Kæmi Kára ekki á óvart ef innan skamms yrði hætt að beita einangrun og sóttkví Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. janúar 2022 13:35 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Einar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að það muni ekki sér á óvart ef að innan skamms verði hætt að beita sóttkví og einangrun til að hemja kórónuveirufaraldurinn. Ómíkronafbrigðið valdi annars konar sjúkdómi en önnur afbrigði veirunnar. Þetta kom fram í máli Kára í Vikulokunum á Rás 1 í dag. Þar hófst umræðan um smitvarnir á EM í handbolta sem nú fer fram í Ungverjalandi. Þar hefur veiran leikið mörg lið grátt, þar á meðal hið íslenska. Kári kom reyndar mótshöldurum í Ungverjalandi til varnar, illmögulegt væri að verjast smitnæmi ómíkronafbrigðisins. Talið barst að þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem hafa þurft að fylgjast með landsliðinu úr hótelherberginu, eftir að þeir greindust með veiruna. Sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að þeir væru allir fullfrískir. Sagði Kári þá að það hafi vel mátt vera að þeir hefðu getað spilað. „Omíkron veldur ekki Covid-19, það veldur annars konar sjúkdómi,“ sagði Kári ástæðuna vera fyrir því. Sér fyrir sér að einangrun og sóttkví leggist af Sigríður Dögg Auðunsdóttir, stjórnandi þáttarins, greip þessa staðhæfingu á lofti og spurði þá Kára hvort að það þýddi að stjórnvöld hér á landi væri á villigötum með því að hafa sett á strangar samkomutakmarkanir. Kári kvað þó svo ekki vera, deltaafbrigðið væri enn að leika lausum hala hér. „Nei, við erum ekki á neinum villigötum. Við höfum verið að greina um fimmtíu manns á dag með deltaafbrigðið. Þó svo að ómíkronafbrigðið sé ráðandi í dag hjá okkur, sé svona 90-95 prósent af þeim sen sýkjast þá erum við að greina yfir þúsund á dag og af þeim eru í kringum fimmtíu með deltaafrigðið sem er mjög illvígt. Ég held að við höfum verið að feta svona milliveg sem er nokkuð skynsamur,“ sagði Kári. Sagðist Kári þó telja að ástæða væri til að endurskoða aðgerðir stjórnvalda til að hemja veiruna. „Ég held að við höfum verið mjög heppin með það hvernig við höfum höndlað þetta fram til dagsins í dag en þetta er að breytast og gögnin sýna okkur að við höfum fulla ástæðu til þess að endurskipuleggja þetta. Ég yrði ekkert hissa á því að innan skamms tíma þá yrði hætt að nota sóttkví og einangrun, eða að minnsta kosti nota það mjög lítið,“ sagði Kári. Engin einföld lausn þó til Velti hann því upp hvort að smitrakning ætti bara að vera framkvæmd á þeim sem greinast með deltaafbrigðið, en hann bætti þó við að það væri ekki svo einfalt. „Það má til dæmis gera sér í hugarlund að það væri skynsamlegt að vera með smitrakningu hjá öllum sem smitast með delta en ekki öðrum afbrigðum en þá ferðu að lenda í vandræðum hversu marga ætlarðu að skima, ætlarðu að skima áfram fimm þúsund manns á dag, tíu þúsund manns á dag? Eða ef þú færir niður í að skima segjum tíu sinnum minna og fara niður í fimm hundruð til þúsund, þá missurðu að flestum deltaafrigðunum sem koma. Þannig að þetta er flókið. Það er engin einföld lausn,“ sagði Kári. Aðspurður um hvort að hann hefði einhverjar ráðleggingar til kollega síns, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sagði Kári svo ekki vera. „Ég er svo heppinn að ég er ekki sóttvarnalæknir þess vegna þarf ég ekki að gefa ráðleggingar sem sóttvarnalæknir og þess vegna ætla ég ekki að gera það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Þetta kom fram í máli Kára í Vikulokunum á Rás 1 í dag. Þar hófst umræðan um smitvarnir á EM í handbolta sem nú fer fram í Ungverjalandi. Þar hefur veiran leikið mörg lið grátt, þar á meðal hið íslenska. Kári kom reyndar mótshöldurum í Ungverjalandi til varnar, illmögulegt væri að verjast smitnæmi ómíkronafbrigðisins. Talið barst að þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem hafa þurft að fylgjast með landsliðinu úr hótelherberginu, eftir að þeir greindust með veiruna. Sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að þeir væru allir fullfrískir. Sagði Kári þá að það hafi vel mátt vera að þeir hefðu getað spilað. „Omíkron veldur ekki Covid-19, það veldur annars konar sjúkdómi,“ sagði Kári ástæðuna vera fyrir því. Sér fyrir sér að einangrun og sóttkví leggist af Sigríður Dögg Auðunsdóttir, stjórnandi þáttarins, greip þessa staðhæfingu á lofti og spurði þá Kára hvort að það þýddi að stjórnvöld hér á landi væri á villigötum með því að hafa sett á strangar samkomutakmarkanir. Kári kvað þó svo ekki vera, deltaafbrigðið væri enn að leika lausum hala hér. „Nei, við erum ekki á neinum villigötum. Við höfum verið að greina um fimmtíu manns á dag með deltaafbrigðið. Þó svo að ómíkronafbrigðið sé ráðandi í dag hjá okkur, sé svona 90-95 prósent af þeim sen sýkjast þá erum við að greina yfir þúsund á dag og af þeim eru í kringum fimmtíu með deltaafrigðið sem er mjög illvígt. Ég held að við höfum verið að feta svona milliveg sem er nokkuð skynsamur,“ sagði Kári. Sagðist Kári þó telja að ástæða væri til að endurskoða aðgerðir stjórnvalda til að hemja veiruna. „Ég held að við höfum verið mjög heppin með það hvernig við höfum höndlað þetta fram til dagsins í dag en þetta er að breytast og gögnin sýna okkur að við höfum fulla ástæðu til þess að endurskipuleggja þetta. Ég yrði ekkert hissa á því að innan skamms tíma þá yrði hætt að nota sóttkví og einangrun, eða að minnsta kosti nota það mjög lítið,“ sagði Kári. Engin einföld lausn þó til Velti hann því upp hvort að smitrakning ætti bara að vera framkvæmd á þeim sem greinast með deltaafbrigðið, en hann bætti þó við að það væri ekki svo einfalt. „Það má til dæmis gera sér í hugarlund að það væri skynsamlegt að vera með smitrakningu hjá öllum sem smitast með delta en ekki öðrum afbrigðum en þá ferðu að lenda í vandræðum hversu marga ætlarðu að skima, ætlarðu að skima áfram fimm þúsund manns á dag, tíu þúsund manns á dag? Eða ef þú færir niður í að skima segjum tíu sinnum minna og fara niður í fimm hundruð til þúsund, þá missurðu að flestum deltaafrigðunum sem koma. Þannig að þetta er flókið. Það er engin einföld lausn,“ sagði Kári. Aðspurður um hvort að hann hefði einhverjar ráðleggingar til kollega síns, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sagði Kári svo ekki vera. „Ég er svo heppinn að ég er ekki sóttvarnalæknir þess vegna þarf ég ekki að gefa ráðleggingar sem sóttvarnalæknir og þess vegna ætla ég ekki að gera það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira