Segir ekkert vit í að halda EM áfram Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2022 13:01 Aron Pálmarsson er í hópi tuga leikmanna sem smitast hafa af kórónuveirunni á EM. Getty Nú þegar yfir hundrað leikmenn sem spila áttu á Evrópumótinu í handbolta hafa frá áramótum smitast af kórónuveirunni telur sérfræðingur TV 2 í Danmörku að ekkert vit sé í að halda mótinu áfram. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af smitunum og á síðasta sólarhring hafa fimm leikmenn í íslenska hópnum greinst með veiruna. Staðan hefur verið enn verri hjá lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu þar sem tólf leikmenn hafa smitast en Þýskaland á samt að mæta Spáni í kvöld. Þá er íslenski dómarinn Anton Gylfi Pálsson sömuleiðis í hópi þeirra sem hafa smitast á EM. „Frá áramótum hafa 101 – já 101! – EM-leikmenn greinst með kórónuveiruna. Frá því að EM hófst nemur fjöldinn 58 og það er auðvelt fyrir mig að fullyrða að í þessu Evrópumóti, í fallegum borgum á borð við Bratislava og Búdapest, sé ekkert vit lengur,“ skrifar Bent Nyegaard, sérfræðingur TV 2 og Íslandsvinur. Meistarar í skugga vangaveltna um hvort mótið hefði átt að fara fram Nyegaard er greinilega ekki hrifinn af því að Evrópumótið sé að svo stóru leyti farið að snúast um það hve vel liðin sleppi við smit. „Burtséð frá því hverjir enda efstir á verðlaunapallinum síðasta sunnudaginn í janúar þá mun sá mannskapur – þeir leikmenn – þurfa að eiga við vangaveltur um það hvort þetta hefði allt saman átt að fara fram,“ skrifar Nyegaard. Hann bendir á að heimsmeistaramótið í Egyptalandi fyrir ári síðan, og Ólympíuleikarnir í Tókýó, hafi getað farið fram án þess að smit á mótunum settu allt úr skorðum. Þá hafi menn fylgt strangari sóttvörnum en vegna minni hættu af smiti í dag virðist allir hafa slakað á með þeim afleiðingum sem nú sjáist. Nyegaard bendir á að áhorfendur hafi verið bannaðir á HM í Egyptalandi og á Ólympíuleikunum en á EM hafi verið allt önnur stemning og yfir 20.000 manns á leikjum í Búdapest, flestir grímulausir. „Þetta er algjör farsi“ Hann segir að það kæmi ekki á óvart þó að smittilfellunum á EM fjölgi í hundrað áður en yfir lýkur. „Undirbúningur skiptir öllu. Það er það fyrsta sem þjálfarar og leikmenn læra. Vandamálið núna er að vita gagnvart hverjum þeir eiga að undirbúa sig, og nú þurfa Mikkel Hansen og hans félagar aftur að spila við lið þar sem ekki er vitað hvort að náð hefur verið utan um smitið eða ekki. Þetta er algjör farsi,“ skrifar Nyegaard en bætir við að hann viti fullvel að of miklir peningar og pólitík séu í húfi til að mótið verði ekki klárað. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Íslendingar hafa ekki farið varhluta af smitunum og á síðasta sólarhring hafa fimm leikmenn í íslenska hópnum greinst með veiruna. Staðan hefur verið enn verri hjá lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu þar sem tólf leikmenn hafa smitast en Þýskaland á samt að mæta Spáni í kvöld. Þá er íslenski dómarinn Anton Gylfi Pálsson sömuleiðis í hópi þeirra sem hafa smitast á EM. „Frá áramótum hafa 101 – já 101! – EM-leikmenn greinst með kórónuveiruna. Frá því að EM hófst nemur fjöldinn 58 og það er auðvelt fyrir mig að fullyrða að í þessu Evrópumóti, í fallegum borgum á borð við Bratislava og Búdapest, sé ekkert vit lengur,“ skrifar Bent Nyegaard, sérfræðingur TV 2 og Íslandsvinur. Meistarar í skugga vangaveltna um hvort mótið hefði átt að fara fram Nyegaard er greinilega ekki hrifinn af því að Evrópumótið sé að svo stóru leyti farið að snúast um það hve vel liðin sleppi við smit. „Burtséð frá því hverjir enda efstir á verðlaunapallinum síðasta sunnudaginn í janúar þá mun sá mannskapur – þeir leikmenn – þurfa að eiga við vangaveltur um það hvort þetta hefði allt saman átt að fara fram,“ skrifar Nyegaard. Hann bendir á að heimsmeistaramótið í Egyptalandi fyrir ári síðan, og Ólympíuleikarnir í Tókýó, hafi getað farið fram án þess að smit á mótunum settu allt úr skorðum. Þá hafi menn fylgt strangari sóttvörnum en vegna minni hættu af smiti í dag virðist allir hafa slakað á með þeim afleiðingum sem nú sjáist. Nyegaard bendir á að áhorfendur hafi verið bannaðir á HM í Egyptalandi og á Ólympíuleikunum en á EM hafi verið allt önnur stemning og yfir 20.000 manns á leikjum í Búdapest, flestir grímulausir. „Þetta er algjör farsi“ Hann segir að það kæmi ekki á óvart þó að smittilfellunum á EM fjölgi í hundrað áður en yfir lýkur. „Undirbúningur skiptir öllu. Það er það fyrsta sem þjálfarar og leikmenn læra. Vandamálið núna er að vita gagnvart hverjum þeir eiga að undirbúa sig, og nú þurfa Mikkel Hansen og hans félagar aftur að spila við lið þar sem ekki er vitað hvort að náð hefur verið utan um smitið eða ekki. Þetta er algjör farsi,“ skrifar Nyegaard en bætir við að hann viti fullvel að of miklir peningar og pólitík séu í húfi til að mótið verði ekki klárað.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira