Við eigum erindi í Garðabæ Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 21. janúar 2022 20:01 Garðabær er nú í hröðum vexti þar sem áherslan er á græn og mannvænleg hverfi. Nærþjónustan verður sífellt meira spennandi og margt til staðar nú sem ekki var fyrir fáeinum árum. Verslun og þjónusta er sömuleiðis að vaxa samhliða byggðinni. Reglulega fæ ég til dæmis skilaboð frá fólki sem situr á Sjálandi nýjum veitingastað í mínu hverfi og nýtur bæði veitinga og útsýnis. Við sjáum þetta líka á Garðatorgi, í Urriðaholti, á Álftanesi og víðar. Nútímafólk vill hverfiskaffihús, lifandi verslun og samkomustaði þar sem hjartað slær. Með öðrum orðum lífsgæði í heimabyggð. Þetta laðar líka að fólk, ekki bara úr nágrannasveitarfélögunum, heldur víðsvegar af landinu. Fólk á erindi í Garðabæ og þannig viljum við hafa það. Áframhaldandi uppbygging Garðatorgs er mitt hjartans mál. Við höfum séð hvernig torgið er tilvalið til mannamóta á sumrin, aðventu og þegar sýnt er beint frá stórum kappleikjum. Nú er brýnt að taka eldri hluta torgsins í gegn og þar eru mjög spennandi valmöguleikar að teiknast upp. Mig dreymir líka um að Vífilsstaðir fái verðugt framtíðarhlutverk og staðurinn endurheimti fyrri reisn. Fjósið við Vífilsstaði leynir á sér og það er minnst einnar messu virði að kanna áhuga ríkisins, sem á Vífilsstaði og læknisbústaðinn gamla, að byggja þar upp t.d. lifandi miðstöð lista- og menningarlífs sem styður vel við nýja byggð í Hnoðraholti og Vetrarmýri ásamt því að njóta nálægðar við Vífilsstaðavatn sem er gönguparadís. Í þessum anda verður sömuleiðis spennandi að vinna áfram með Arnarlandið þar sem fyrirhuguð er nú heilsubyggð með áherslu á náttúru og heilsueflandi þjónustu. Þar verður auk byggðar miðstöð fyrirtækja sem sérhæfa sig í heilbrigðisþjónustu, þróun og nýsköpun í heilsueflandi starfsemi. Ráðumst í sameiginlegt markaðsátak Enginn er eyland og samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er jafnan af hinu góða. Ég vil því leggja til að við horfum í æ ríkari mæli til þess að styrkja stöðu okkar í markaðslegu tilliti. Ég sé fyrir mér að Garðabær, Kópavogur og Hafnarfjörður geti unnið saman að því að verða eitt markaðssvæði sem er valkostur við verslun og þjónustu í miðborg Reykjavíkur. Ört vaxandi verslun og þjónusta í Garðabæ, aðlaðandi miðbær Hafnarfjarðar, nýjungar í þjónustu á Kársnesinu í Kópavogi og endurbygging Hamraborgar ásamt Smáralind og nágrenni, gerir svæðið allt mjög ákjósanlegt. Tengingar eru góðar hvort sem notast er við almenningssamgöngur eða einkabíl og fjölbreytnin mikil. Af hverju ekki að ráðast í sameiginlegt markaðsátak? Við gætum kynnt fólki hvað er í boði á öllum þessum stöðum þar sem umferðin er greið, næg bílastæði fyrir þau sem það kjósa, gott aðgengi gangandi og hjólandi og minna stress. Svæðið ætti að laða að fólk utan höfuðborgarsvæðisins, því með stuttum bíltúr er hægt að nálgast flest það sama hjá okkur í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi, og jafnvel fleira og betra, en í miðborg Reykjavíkur. Þannig dreifist umferðin betur um höfuðborgarsvæðið og ekki vanþörf á. Við getum gert meira til að efla bæjarbraginn og opnun Menningarhúss er atburður sem ég vil lifa. Ég sé líka mikil tækifæri í Arnarnesvogi fyrir uppbyggingu í sjósporti, eins og kajakróðri, róðrabretti og sjósundi. Við búum vel að opnum, grænum og fallegum svæðum, sannkölluðum náttúruperlum, sem hafa verið friðlýst svo komandi kynslóðir geti þar notið óspilltrar náttúru. Þetta byggir á skýrri hugmyndafræði en Garðabær á Íslandsmet sveitarfélaga í slíkum friðlýsingum en tæplega helmingur bæjarlandsins er friðlýstur. Auk þess að vera heilsueflandi svæði fyrir fólk þá skapar þetta aðlaðandi umgjörð fyrir verslun, þjónustu og hvers kyns afþreyingu. Ég hef metnað og horfi til langrar framtíðar fyrir Garðabæ. Markmiðið er að sveitarfélagið nái kjörstærð með á bilinu 25.000 til 35.000 íbúum þar sem áherslan verði fyrst og fremst á að tryggja bæjarbúum áfram sem best lífsgæði. Við höfum náð góðum árangri því bærinn er eftirsóttur til búsetu og hér er fasteignaverð hátt. Höldum áfram. Á öllum þessum möguleikum og sóknarfærum eigum við að byggja til framtíðar. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Garðabæ og sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Guðfinnur Sigurvinsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Garðabær er nú í hröðum vexti þar sem áherslan er á græn og mannvænleg hverfi. Nærþjónustan verður sífellt meira spennandi og margt til staðar nú sem ekki var fyrir fáeinum árum. Verslun og þjónusta er sömuleiðis að vaxa samhliða byggðinni. Reglulega fæ ég til dæmis skilaboð frá fólki sem situr á Sjálandi nýjum veitingastað í mínu hverfi og nýtur bæði veitinga og útsýnis. Við sjáum þetta líka á Garðatorgi, í Urriðaholti, á Álftanesi og víðar. Nútímafólk vill hverfiskaffihús, lifandi verslun og samkomustaði þar sem hjartað slær. Með öðrum orðum lífsgæði í heimabyggð. Þetta laðar líka að fólk, ekki bara úr nágrannasveitarfélögunum, heldur víðsvegar af landinu. Fólk á erindi í Garðabæ og þannig viljum við hafa það. Áframhaldandi uppbygging Garðatorgs er mitt hjartans mál. Við höfum séð hvernig torgið er tilvalið til mannamóta á sumrin, aðventu og þegar sýnt er beint frá stórum kappleikjum. Nú er brýnt að taka eldri hluta torgsins í gegn og þar eru mjög spennandi valmöguleikar að teiknast upp. Mig dreymir líka um að Vífilsstaðir fái verðugt framtíðarhlutverk og staðurinn endurheimti fyrri reisn. Fjósið við Vífilsstaði leynir á sér og það er minnst einnar messu virði að kanna áhuga ríkisins, sem á Vífilsstaði og læknisbústaðinn gamla, að byggja þar upp t.d. lifandi miðstöð lista- og menningarlífs sem styður vel við nýja byggð í Hnoðraholti og Vetrarmýri ásamt því að njóta nálægðar við Vífilsstaðavatn sem er gönguparadís. Í þessum anda verður sömuleiðis spennandi að vinna áfram með Arnarlandið þar sem fyrirhuguð er nú heilsubyggð með áherslu á náttúru og heilsueflandi þjónustu. Þar verður auk byggðar miðstöð fyrirtækja sem sérhæfa sig í heilbrigðisþjónustu, þróun og nýsköpun í heilsueflandi starfsemi. Ráðumst í sameiginlegt markaðsátak Enginn er eyland og samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er jafnan af hinu góða. Ég vil því leggja til að við horfum í æ ríkari mæli til þess að styrkja stöðu okkar í markaðslegu tilliti. Ég sé fyrir mér að Garðabær, Kópavogur og Hafnarfjörður geti unnið saman að því að verða eitt markaðssvæði sem er valkostur við verslun og þjónustu í miðborg Reykjavíkur. Ört vaxandi verslun og þjónusta í Garðabæ, aðlaðandi miðbær Hafnarfjarðar, nýjungar í þjónustu á Kársnesinu í Kópavogi og endurbygging Hamraborgar ásamt Smáralind og nágrenni, gerir svæðið allt mjög ákjósanlegt. Tengingar eru góðar hvort sem notast er við almenningssamgöngur eða einkabíl og fjölbreytnin mikil. Af hverju ekki að ráðast í sameiginlegt markaðsátak? Við gætum kynnt fólki hvað er í boði á öllum þessum stöðum þar sem umferðin er greið, næg bílastæði fyrir þau sem það kjósa, gott aðgengi gangandi og hjólandi og minna stress. Svæðið ætti að laða að fólk utan höfuðborgarsvæðisins, því með stuttum bíltúr er hægt að nálgast flest það sama hjá okkur í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi, og jafnvel fleira og betra, en í miðborg Reykjavíkur. Þannig dreifist umferðin betur um höfuðborgarsvæðið og ekki vanþörf á. Við getum gert meira til að efla bæjarbraginn og opnun Menningarhúss er atburður sem ég vil lifa. Ég sé líka mikil tækifæri í Arnarnesvogi fyrir uppbyggingu í sjósporti, eins og kajakróðri, róðrabretti og sjósundi. Við búum vel að opnum, grænum og fallegum svæðum, sannkölluðum náttúruperlum, sem hafa verið friðlýst svo komandi kynslóðir geti þar notið óspilltrar náttúru. Þetta byggir á skýrri hugmyndafræði en Garðabær á Íslandsmet sveitarfélaga í slíkum friðlýsingum en tæplega helmingur bæjarlandsins er friðlýstur. Auk þess að vera heilsueflandi svæði fyrir fólk þá skapar þetta aðlaðandi umgjörð fyrir verslun, þjónustu og hvers kyns afþreyingu. Ég hef metnað og horfi til langrar framtíðar fyrir Garðabæ. Markmiðið er að sveitarfélagið nái kjörstærð með á bilinu 25.000 til 35.000 íbúum þar sem áherslan verði fyrst og fremst á að tryggja bæjarbúum áfram sem best lífsgæði. Við höfum náð góðum árangri því bærinn er eftirsóttur til búsetu og hér er fasteignaverð hátt. Höldum áfram. Á öllum þessum möguleikum og sóknarfærum eigum við að byggja til framtíðar. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Garðabæ og sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun