Færri þurfa að leggjast inn vegna veirunnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. janúar 2022 18:00 Þrátt fyrir að færri hafi lagst inn vegna veirunnar undanfarna daga er álagið enn mikið á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Þeim hefur fækkað verulega síðustu daga sem hafa þurft að leggjast inn á Landspítalann vegna kórónuveirunnar. Þá eru veikindi þeirra sem þurft hafa að leggjast inn minni en áður. Í gær greindust 1.302 með kórónuveiruna innanlands en um helmingur var í sóttkví. Þá eru 32 nú á sjúkrahúsi með Covid-19, en voru 33 í gær. Þeim hefur fækkað síðustu daga sem þurft hafa að leggjast inn í Landspítalann vegna Covid-19 og verið tveir á dag. Þegar mest var fyrr í mánuðinum þurftu ellefu að leggjast inn á spítalann á einum degi. Þá hefur innlagnarhlutfallið í aldurshópnum 50 til 74 ára farið úr 6-8% hjá óbólusettum niður í undir 1% á þessum tíma. Í svörum frá Landspítalanum kemur fram að nú sé staðan sú að fleiri liggi nú inni með Covid-19 en þeir sem hafi verið lagðir inn vegna Covid-19. Þá séu veikindi þeirra sem nú leggjast inn minni en áður. Þrátt fyrir að færri leggist inn á spítalann vegna veirunnar er staðan enn erfið á spítalanum að mati stjórnenda. Fjöldi starfsmanna er í sóttkví og einangrun og mikið álag fylgir þeim sjúklingum sem eru með veiruna og þurfa að leggjast inn. Ekki tekin óþarfa áhætta Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að létta á samkomutakmörkunum að svo stöddu. „Við erum búin að vera með þessar takmarkanir núna í gangi í tæpa viku og það er líka verið að skamma okkur fyrir það ef við erum að hringla mikið. Annað hvort að herða of fljótt eða séum alltaf að breyta. Þannig að þessar takmarkanir gilda í tvær vikur og ég held að það sé best að reyna að taka þetta svolítið í skrefum.“ Hann vill engu að síður skoða að halda áfram með að slaka á reglum um einangrun, sóttkví og sýnatöku. Þá kemur til greina að börn sem eru tvíbólusett sleppi við sóttkví. „Við ætlum bara að fikra okkur áfram og gera þetta eins vel og við getum þannig að við séum ekki að reyna að taka neina óþarfa áhættu en ég held að það sé algjörlega nauðsynlegt að við gerum það og svörum þeirri breytingum sem við erum að sjá á faraldrinum á þann veg.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. 19. janúar 2022 21:59 Algjörlega óraunhæft að komast niður í 500 smit Tveir læknar Landspítalans eru sammála um að það sé heldur óraunhæft markmið að ná daglegum fjölda smitaðra niður í 500 manns eins og sóttvarnalæknir sagði að markmiðið væri á fundi velferðarnefndar Alþingis síðasta þriðjudag. 18. janúar 2022 20:31 Um þriðjungur Covid-smitaðra á Landspítala ekki inni vegna Covid Um þriðjungur þeirra sem liggja inni á Landspítala í einangrun með Covid-19 eru þar vegna annarra veikinda eða meiðsla. Nýtt spálíkan er væntanlegt frá spítalanum sem gæti orðið til þess að sóttvarnalæknir endurskoði samkomutakmarkanir. 17. janúar 2022 19:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Í gær greindust 1.302 með kórónuveiruna innanlands en um helmingur var í sóttkví. Þá eru 32 nú á sjúkrahúsi með Covid-19, en voru 33 í gær. Þeim hefur fækkað síðustu daga sem þurft hafa að leggjast inn í Landspítalann vegna Covid-19 og verið tveir á dag. Þegar mest var fyrr í mánuðinum þurftu ellefu að leggjast inn á spítalann á einum degi. Þá hefur innlagnarhlutfallið í aldurshópnum 50 til 74 ára farið úr 6-8% hjá óbólusettum niður í undir 1% á þessum tíma. Í svörum frá Landspítalanum kemur fram að nú sé staðan sú að fleiri liggi nú inni með Covid-19 en þeir sem hafi verið lagðir inn vegna Covid-19. Þá séu veikindi þeirra sem nú leggjast inn minni en áður. Þrátt fyrir að færri leggist inn á spítalann vegna veirunnar er staðan enn erfið á spítalanum að mati stjórnenda. Fjöldi starfsmanna er í sóttkví og einangrun og mikið álag fylgir þeim sjúklingum sem eru með veiruna og þurfa að leggjast inn. Ekki tekin óþarfa áhætta Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að létta á samkomutakmörkunum að svo stöddu. „Við erum búin að vera með þessar takmarkanir núna í gangi í tæpa viku og það er líka verið að skamma okkur fyrir það ef við erum að hringla mikið. Annað hvort að herða of fljótt eða séum alltaf að breyta. Þannig að þessar takmarkanir gilda í tvær vikur og ég held að það sé best að reyna að taka þetta svolítið í skrefum.“ Hann vill engu að síður skoða að halda áfram með að slaka á reglum um einangrun, sóttkví og sýnatöku. Þá kemur til greina að börn sem eru tvíbólusett sleppi við sóttkví. „Við ætlum bara að fikra okkur áfram og gera þetta eins vel og við getum þannig að við séum ekki að reyna að taka neina óþarfa áhættu en ég held að það sé algjörlega nauðsynlegt að við gerum það og svörum þeirri breytingum sem við erum að sjá á faraldrinum á þann veg.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. 19. janúar 2022 21:59 Algjörlega óraunhæft að komast niður í 500 smit Tveir læknar Landspítalans eru sammála um að það sé heldur óraunhæft markmið að ná daglegum fjölda smitaðra niður í 500 manns eins og sóttvarnalæknir sagði að markmiðið væri á fundi velferðarnefndar Alþingis síðasta þriðjudag. 18. janúar 2022 20:31 Um þriðjungur Covid-smitaðra á Landspítala ekki inni vegna Covid Um þriðjungur þeirra sem liggja inni á Landspítala í einangrun með Covid-19 eru þar vegna annarra veikinda eða meiðsla. Nýtt spálíkan er væntanlegt frá spítalanum sem gæti orðið til þess að sóttvarnalæknir endurskoði samkomutakmarkanir. 17. janúar 2022 19:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
„Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. 19. janúar 2022 21:59
Algjörlega óraunhæft að komast niður í 500 smit Tveir læknar Landspítalans eru sammála um að það sé heldur óraunhæft markmið að ná daglegum fjölda smitaðra niður í 500 manns eins og sóttvarnalæknir sagði að markmiðið væri á fundi velferðarnefndar Alþingis síðasta þriðjudag. 18. janúar 2022 20:31
Um þriðjungur Covid-smitaðra á Landspítala ekki inni vegna Covid Um þriðjungur þeirra sem liggja inni á Landspítala í einangrun með Covid-19 eru þar vegna annarra veikinda eða meiðsla. Nýtt spálíkan er væntanlegt frá spítalanum sem gæti orðið til þess að sóttvarnalæknir endurskoði samkomutakmarkanir. 17. janúar 2022 19:31