Var með félaga sínum og má búast við mörghundruð þúsund króna sekt Snorri Másson skrifar 22. janúar 2022 13:01 Ökumaður sem átti að vera í einangrun vegna Covid-19 en var stöðvaður í bifreið sinni af lögreglu í gær má eiga von á sekt upp á 150-500 þúsund krónur. Lögreglan sagði frá því í dagbók sinni í morgun að bifreið hafi verið stöðvuð í Laugardal skömmu eftir miðnætti í gær. Ökumaðurinn reyndist vera með virkt Covid-smit og eiga að vera í einangrun af þeim sökum. Hann var ásamt félaga í bílnum. Að sögn Þóru Jónasdóttur stöðvarstjóra telur lögreglan ekki að ný reglugerð um að gönguferðir séu heimilar í einangrun feli í sér rýmri heimild til að vera úti að aka. „Nei ekki samkvæmt því. Þú mátt bara fara í gönguferð. Ef þú ert úti að aka geturðu lent í alls konar óhöppum, er það ekki. Þarna er hann líka með vini sínum á rúntinum, þú mátt ekki vera með öðrum aðila,“ segir Þóra í samtali við fréttastofu. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvort umræddur vinur hafi einnig verið með Covid-19. Tvær gönguferðir, hálftíma hvor Samkvæmt reglum landlæknis um einangrun í heimahúsi má ekki fara á nein mannamót né taka á móti gestum. Takmarka þarf til hins ítrasta umgengni við annað fólk, en fara má í gönguferðir í nærumhverfi heimilis. Viðmiðið þar eru tvær gönguferðir á dag í hámark 30 mínútur í hvort sinn. Ef hinn smitaði þarf heilbrigðisþjónustu má hann nota einkabíl ef hann er ökufær. Annars virðist það ekki mega af reglunum að dæma. Samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara skal ákvörðun sektarfjárhæðar í sóttvarnalagabrotum miðast við eðli hvers tilviks. En þegar brotið er gegn einangrun er miðað við 150.000-500.000 króna og er það alvarlegasta brotið. Fleiri en 10.000 manns eru í einangrun á þessari stundu og rúmlega annar eins fjöldi í sóttkví. 1.207 smit greindust innanlands í gær og þrír eru á gjörgæslu á Landspítala. 37 eru með Covid-19 inni á sjúkrahúsinu. Lögreglumál Umferð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ökumaður sem átti að vera í einangrun gripinn af lögreglu Ökumaður sem átti að vera í einangrun má búast við kæru vegna brots á sóttvarnarlögum eftir að lögregla greip hann glóðvolgan við aksturinn. 22. janúar 2022 07:22 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Lögreglan sagði frá því í dagbók sinni í morgun að bifreið hafi verið stöðvuð í Laugardal skömmu eftir miðnætti í gær. Ökumaðurinn reyndist vera með virkt Covid-smit og eiga að vera í einangrun af þeim sökum. Hann var ásamt félaga í bílnum. Að sögn Þóru Jónasdóttur stöðvarstjóra telur lögreglan ekki að ný reglugerð um að gönguferðir séu heimilar í einangrun feli í sér rýmri heimild til að vera úti að aka. „Nei ekki samkvæmt því. Þú mátt bara fara í gönguferð. Ef þú ert úti að aka geturðu lent í alls konar óhöppum, er það ekki. Þarna er hann líka með vini sínum á rúntinum, þú mátt ekki vera með öðrum aðila,“ segir Þóra í samtali við fréttastofu. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvort umræddur vinur hafi einnig verið með Covid-19. Tvær gönguferðir, hálftíma hvor Samkvæmt reglum landlæknis um einangrun í heimahúsi má ekki fara á nein mannamót né taka á móti gestum. Takmarka þarf til hins ítrasta umgengni við annað fólk, en fara má í gönguferðir í nærumhverfi heimilis. Viðmiðið þar eru tvær gönguferðir á dag í hámark 30 mínútur í hvort sinn. Ef hinn smitaði þarf heilbrigðisþjónustu má hann nota einkabíl ef hann er ökufær. Annars virðist það ekki mega af reglunum að dæma. Samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara skal ákvörðun sektarfjárhæðar í sóttvarnalagabrotum miðast við eðli hvers tilviks. En þegar brotið er gegn einangrun er miðað við 150.000-500.000 króna og er það alvarlegasta brotið. Fleiri en 10.000 manns eru í einangrun á þessari stundu og rúmlega annar eins fjöldi í sóttkví. 1.207 smit greindust innanlands í gær og þrír eru á gjörgæslu á Landspítala. 37 eru með Covid-19 inni á sjúkrahúsinu.
Lögreglumál Umferð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ökumaður sem átti að vera í einangrun gripinn af lögreglu Ökumaður sem átti að vera í einangrun má búast við kæru vegna brots á sóttvarnarlögum eftir að lögregla greip hann glóðvolgan við aksturinn. 22. janúar 2022 07:22 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Ökumaður sem átti að vera í einangrun gripinn af lögreglu Ökumaður sem átti að vera í einangrun má búast við kæru vegna brots á sóttvarnarlögum eftir að lögregla greip hann glóðvolgan við aksturinn. 22. janúar 2022 07:22