Ungstirnið Elanga kom Man Utd á bragðið eftir ömurlegan fyrri hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2022 22:15 Elanga kom Man Utd á bragðið í kvöld. EPA-EFE/PETER POWELL Manchester United vann 3-1 útisigur á Brentford í síðari leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Eftir hörmungar fyrri hálfleik stigu gestirnir upp og sóttu stigin þrjú. Fyrri hálfleikur leiksins var eign heimamanna. Eini leikmaður Manchester United með meðvitund var David De Gea í markinu en hann varði tví- eða þrívegis mjög vel. Ekki í fyrsta skipti sem Spánverjinn heldur sínum mönnum inn í leikjum í vetur. Ralf Rangnick hefur lesið yfir hausamótunum á sínum mönnum í hálfleik því í þeim síðari var allt annað að sjá gestina. Eftir aðeins tíu mínútna leik hafði hinn 19 ára gamli Anthony Elanga komið Man Utd yfir. Anthony Elanga hit the Griddy after scoring his second-ever goal for Manchester United pic.twitter.com/x4voSQ8Yc4— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 Hann fékk sendingu inn á teig Brentford frá Fred, tók við boltanum sem skoppaði upp í loftið svo Elanga endaði á að skalla boltann framhjá Jonas Lössl í marki heimamanna. Skemmtileg afgreiðsla hjá Svíanum unga sem fagnaði gríðarlega. Sjö mínútum síðar var staðan orðin 2-0 en Bruno Fernandes lagði boltann þá Mason Greenwood sem var fyrir opnu marki og gat ekki annað en skorað. Fernandes fékk skemmtilega sendingu frá Cristiano Ronaldo í aðdraganda marksins en Ronaldo „kassaði“ þá boltann fyrir fætur Bruno sem óð að marki. Ronaldo var tekinn af velli í kjölfarið og var allt annað en sáttur. Cristiano Ronaldo after being subbed off pic.twitter.com/hkJHzDJSVF— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 Varamaðurinn Marcus Rashford gulltryggði svo sigurinn þegar hann þrumaði boltanum upp í þaknetið úr þröngu færi eftir sendingu Fernandes. Ivan Toney minnkaði reyndar muninn fyrir heimamenn eftir langt innkast heimamanna þegar fimm mínútur lifðu leiks. Gestirnir voru smeykir eftir að hafa hent frá sér tveggja marka forystu gegn Aston Villa nýverið en tókst að sigla sigrinum heim og næla þar með í stigin þrjú. A proud night for our #MUAcademy Anthony Elanga @MasonGreenwood @MarcusRashford #MUFC | #BREMUN pic.twitter.com/7WQaQIkBvh— Manchester United (@ManUtd) January 19, 2022 Manchester United er í 7. sæti deildarinnar með 35 stig að loknum 21 leik. Brentford er í 14. sæti með 23 stig. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Sjá meira
Fyrri hálfleikur leiksins var eign heimamanna. Eini leikmaður Manchester United með meðvitund var David De Gea í markinu en hann varði tví- eða þrívegis mjög vel. Ekki í fyrsta skipti sem Spánverjinn heldur sínum mönnum inn í leikjum í vetur. Ralf Rangnick hefur lesið yfir hausamótunum á sínum mönnum í hálfleik því í þeim síðari var allt annað að sjá gestina. Eftir aðeins tíu mínútna leik hafði hinn 19 ára gamli Anthony Elanga komið Man Utd yfir. Anthony Elanga hit the Griddy after scoring his second-ever goal for Manchester United pic.twitter.com/x4voSQ8Yc4— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 Hann fékk sendingu inn á teig Brentford frá Fred, tók við boltanum sem skoppaði upp í loftið svo Elanga endaði á að skalla boltann framhjá Jonas Lössl í marki heimamanna. Skemmtileg afgreiðsla hjá Svíanum unga sem fagnaði gríðarlega. Sjö mínútum síðar var staðan orðin 2-0 en Bruno Fernandes lagði boltann þá Mason Greenwood sem var fyrir opnu marki og gat ekki annað en skorað. Fernandes fékk skemmtilega sendingu frá Cristiano Ronaldo í aðdraganda marksins en Ronaldo „kassaði“ þá boltann fyrir fætur Bruno sem óð að marki. Ronaldo var tekinn af velli í kjölfarið og var allt annað en sáttur. Cristiano Ronaldo after being subbed off pic.twitter.com/hkJHzDJSVF— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 Varamaðurinn Marcus Rashford gulltryggði svo sigurinn þegar hann þrumaði boltanum upp í þaknetið úr þröngu færi eftir sendingu Fernandes. Ivan Toney minnkaði reyndar muninn fyrir heimamenn eftir langt innkast heimamanna þegar fimm mínútur lifðu leiks. Gestirnir voru smeykir eftir að hafa hent frá sér tveggja marka forystu gegn Aston Villa nýverið en tókst að sigla sigrinum heim og næla þar með í stigin þrjú. A proud night for our #MUAcademy Anthony Elanga @MasonGreenwood @MarcusRashford #MUFC | #BREMUN pic.twitter.com/7WQaQIkBvh— Manchester United (@ManUtd) January 19, 2022 Manchester United er í 7. sæti deildarinnar með 35 stig að loknum 21 leik. Brentford er í 14. sæti með 23 stig.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Sjá meira