Ralf sáttur með De Gea og segir eðlilegt að Ronaldo hafi verið pirraður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2022 22:45 Ronaldo var ekki sáttur þegar hann var tekinn af velli. Twitter/MirrorFootball Það var glaður Ralf Rangnick sem ræddi við fjölmiðla að loknum 3-1 sigri sinna manna í Manchester United á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann var þó ekki sáttur með frammistöðuna í fyrri hálfleik. „Það voru engin læti í hálfleik en augljóslega þurfum við að breyta nokkrum hlutum. Fyrri hálfleikur var ekki góður þegar kemur að mörgum þáttum leiksins. Í þeim síðari spiluðum við af meiri ákefð, fórum hærra upp á völlinn og fórum að taka réttar ákvarðanir þegar við vorum með boltann. Svo skoruðum við, sem er breytir öllu.“ „Anthony Elanga hélt áfram uppteknum hætti frá því á Villa Park. Hann var frábær í síðari hálfleik, vann mikið án bolta og skoraði svo fyrsta mark leiksins,“ sagði Rangnick um hinn 19 ára gamla markaskorara sinn. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd allra ungu leikmanna minna í kvöld, þrír ungir og enskir markaskorarar,“ bætti Þjóðverjinn við en ásamt Elanga skoruðu þeir Mason Greenwood og Marcus Rashford. Það virðist sem Rangnick hafði aðeins ruglast í viðtalinu en þó Elanga komi vissulega úr akademíu Manchester United líkt og hinir tveir markaskorarar kvöldsins þá er hann fæddur í Svíþjóð og hefur leikið með yngri landsliðum Svía. Um David De Gea „Hann hefur verið að spila svona í nokkrar vikur núna, frábærar markvörslur í fyrri hálfleik. hann er einn besti markvörður í heimi að mínu mati.“ Um pirring Cristiano „Þetta er venjulegt, framherji vill vera inn á og skora mörk. Hann var hins vegar að koma til baka eftir meiðsli og það var mikilvægt að muna að við eigum annan leik innan skamms,“ sagði Rangnick um sjáanlegan pirring Ronaldo er hann var tekinn af velli í stöðunni 2-0. Cristiano Ronaldo after being subbed off pic.twitter.com/hkJHzDJSVF— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 „Eftir það sem gerðist á Villa Park (þar sem Man Utd henti frá sér 2-0 forystu) þá þurftum við að verja forystuna að þessu sinni. Það var mikilvægt fyrir okkur að fara í fimm manna vörn og þó við höfum ekki haldið hreinu var mikilvægt fyrir okkur að sjá til þess að ekkert annað gerðist,“ sagði Rangnick að lokum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
„Það voru engin læti í hálfleik en augljóslega þurfum við að breyta nokkrum hlutum. Fyrri hálfleikur var ekki góður þegar kemur að mörgum þáttum leiksins. Í þeim síðari spiluðum við af meiri ákefð, fórum hærra upp á völlinn og fórum að taka réttar ákvarðanir þegar við vorum með boltann. Svo skoruðum við, sem er breytir öllu.“ „Anthony Elanga hélt áfram uppteknum hætti frá því á Villa Park. Hann var frábær í síðari hálfleik, vann mikið án bolta og skoraði svo fyrsta mark leiksins,“ sagði Rangnick um hinn 19 ára gamla markaskorara sinn. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd allra ungu leikmanna minna í kvöld, þrír ungir og enskir markaskorarar,“ bætti Þjóðverjinn við en ásamt Elanga skoruðu þeir Mason Greenwood og Marcus Rashford. Það virðist sem Rangnick hafði aðeins ruglast í viðtalinu en þó Elanga komi vissulega úr akademíu Manchester United líkt og hinir tveir markaskorarar kvöldsins þá er hann fæddur í Svíþjóð og hefur leikið með yngri landsliðum Svía. Um David De Gea „Hann hefur verið að spila svona í nokkrar vikur núna, frábærar markvörslur í fyrri hálfleik. hann er einn besti markvörður í heimi að mínu mati.“ Um pirring Cristiano „Þetta er venjulegt, framherji vill vera inn á og skora mörk. Hann var hins vegar að koma til baka eftir meiðsli og það var mikilvægt að muna að við eigum annan leik innan skamms,“ sagði Rangnick um sjáanlegan pirring Ronaldo er hann var tekinn af velli í stöðunni 2-0. Cristiano Ronaldo after being subbed off pic.twitter.com/hkJHzDJSVF— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 „Eftir það sem gerðist á Villa Park (þar sem Man Utd henti frá sér 2-0 forystu) þá þurftum við að verja forystuna að þessu sinni. Það var mikilvægt fyrir okkur að fara í fimm manna vörn og þó við höfum ekki haldið hreinu var mikilvægt fyrir okkur að sjá til þess að ekkert annað gerðist,“ sagði Rangnick að lokum.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira