Forsendur harðra takmarkana séu brostnar Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 23. janúar 2022 20:11 Bjarni Benediktsson er endurnærður eftir frí. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. „Þegar forsendurnar fyrir inngripinu eru ekki lengur til staðar hlýtur það að kalla á endurmat á stöðunni,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra birti í dag grein ásamt forstjóra spítalans þar sem sagði að verið væri að skoða allar mögulegar afléttingar á samkomutakmörkunum. Það þyrfti þó að stíga varfærin skref. Staðan á Landspítala er ekki síst flókin í ljósi mikils fjölda starfsfólks í einangrun, en þeir eru 200. 35 sjúklingar eru á sjúkrahúsinu með veiruna og þeim hefur fækkað. Fjórir eru á gjörgæslu vegna veirunnar, þar af er einn enn þá með Covid-19. Um 1200 greindust bæði í gær og í fyrradag. Jákvæð tíðindi kalli á breytingar „Það er mín skoðun að það er augljóst að við getum ekki verið með þær takmarkanir sem eru núna í gildi. Þetta kallar á endurskoðun og það eru mjög jákvæð tíðindi. Það er frábært hvað hefur gengið vel hjá okkur,“ segir Bjarni. Þá segir Bjarni að nýta verði næstu daga til að teikna upp afléttingaráætlun í líkingu við þá sem Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, kynnti í gær. Frændur okkar í Færeyjum ætla að afnema allar sóttvarnatakmarkanir fyrir fyrsta mars næstkomandi. Kemur tvíefldur til baka Það er vafalaust annasöm vika fram undan hjá formanni Sjálfstæðisflokksins, sem er sem betur fer endurnærður. Hann lá undir ámæli í liðinni viku fyrir að vera ekki viðstaddur afgreiðslu á eigin frumvarpi. „Ég kem tvíefldur úr fríinu. Hlakka til, ég held að nú þurfi stjórnarandstaðan að fara að vara sig,“ segir Bjarni að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Þegar forsendurnar fyrir inngripinu eru ekki lengur til staðar hlýtur það að kalla á endurmat á stöðunni,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra birti í dag grein ásamt forstjóra spítalans þar sem sagði að verið væri að skoða allar mögulegar afléttingar á samkomutakmörkunum. Það þyrfti þó að stíga varfærin skref. Staðan á Landspítala er ekki síst flókin í ljósi mikils fjölda starfsfólks í einangrun, en þeir eru 200. 35 sjúklingar eru á sjúkrahúsinu með veiruna og þeim hefur fækkað. Fjórir eru á gjörgæslu vegna veirunnar, þar af er einn enn þá með Covid-19. Um 1200 greindust bæði í gær og í fyrradag. Jákvæð tíðindi kalli á breytingar „Það er mín skoðun að það er augljóst að við getum ekki verið með þær takmarkanir sem eru núna í gildi. Þetta kallar á endurskoðun og það eru mjög jákvæð tíðindi. Það er frábært hvað hefur gengið vel hjá okkur,“ segir Bjarni. Þá segir Bjarni að nýta verði næstu daga til að teikna upp afléttingaráætlun í líkingu við þá sem Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, kynnti í gær. Frændur okkar í Færeyjum ætla að afnema allar sóttvarnatakmarkanir fyrir fyrsta mars næstkomandi. Kemur tvíefldur til baka Það er vafalaust annasöm vika fram undan hjá formanni Sjálfstæðisflokksins, sem er sem betur fer endurnærður. Hann lá undir ámæli í liðinni viku fyrir að vera ekki viðstaddur afgreiðslu á eigin frumvarpi. „Ég kem tvíefldur úr fríinu. Hlakka til, ég held að nú þurfi stjórnarandstaðan að fara að vara sig,“ segir Bjarni að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira