Af hverju er þér illa við láglaunafólk, Friðrik? Flosi Eiríksson skrifar 25. janúar 2022 12:00 Almennt ætti maður að fagna því þegar forystufólk tekur þátt í opinberri umræðu, gerir grein fyrir sínum sjónarmiðum og talar máli sinna félagsmanna. Sú gleði hverfur þó fljótt við að lesa sjónarmið Friðriks Jónssonar formanns BHM. Byrjum á fullyrðingum hans um að „lífskjarasamningarnir voru háskólamenntuðum um margt óhagfelldir“ - Grundvöllur samninganna voru krónutöluhækkanir, sem áttu að skila hlutfallslega meiri kjarabótum fyrir láglaunafólk, en einnig skapa grundvöll fyrir vaxtalækkunum. Þróun ráðstöfunartekna sýnir að markmiðið gekk eftir, krónutölur tryggðu meiri hækkanir lægstu launa en áhrif vaxta voru meiri hjá þeim tekjuhærri. En þetta er ekki einu sinni svona, því þrátt fyrir að samið hafi verið um krónutöluhækkanir á almennum markaði, þá var sú leið notuð í samningum BHM að gera duldar prósentubreytingar á launatöxtum, sem voru hærri en samið var um á almenna markaðnum. Því til viðbótar var samið um meiri styttingu vinnuvikunnar hjá þeim. Það sem eftir stendur af þessu hjá Friðrik er að hans fólk fékk ekki krónutöluhækkanir heldur prósentuhækkanir og naut einnig góðs af vaxtalækkunum ásamt fleiri atriðum sem samið var um í Lífskjarasamningum og nýtist hans félagsmönnum vel, eins og flestum landsmönnum. Réttara væri að segja að Lífskjarasamningarnir hafi verið sérstaklega „hagfelldir fyrir háskólafólk“. Friðrik snýr sér síðan að því að fara yfir að „munur á ráðstöfunartekjum eftir menntastigi hefur enda minnkað til muna og er orðinn lítill í alþjóðlegum samanburði.“ Hér er klassískur söngur um að ekki borgi sig að afla sér menntunar á Íslandi. Samanburður á ráðstöfunartekjum nýtist illa til að kanna hvort svo sé. Til að skoða hvort háskólamenntun borgi sig er eðlilegra að skoða laun hjá launafólki. Slíkur samanburður sýnir að hlutfallslegur munur milli menntahópa er meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Árið 2018 var miðgildi tímakaups háskólamenntaðra 60% hærra en hjá grunnskólamenntuðum. Á hinum Norðurlöndunum er munurinn 27%-44%.Það er því af og frá að lítill sem enginn hvati sé hér á landi til að sækja sér háskólamenntun. Munurinn er vissulega minni en í mörgum löndum, en meiri en á Norðurlöndunum enda munurinn gjarnan minni í löndum þar sem stéttarfélög hafa sterka samningsstöðu. Þetta eru líka löndin þar sem háskólafólk hefur hve best lífskjör, íslenskir sérfræðingar sækja í litlum mæli til Rúmeníu, Tyrklands og Albaníu þó þar hafi háskólamenntaðir 125% hærra tímakaup en grunnskólamenntaðir. Þessi gamla mýta um að það borgi sig ekki að mennta sig á Íslandi er býsna lífsseig og brenglar alla umræðu um menntun, gildi menntunar, laun og lífskjör á Íslandi. Það er hins vegar mikið umhugsunarefni að formaður BHM skuli setja það fram sem stórkostlegt vandamál að lagt hafi verið upp með að lægstu launin hafi hækkað meira hlutfallslega en önnur laun í síðustu kjarasamningum og slíkt megi ekki endurtaka sig. Um leið og hann ítrekar þá skoðun sína að launabilið milli grunnskólamenntaðara og þeirra sem hafa sótt sér háskólamenntun megi alls ekki minnka. Að það sé einhvers konar grundvallaratriði að halda stórum hópum í samfélaginu niðri, á lágum launum. Hvaðan kemur það? Af hverju er þér svona illa við láglaunafólk Friðrik? Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Almennt ætti maður að fagna því þegar forystufólk tekur þátt í opinberri umræðu, gerir grein fyrir sínum sjónarmiðum og talar máli sinna félagsmanna. Sú gleði hverfur þó fljótt við að lesa sjónarmið Friðriks Jónssonar formanns BHM. Byrjum á fullyrðingum hans um að „lífskjarasamningarnir voru háskólamenntuðum um margt óhagfelldir“ - Grundvöllur samninganna voru krónutöluhækkanir, sem áttu að skila hlutfallslega meiri kjarabótum fyrir láglaunafólk, en einnig skapa grundvöll fyrir vaxtalækkunum. Þróun ráðstöfunartekna sýnir að markmiðið gekk eftir, krónutölur tryggðu meiri hækkanir lægstu launa en áhrif vaxta voru meiri hjá þeim tekjuhærri. En þetta er ekki einu sinni svona, því þrátt fyrir að samið hafi verið um krónutöluhækkanir á almennum markaði, þá var sú leið notuð í samningum BHM að gera duldar prósentubreytingar á launatöxtum, sem voru hærri en samið var um á almenna markaðnum. Því til viðbótar var samið um meiri styttingu vinnuvikunnar hjá þeim. Það sem eftir stendur af þessu hjá Friðrik er að hans fólk fékk ekki krónutöluhækkanir heldur prósentuhækkanir og naut einnig góðs af vaxtalækkunum ásamt fleiri atriðum sem samið var um í Lífskjarasamningum og nýtist hans félagsmönnum vel, eins og flestum landsmönnum. Réttara væri að segja að Lífskjarasamningarnir hafi verið sérstaklega „hagfelldir fyrir háskólafólk“. Friðrik snýr sér síðan að því að fara yfir að „munur á ráðstöfunartekjum eftir menntastigi hefur enda minnkað til muna og er orðinn lítill í alþjóðlegum samanburði.“ Hér er klassískur söngur um að ekki borgi sig að afla sér menntunar á Íslandi. Samanburður á ráðstöfunartekjum nýtist illa til að kanna hvort svo sé. Til að skoða hvort háskólamenntun borgi sig er eðlilegra að skoða laun hjá launafólki. Slíkur samanburður sýnir að hlutfallslegur munur milli menntahópa er meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Árið 2018 var miðgildi tímakaups háskólamenntaðra 60% hærra en hjá grunnskólamenntuðum. Á hinum Norðurlöndunum er munurinn 27%-44%.Það er því af og frá að lítill sem enginn hvati sé hér á landi til að sækja sér háskólamenntun. Munurinn er vissulega minni en í mörgum löndum, en meiri en á Norðurlöndunum enda munurinn gjarnan minni í löndum þar sem stéttarfélög hafa sterka samningsstöðu. Þetta eru líka löndin þar sem háskólafólk hefur hve best lífskjör, íslenskir sérfræðingar sækja í litlum mæli til Rúmeníu, Tyrklands og Albaníu þó þar hafi háskólamenntaðir 125% hærra tímakaup en grunnskólamenntaðir. Þessi gamla mýta um að það borgi sig ekki að mennta sig á Íslandi er býsna lífsseig og brenglar alla umræðu um menntun, gildi menntunar, laun og lífskjör á Íslandi. Það er hins vegar mikið umhugsunarefni að formaður BHM skuli setja það fram sem stórkostlegt vandamál að lagt hafi verið upp með að lægstu launin hafi hækkað meira hlutfallslega en önnur laun í síðustu kjarasamningum og slíkt megi ekki endurtaka sig. Um leið og hann ítrekar þá skoðun sína að launabilið milli grunnskólamenntaðara og þeirra sem hafa sótt sér háskólamenntun megi alls ekki minnka. Að það sé einhvers konar grundvallaratriði að halda stórum hópum í samfélaginu niðri, á lágum launum. Hvaðan kemur það? Af hverju er þér svona illa við láglaunafólk Friðrik? Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun