Þriðja íslenska félagið á þremur árum hjá Tiffany Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2022 17:00 Tiffany Janea McCarty í leik með Breiðabliki í bikarúrslitaleiknum. Vísir/Hulda Margrét Þór/KA heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi Íslandsmót í knattspyrnu kvenna og í dag kynnti liðið bandaríska framherjanna Tiffany Janea McCarty. Tiffany þekkir vel til íslensku deildarinnar en hún er að fara að spila með þriðja liðinu á þremur árum. McCarty spilaði með Selfossi sumarið 2020 og með Breiðabliki í fyrra. Hún skoraði 9 mörk í 16 deildarleikjum með Selfossliðinu og 8 mörk í 17 deildarleikjum með Blikum. McCarty varð bikarmeistari með Breiðabliki og skoraði í bikarúrslitaleiknum. „Við vildum bæta við fleiri mörkum hjá liðinu og Tiffany er leikmaður sem mun án efa skila því til liðsins. Á undanförnum vikum höfum við breyst úr mjög ungum leikmannahópi í það að vera með gott jafnvægi á milli ungra og reyndra leikmanna. Liðið og þjálfararnir hlakka til að vinna með Tiffany ásamt öðrum mikilvægum leikmönnum sem við höfum bætt í hópinn,“ segir Perry Mclachlan, annar þjálfari Þór/KA, viðtali við heimasíðu Þór/KA. Hinn þjálfarinn, Jón Stefán Jónsson, er líka ánægður með nýja leikmanninn sem er ætlað að koma með meiri reynslu inn í ungt lið norðankvenna. „Koma Tiffany er mikilvægt púsl í því markmiði að koma ákveðnu jafnvægi á aldurssamsetningu hópsins. Hún kemur ekki bara með gæði heldur gífurlega reynslu sem atvinnumaður og mun hjálpa okkur að efla og kenna okkar ungu stelpum. Ég bind miklar vonir við hana utan vallar, ekki síður en innan vallar og hlakka mikið til að vinna með henni,“ segir Jón Stefán. Á háskólaárunum sínum vestra þá var Tiffany McCarty liðsmaður Florida State Seminoles, þar sem hún spilaði 98 leiki og skoraði 63 mörk á árunum 2008-2012. Tiffany Janea McCarty mun spila í framlínu Þór/KA með Söndru Maríu Jessen sem kom heim úr atvinnumennsku á dögunum. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Tiffany þekkir vel til íslensku deildarinnar en hún er að fara að spila með þriðja liðinu á þremur árum. McCarty spilaði með Selfossi sumarið 2020 og með Breiðabliki í fyrra. Hún skoraði 9 mörk í 16 deildarleikjum með Selfossliðinu og 8 mörk í 17 deildarleikjum með Blikum. McCarty varð bikarmeistari með Breiðabliki og skoraði í bikarúrslitaleiknum. „Við vildum bæta við fleiri mörkum hjá liðinu og Tiffany er leikmaður sem mun án efa skila því til liðsins. Á undanförnum vikum höfum við breyst úr mjög ungum leikmannahópi í það að vera með gott jafnvægi á milli ungra og reyndra leikmanna. Liðið og þjálfararnir hlakka til að vinna með Tiffany ásamt öðrum mikilvægum leikmönnum sem við höfum bætt í hópinn,“ segir Perry Mclachlan, annar þjálfari Þór/KA, viðtali við heimasíðu Þór/KA. Hinn þjálfarinn, Jón Stefán Jónsson, er líka ánægður með nýja leikmanninn sem er ætlað að koma með meiri reynslu inn í ungt lið norðankvenna. „Koma Tiffany er mikilvægt púsl í því markmiði að koma ákveðnu jafnvægi á aldurssamsetningu hópsins. Hún kemur ekki bara með gæði heldur gífurlega reynslu sem atvinnumaður og mun hjálpa okkur að efla og kenna okkar ungu stelpum. Ég bind miklar vonir við hana utan vallar, ekki síður en innan vallar og hlakka mikið til að vinna með henni,“ segir Jón Stefán. Á háskólaárunum sínum vestra þá var Tiffany McCarty liðsmaður Florida State Seminoles, þar sem hún spilaði 98 leiki og skoraði 63 mörk á árunum 2008-2012. Tiffany Janea McCarty mun spila í framlínu Þór/KA með Söndru Maríu Jessen sem kom heim úr atvinnumennsku á dögunum. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur)
Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira