Gagnrýnir mótshaldara fyrir sóttvarnir á hótelinu í Búdapest Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. janúar 2022 16:26 Bjarki Már Elísson þungt hugsi í leiknum gegn Portúgal. Getty Images Það var mikið áfall að greinast með kórónuveiruna segir landsliðsmaður sem gagnrýnir sóttvarnir á hóteli liðsins í Búdapest. „Þetta var mikið áfall. Sérstaklega af því við erum búnir að gera allt sem við getum til þess að koma í veg fyrir að smitast og búnir að vera læstir inn á hóteli síðan 2. janúar,“ segir Bjarki Már Elísson og bætir við að hann hafi þó verið við öllu búinn eftir að þeir Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson greindust. Hann sé nokkuð kvefaður en annars með lítil einkenni. „Ef þetta væri venjulegt kvef myndi ég spila. Þetta er ekki þannig að ég sé rúmliggjandi.“ Ekki liggur fyrir hvernig veiran barst í hópinn. „Þetta er samt þannig hérna á hótelinu, að á meðan við höfum verið hérna eru túristar á hótelinu og aðrir gestir, sem mér finnst persónulega fáránlegt. En svo eru áhorfendur í höllinni og við erum að fara í viðtöl þannig þú ert alltaf í einhverri nálægð við einhverja. Þannig þetta var kannski alveg viðbúið,“ segir Bjarki. „En maður er kannski mest svekktur yfir að mótshaldarar skuli ekki búa betur að hjá liðunum. Að við séum meira einangraðir og að það sé ekki annað fólk á hótelunum og svo eru öll liðin að borða á sama staðnum. Þetta eru allt smitleiðir og þetta var alveg viðbúið þó þetta sé alveg hrikalega svekkjandi.“ Hann segir glatað að þurfa fylgjast með leiknum úr einangrun á hótelherberginu. „Mann langar náttúrulega að spila. En maður þarf bara að reyna að kyngja þessu og sýna strákunum stuðning. Ég fylgist bara spenntur með og vonandi ná þeir að veita Dönunum einhvern almennilegan leik. Ég fylgist með eins og stuðningsmaður. En það verður sérstakt og mér finnst aldrei gaman að horfa á svona leiki þegar ég á að vera keppa,“ segir Bjarki Már. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Sjá meira
„Þetta var mikið áfall. Sérstaklega af því við erum búnir að gera allt sem við getum til þess að koma í veg fyrir að smitast og búnir að vera læstir inn á hóteli síðan 2. janúar,“ segir Bjarki Már Elísson og bætir við að hann hafi þó verið við öllu búinn eftir að þeir Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson greindust. Hann sé nokkuð kvefaður en annars með lítil einkenni. „Ef þetta væri venjulegt kvef myndi ég spila. Þetta er ekki þannig að ég sé rúmliggjandi.“ Ekki liggur fyrir hvernig veiran barst í hópinn. „Þetta er samt þannig hérna á hótelinu, að á meðan við höfum verið hérna eru túristar á hótelinu og aðrir gestir, sem mér finnst persónulega fáránlegt. En svo eru áhorfendur í höllinni og við erum að fara í viðtöl þannig þú ert alltaf í einhverri nálægð við einhverja. Þannig þetta var kannski alveg viðbúið,“ segir Bjarki. „En maður er kannski mest svekktur yfir að mótshaldarar skuli ekki búa betur að hjá liðunum. Að við séum meira einangraðir og að það sé ekki annað fólk á hótelunum og svo eru öll liðin að borða á sama staðnum. Þetta eru allt smitleiðir og þetta var alveg viðbúið þó þetta sé alveg hrikalega svekkjandi.“ Hann segir glatað að þurfa fylgjast með leiknum úr einangrun á hótelherberginu. „Mann langar náttúrulega að spila. En maður þarf bara að reyna að kyngja þessu og sýna strákunum stuðning. Ég fylgist bara spenntur með og vonandi ná þeir að veita Dönunum einhvern almennilegan leik. Ég fylgist með eins og stuðningsmaður. En það verður sérstakt og mér finnst aldrei gaman að horfa á svona leiki þegar ég á að vera keppa,“ segir Bjarki Már.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Sjá meira