Alþjóðlegur dagur menntunar Ásmundur Einar Daðason skrifar 24. janúar 2022 12:00 Árið 2018 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera 24. janúar, að alþjóðlegum degi menntunar. Þegar þessi dagur varð að alþjóðlegum degi menntunar óraði líklega afar fáa að skömmu síðar myndi skólahald víða um heim standa frammi fyrir þeirri áskorun að halda skólum opnum í heimsfaraldri. Réttur til menntunar er skilgreindur sem mannréttindi og er nánar útfærður í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindi skal ávallt varast að skerða og því skulu menntastofnanir ávallt vera eitt það síðasta sem lokar í neyðarástandi og það fyrsta til að opna. Slíkt er mikilvægið. Íslensku skólakerfi hefur borið til sú gæfa að menntun barna hérlendis hefur ekki þurft að verða fyrir jafnmiklum skerðingum og víða annars staðar. Fréttir hafa borist af ríkjum þar sem skólahald hefur fallið niður að mestu í fjöldamarga mánuði og víða hefur skólahald skerst mjög mikið þegar upp hafa komið bylgjur smita. Víðtækt hlutverk skóla Fyrir mörg börn hefur skólaganga ekki einvörðungu það hlutverk að stuðla að menntun, en reglulegt skólahald er mjög mikilvægur fasti í lífi barna. Þetta á sérstaklega við um börn í viðkvæmri stöðu, sem fá ekki nauðsynlegan stuðning heima við af ýmsum ástæðum. Það eru þó fleiri en börn í viðkvæmri stöðu sem eiga erfitt þegar skólahald er skert, en rannsóknir á áhrifum COVID-19 sýna að andleg líðan barna og ungmenna hefur versnað, mörg upplifa sig að hafa verið félagslega einangruð og segjast kvíðin í kjölfar þess að skólahald hefur raskast. Takk fyrir! Við eigum ótrúlegan mannauð í íslensku menntakerfi og það hefur verið magnað að fylgjast með því hvernig allir sem starfa innan skólakerfisins hafa lagt hart að sér til þess að tryggja að börn njóti menntunar og geti mætt í skólann undanfarna mánuði. Frá því ég tók við nýju ráðherraembætti hef ég fengið að kynnast og sjá þá miklu vinnu sem unnin hefur verið innan menntakerfisins á hverjum degi í þessu krefjandi ástandi. Maður fyllist aðdáun og á sama tíma er ég mjög spenntur fyrir dýpri og þéttari samvinnu við starfsfólk íslenska skólakerfisins sem vonandi getur brátt farið að hætta að snúast um viðbrögð vegna sóttvarna. Þar þurfum við að bregðast við þeirri stöðu sem er uppi eftir tveggja ára heimsfaraldur og taka vel utan um börn og fjölskyldur þeirra með fjölbreyttum úrræðum. Að þessu þurfa að koma fjölmargir aðilar en skólakerfið gegnir þarna lykilhlutverki enda eru flest börn þar stærstan hluta síns daglega lífs. Í tilefni dagsins vil ég færa starfsfólki íslenska menntakerfisins mínar bestu þakkir, bæði sem mennta- og barnamálaráðherra, en ekki síður sem foreldri. Takk! Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skóla - og menntamál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2018 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera 24. janúar, að alþjóðlegum degi menntunar. Þegar þessi dagur varð að alþjóðlegum degi menntunar óraði líklega afar fáa að skömmu síðar myndi skólahald víða um heim standa frammi fyrir þeirri áskorun að halda skólum opnum í heimsfaraldri. Réttur til menntunar er skilgreindur sem mannréttindi og er nánar útfærður í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindi skal ávallt varast að skerða og því skulu menntastofnanir ávallt vera eitt það síðasta sem lokar í neyðarástandi og það fyrsta til að opna. Slíkt er mikilvægið. Íslensku skólakerfi hefur borið til sú gæfa að menntun barna hérlendis hefur ekki þurft að verða fyrir jafnmiklum skerðingum og víða annars staðar. Fréttir hafa borist af ríkjum þar sem skólahald hefur fallið niður að mestu í fjöldamarga mánuði og víða hefur skólahald skerst mjög mikið þegar upp hafa komið bylgjur smita. Víðtækt hlutverk skóla Fyrir mörg börn hefur skólaganga ekki einvörðungu það hlutverk að stuðla að menntun, en reglulegt skólahald er mjög mikilvægur fasti í lífi barna. Þetta á sérstaklega við um börn í viðkvæmri stöðu, sem fá ekki nauðsynlegan stuðning heima við af ýmsum ástæðum. Það eru þó fleiri en börn í viðkvæmri stöðu sem eiga erfitt þegar skólahald er skert, en rannsóknir á áhrifum COVID-19 sýna að andleg líðan barna og ungmenna hefur versnað, mörg upplifa sig að hafa verið félagslega einangruð og segjast kvíðin í kjölfar þess að skólahald hefur raskast. Takk fyrir! Við eigum ótrúlegan mannauð í íslensku menntakerfi og það hefur verið magnað að fylgjast með því hvernig allir sem starfa innan skólakerfisins hafa lagt hart að sér til þess að tryggja að börn njóti menntunar og geti mætt í skólann undanfarna mánuði. Frá því ég tók við nýju ráðherraembætti hef ég fengið að kynnast og sjá þá miklu vinnu sem unnin hefur verið innan menntakerfisins á hverjum degi í þessu krefjandi ástandi. Maður fyllist aðdáun og á sama tíma er ég mjög spenntur fyrir dýpri og þéttari samvinnu við starfsfólk íslenska skólakerfisins sem vonandi getur brátt farið að hætta að snúast um viðbrögð vegna sóttvarna. Þar þurfum við að bregðast við þeirri stöðu sem er uppi eftir tveggja ára heimsfaraldur og taka vel utan um börn og fjölskyldur þeirra með fjölbreyttum úrræðum. Að þessu þurfa að koma fjölmargir aðilar en skólakerfið gegnir þarna lykilhlutverki enda eru flest börn þar stærstan hluta síns daglega lífs. Í tilefni dagsins vil ég færa starfsfólki íslenska menntakerfisins mínar bestu þakkir, bæði sem mennta- og barnamálaráðherra, en ekki síður sem foreldri. Takk! Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun