Nú var það Jón Birgir Guðmundsson sjúkraþjálfari sem greindist jákvæður í hraðprófi dagsins. Beðið er eftir niðurstöðu úr PCR-prófi.
Öll PCR-próf íslenska liðsins í gærkvöldi reyndust neikvæð og prófið hans Jóns var eina jákvæða hraðprófið í dag.
Fyrst smituðust Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson. Í gær var svo komið að Aroni Pálmarssyni, Bjarka Má Elíssyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni.
Í dag koma þeir Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson til móts við liðið og líklega þarf að hringja í fleiri miðað við ástandið sem komið er upp.