerir fíkillinn meðan hann bíður? Sumum tekst að halda sér edrú en öðrum ekki. Sumum tekst að mæta á réttum tíma í meðferð en þeir sem ekki mæta á „réttum tíma“ í meðferð, til dæmis degi of seint, þurfa að bíða – aftur ! Fíkill er nefnilega ekki alltaf með tímaskinið á hreinu. Hvernig fer þessi bið með fíkilinn, aðstandendur og hinn almenna borgara ? Jú sjáðu til, við erum alltaf að hrósa okkur Íslendingum fyrir svo súper flott heilbrigðiskerfi sem er bara ekkert svo flott eftir allt saman. Fíklar hafa dáið á meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð því biðin var of löng fyrir þá. Sumir halda partýinu áfram meðan næsta bið tekur við. Á meðan partýinu stendur getur fíkillinn verið sjálfum sér, aðstandendum og hinum almenna borgara hættulegur. Hvað eru fíklar ekki til í að gera fyrir næsta skammt eða hverja er fíkillinn til í að hitta, ræna, slást við og svo frv á meðan á biðinni stendur? Er ekki ódýrara og réttara fyrir samfélagið að taka á móti fíklum í meðferð um leið og þeir óska eftir því? Væri ekki gott fyrir lögreglu og sjúkrahúsið að geta einbeitt sér að öðrum heldur en fíklum í bið? Ef fíkill tekur inn of stóran skammt og er svo heppinn að komast á spítala þar sem hægt er að lappa upp á hann er hann sendur í burt af spítalanum jafnvel innan 10 tíma frá komu á spítalann. Ef fíkill er ekki svo „heppinn“ að hafa fengið hjálpina mjög fljótlega og ástandið er því verra er honum haldið á spítalanum í lengri tíma og svo hleypt út í samfélagið aftur. Af hverju er fíkli ekki boðið pláss í meðferð eftir viðkomu á spítala vegna of stórs skammts? Enn og aftur: margir fíklar deyja á meðan þeir bíða eftir meðferð. Finnst okkur þetta bara allt í lagi? Ef þú fótbrotnar er þér þá sagt að koma eftir 2 vikur og ef þú missir af þeim tíma ertu þá bara látin/n bíða í 2 vikur í viðbót? Fíkn er sjúkdómur. Fíkn er ekki alltaf val eða aumingjaskapur eins og sumir halda. Fíkn er sjúkdómur og ekki einungis fyrir fíkilinn heldur flest alla þá er standa honum næst. Þegar einstaklingur er fíkill og er virkur fíkill er það er ekki einstaklingurinn sem stjórnar ferðinni, heldur er það fíkillinn. Af hverju er ekki ofarlega á forgangslistanum hjá heilbrigðisráðherra okkar, þ.e.a.s. EF þetta er á einhverjum lista yfir höfuð að aðstoða fíkla og taka á móti þeim í meðferð þegar fíkill leitar eftir því ? Af hverju eru ekki stofnanir á vegum ríkisins sem taka á móti fíklum í afeitrun eins og Vogur en þó án biðarinnar? Útrýmum biðinni því bið eftir afeitrun/meðferð getur verið dauðans alvara! Höfundur er móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Fíkill fer í meðferð og fíkill fellur, fíkill fer aftur í meðferð og fellur aftur. Því miður fyrir marga fíkla er þetta langvarandi ástand. Því miður er þetta allt of oft veruleikinn, fyrir bæði fíkilinn og aðstandendur. Meðferð og hvað svo ? Þegar fíkill er langt leiddur og búinn að fara í óteljandi meðferðir hvað er þá til ráða? Oftar en ekki hefur fíkillinn eða aðstandendur þurft að hafa mikið fyrir því að koma fíklinum í meðferð. Hann sækir um t.d. á Vogi (ekki um marga aðra staði að velja ef þá nokkurn) og þarf að bíða, stundum í viku eða tvær eða jafnvel lengur. Hvað gerir fíkillinn meðan hann bíður? Sumum tekst að halda sér edrú en öðrum ekki. Sumum tekst að mæta á réttum tíma í meðferð en þeir sem ekki mæta á „réttum tíma“ í meðferð, til dæmis degi of seint, þurfa að bíða – aftur ! Fíkill er nefnilega ekki alltaf með tímaskinið á hreinu. Hvernig fer þessi bið með fíkilinn, aðstandendur og hinn almenna borgara ? Jú sjáðu til, við erum alltaf að hrósa okkur Íslendingum fyrir svo súper flott heilbrigðiskerfi sem er bara ekkert svo flott eftir allt saman. Fíklar hafa dáið á meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð því biðin var of löng fyrir þá. Sumir halda partýinu áfram meðan næsta bið tekur við. Á meðan partýinu stendur getur fíkillinn verið sjálfum sér, aðstandendum og hinum almenna borgara hættulegur. Hvað eru fíklar ekki til í að gera fyrir næsta skammt eða hverja er fíkillinn til í að hitta, ræna, slást við og svo frv á meðan á biðinni stendur? Er ekki ódýrara og réttara fyrir samfélagið að taka á móti fíklum í meðferð um leið og þeir óska eftir því? Væri ekki gott fyrir lögreglu og sjúkrahúsið að geta einbeitt sér að öðrum heldur en fíklum í bið? Ef fíkill tekur inn of stóran skammt og er svo heppinn að komast á spítala þar sem hægt er að lappa upp á hann er hann sendur í burt af spítalanum jafnvel innan 10 tíma frá komu á spítalann. Ef fíkill er ekki svo „heppinn“ að hafa fengið hjálpina mjög fljótlega og ástandið er því verra er honum haldið á spítalanum í lengri tíma og svo hleypt út í samfélagið aftur. Af hverju er fíkli ekki boðið pláss í meðferð eftir viðkomu á spítala vegna of stórs skammts? Enn og aftur: margir fíklar deyja á meðan þeir bíða eftir meðferð. Finnst okkur þetta bara allt í lagi? Ef þú fótbrotnar er þér þá sagt að koma eftir 2 vikur og ef þú missir af þeim tíma ertu þá bara látin/n bíða í 2 vikur í viðbót? Fíkn er sjúkdómur. Fíkn er ekki alltaf val eða aumingjaskapur eins og sumir halda. Fíkn er sjúkdómur og ekki einungis fyrir fíkilinn heldur flest alla þá er standa honum næst. Þegar einstaklingur er fíkill og er virkur fíkill er það er ekki einstaklingurinn sem stjórnar ferðinni, heldur er það fíkillinn. Af hverju er ekki ofarlega á forgangslistanum hjá heilbrigðisráðherra okkar, þ.e.a.s. EF þetta er á einhverjum lista yfir höfuð að aðstoða fíkla og taka á móti þeim í meðferð þegar fíkill leitar eftir því ? Af hverju eru ekki stofnanir á vegum ríkisins sem taka á móti fíklum í afeitrun eins og Vogur en þó án biðarinnar? Útrýmum biðinni því bið eftir afeitrun/meðferð getur verið dauðans alvara! Höfundur er móðir.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun