Segir Ísland hafa spilað yfir getu og kallar eftir hefndaraðgerðum Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2022 14:01 Danir réðu ekkert við Aron Pálmarsson á EM fyrir tveimur árum, þegar Ísland vann heimsmeistarana í Malmö. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN „Nú kemur stund hefndarinnar,“ skrifar Jan Jensen, blaðamaður hins danska Ekstra Bladet, um fyrsta leik Danmerkur í milliriðlinum á EM karla í handbolta, gegn Íslandi. Danmörk og Ísland mætast í Búdapest klukkan 19:30 annað kvöld. Bæði lið unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni, þó að heimsmeistararnir hafi reyndar unnið sína leiki af mun meira öryggi eða aldrei með minna en níu marka mun. Ísland tryggði sig áfram með 31-30 sigri gegn Ungverjalandi í gær og Jensen telur að þær tölur hljóti að vekja upp slæmar minningar hjá dönsku þjóðinni. Aron reyndist dönsku vörninni plága Danmörk tapaði nefnilega einmitt 31-30 gegn Íslandi þegar liðin mættust í fullri höll af Dönum, í Malmö fyrir tveimur árum. Það var fyrsti leikur EM 2020 og Danir, sem urðu heimsmeistarar 2019 og 2021, urðu á endanum að sætta sig við að falla úr keppni þrátt fyrir að eina tap þeirra væri þetta tap gegn Íslandi. „Þetta gerðist eftir dramatík, þar sem Niklas Landin fékk rautt spjald, og sigurinn gat fallið hvoru megin sem var, en Íslendingarnir spiluðu yfir getu. Aron Pálmarsson var sérstaklega mikil plága fyrir dönsku vörnina,“ rifjaði Jensen upp en Aron skoraði tíu mörk í leiknum. „Gerist eitthvað hjá leikmönnum Guðmundar Guðmundssonar þegar Danmörk er mótherjinn“ Hann virðist telja að lið Guðmundar Guðmundssonar gíri sig sérstaklega upp í leiki gegn Danmörku. Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum í fyrsta sinn, í Ríó 2016, en skildi svo við liðið eftir heldur ljótar sögur af því að íþróttastjórinn Ulrik Wilbek hefði plottað með leikmönnum danska liðsins að bola Guðmundi í burtu á leikunum. „Það gerist eitthvað hjá leikmönnum Guðmundar Guðmundssonar þegar Danmörk er mótherjinn. Það kviknar neisti í augum þeirra. Vonandi hafa dönsku leikmennirnir lært þetta. Ég lít á Ísland sem verðugan mótherja en breiddin í danska liðinu er mikið meiri,“ skrifar Jensen og bætir við að Danir hafi getað sparað kraftana og dreift álagi á meðan að Aron og Ómar Ingi Magnússon, lykilmenn Íslands, hafi virkað þreyttir undir lok leiks gegn Ungverjalandi. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Sjá meira
Danmörk og Ísland mætast í Búdapest klukkan 19:30 annað kvöld. Bæði lið unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni, þó að heimsmeistararnir hafi reyndar unnið sína leiki af mun meira öryggi eða aldrei með minna en níu marka mun. Ísland tryggði sig áfram með 31-30 sigri gegn Ungverjalandi í gær og Jensen telur að þær tölur hljóti að vekja upp slæmar minningar hjá dönsku þjóðinni. Aron reyndist dönsku vörninni plága Danmörk tapaði nefnilega einmitt 31-30 gegn Íslandi þegar liðin mættust í fullri höll af Dönum, í Malmö fyrir tveimur árum. Það var fyrsti leikur EM 2020 og Danir, sem urðu heimsmeistarar 2019 og 2021, urðu á endanum að sætta sig við að falla úr keppni þrátt fyrir að eina tap þeirra væri þetta tap gegn Íslandi. „Þetta gerðist eftir dramatík, þar sem Niklas Landin fékk rautt spjald, og sigurinn gat fallið hvoru megin sem var, en Íslendingarnir spiluðu yfir getu. Aron Pálmarsson var sérstaklega mikil plága fyrir dönsku vörnina,“ rifjaði Jensen upp en Aron skoraði tíu mörk í leiknum. „Gerist eitthvað hjá leikmönnum Guðmundar Guðmundssonar þegar Danmörk er mótherjinn“ Hann virðist telja að lið Guðmundar Guðmundssonar gíri sig sérstaklega upp í leiki gegn Danmörku. Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum í fyrsta sinn, í Ríó 2016, en skildi svo við liðið eftir heldur ljótar sögur af því að íþróttastjórinn Ulrik Wilbek hefði plottað með leikmönnum danska liðsins að bola Guðmundi í burtu á leikunum. „Það gerist eitthvað hjá leikmönnum Guðmundar Guðmundssonar þegar Danmörk er mótherjinn. Það kviknar neisti í augum þeirra. Vonandi hafa dönsku leikmennirnir lært þetta. Ég lít á Ísland sem verðugan mótherja en breiddin í danska liðinu er mikið meiri,“ skrifar Jensen og bætir við að Danir hafi getað sparað kraftana og dreift álagi á meðan að Aron og Ómar Ingi Magnússon, lykilmenn Íslands, hafi virkað þreyttir undir lok leiks gegn Ungverjalandi.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Sjá meira