Segir ekkert vit í að halda EM áfram Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2022 13:01 Aron Pálmarsson er í hópi tuga leikmanna sem smitast hafa af kórónuveirunni á EM. Getty Nú þegar yfir hundrað leikmenn sem spila áttu á Evrópumótinu í handbolta hafa frá áramótum smitast af kórónuveirunni telur sérfræðingur TV 2 í Danmörku að ekkert vit sé í að halda mótinu áfram. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af smitunum og á síðasta sólarhring hafa fimm leikmenn í íslenska hópnum greinst með veiruna. Staðan hefur verið enn verri hjá lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu þar sem tólf leikmenn hafa smitast en Þýskaland á samt að mæta Spáni í kvöld. Þá er íslenski dómarinn Anton Gylfi Pálsson sömuleiðis í hópi þeirra sem hafa smitast á EM. „Frá áramótum hafa 101 – já 101! – EM-leikmenn greinst með kórónuveiruna. Frá því að EM hófst nemur fjöldinn 58 og það er auðvelt fyrir mig að fullyrða að í þessu Evrópumóti, í fallegum borgum á borð við Bratislava og Búdapest, sé ekkert vit lengur,“ skrifar Bent Nyegaard, sérfræðingur TV 2 og Íslandsvinur. Meistarar í skugga vangaveltna um hvort mótið hefði átt að fara fram Nyegaard er greinilega ekki hrifinn af því að Evrópumótið sé að svo stóru leyti farið að snúast um það hve vel liðin sleppi við smit. „Burtséð frá því hverjir enda efstir á verðlaunapallinum síðasta sunnudaginn í janúar þá mun sá mannskapur – þeir leikmenn – þurfa að eiga við vangaveltur um það hvort þetta hefði allt saman átt að fara fram,“ skrifar Nyegaard. Hann bendir á að heimsmeistaramótið í Egyptalandi fyrir ári síðan, og Ólympíuleikarnir í Tókýó, hafi getað farið fram án þess að smit á mótunum settu allt úr skorðum. Þá hafi menn fylgt strangari sóttvörnum en vegna minni hættu af smiti í dag virðist allir hafa slakað á með þeim afleiðingum sem nú sjáist. Nyegaard bendir á að áhorfendur hafi verið bannaðir á HM í Egyptalandi og á Ólympíuleikunum en á EM hafi verið allt önnur stemning og yfir 20.000 manns á leikjum í Búdapest, flestir grímulausir. „Þetta er algjör farsi“ Hann segir að það kæmi ekki á óvart þó að smittilfellunum á EM fjölgi í hundrað áður en yfir lýkur. „Undirbúningur skiptir öllu. Það er það fyrsta sem þjálfarar og leikmenn læra. Vandamálið núna er að vita gagnvart hverjum þeir eiga að undirbúa sig, og nú þurfa Mikkel Hansen og hans félagar aftur að spila við lið þar sem ekki er vitað hvort að náð hefur verið utan um smitið eða ekki. Þetta er algjör farsi,“ skrifar Nyegaard en bætir við að hann viti fullvel að of miklir peningar og pólitík séu í húfi til að mótið verði ekki klárað. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Sjá meira
Íslendingar hafa ekki farið varhluta af smitunum og á síðasta sólarhring hafa fimm leikmenn í íslenska hópnum greinst með veiruna. Staðan hefur verið enn verri hjá lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu þar sem tólf leikmenn hafa smitast en Þýskaland á samt að mæta Spáni í kvöld. Þá er íslenski dómarinn Anton Gylfi Pálsson sömuleiðis í hópi þeirra sem hafa smitast á EM. „Frá áramótum hafa 101 – já 101! – EM-leikmenn greinst með kórónuveiruna. Frá því að EM hófst nemur fjöldinn 58 og það er auðvelt fyrir mig að fullyrða að í þessu Evrópumóti, í fallegum borgum á borð við Bratislava og Búdapest, sé ekkert vit lengur,“ skrifar Bent Nyegaard, sérfræðingur TV 2 og Íslandsvinur. Meistarar í skugga vangaveltna um hvort mótið hefði átt að fara fram Nyegaard er greinilega ekki hrifinn af því að Evrópumótið sé að svo stóru leyti farið að snúast um það hve vel liðin sleppi við smit. „Burtséð frá því hverjir enda efstir á verðlaunapallinum síðasta sunnudaginn í janúar þá mun sá mannskapur – þeir leikmenn – þurfa að eiga við vangaveltur um það hvort þetta hefði allt saman átt að fara fram,“ skrifar Nyegaard. Hann bendir á að heimsmeistaramótið í Egyptalandi fyrir ári síðan, og Ólympíuleikarnir í Tókýó, hafi getað farið fram án þess að smit á mótunum settu allt úr skorðum. Þá hafi menn fylgt strangari sóttvörnum en vegna minni hættu af smiti í dag virðist allir hafa slakað á með þeim afleiðingum sem nú sjáist. Nyegaard bendir á að áhorfendur hafi verið bannaðir á HM í Egyptalandi og á Ólympíuleikunum en á EM hafi verið allt önnur stemning og yfir 20.000 manns á leikjum í Búdapest, flestir grímulausir. „Þetta er algjör farsi“ Hann segir að það kæmi ekki á óvart þó að smittilfellunum á EM fjölgi í hundrað áður en yfir lýkur. „Undirbúningur skiptir öllu. Það er það fyrsta sem þjálfarar og leikmenn læra. Vandamálið núna er að vita gagnvart hverjum þeir eiga að undirbúa sig, og nú þurfa Mikkel Hansen og hans félagar aftur að spila við lið þar sem ekki er vitað hvort að náð hefur verið utan um smitið eða ekki. Þetta er algjör farsi,“ skrifar Nyegaard en bætir við að hann viti fullvel að of miklir peningar og pólitík séu í húfi til að mótið verði ekki klárað.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Sjá meira