Flokkum og skilum Kolbrún G. Þorsteinsdóttir skrifar 19. janúar 2022 09:31 Bygging gas- og jarðgerðarstöðvarinnar, GAJU, markar tímamót í umhverfismálum á Íslandi og er eitt stærsta umhverfisverkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi. Stöðin er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þar fer fram endurnýting á forflokkuðum lífrænum heimilisúrgangi sem er breytt í moltu og metan. Afköst stöðvarinnar í fullri virkni jafngilda því að mörg þúsund bensín – og díselbílar verði teknir úr umferð sem hefur mikil áhrif á útblástur gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Til samanburðar þá eru nú í byrjun árs 2022 tæpir 190 þúsund bensínbílar á skrá og 140 þúsund dísilbílar. Við þennan jákvæða útreikning bætist svo notkun á metangasi sem er dælt af gamla urðunarstaðnum á Álfsnesi. Um 80% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu og er stöðin því stórt skref í þá átt að koma umhverfismálum höfuðborgarsvæðisins í lag. Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi nú um áramótin verður öll urðun bönnuð á lífrænum úrgangi í lok árs 2023. Í dag er SORPA bs orðin uppvinnslufyrirtæki sem kemur úrgangi í endurvinnslu og áframhaldandi notkun í stað þess að urða ofan í holu á Álfsnesi. Þeirri sögu lýkur brátt. Kolefnissparnaður Tilgangur GAJU var frá upphafi að stuðla að því að geta hætt urðun lífræns úrgangs og um leið spara tugi þúsunda tonna af koltvísýringi árlega. Stöðin breytir heimilissorpi eða lífrænum úrgangi í metangas og moltu sem eru jákvæðar afurðir stöðvarinnar sem mun nýtast samfélaginu og eru vísir í átt að hringrásarhagkerfinu. Þess skal þó getið að stöðin var ekki byggð til þess eins að framleiða metangas og moltu - hún var byggð til að hætta urðun úrgangs samkvæmt Evróputilskipun og kröfum Umhverfisstofnunar. Söfnun á lífrænum úrgangi Sveitarfélögin sem standa að SORPU hafa þegar hafið undirbúningsvinnu við sérsöfnun og samræmingu á sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu og þótt fyrr hefði verið. Íbúar vilja leggja sitt af mörkum í þágu umhverfisins og flokka allan heimilisúrgang. Fyrirtæki verða einnig að taka þátt og sýna samfélagslega ábyrgð og flokka sinn úrgang. Því betur sem heimilin og fyrirtækin flokka því minni verður kostnaðurinn. Betri flokkun skilar svo hreinni moltu til baka sem uppfyllir kröfur um hreinleika. Gæði moltunnar verða tengd gæðum flokkunar sem við höfuðborgarbúar ætlum að tileinka okkur næstu árin. Í dag er úrgangurinn auðlind sem þarf að halda áfram inní hringrásinni og lágmarkar skaða í umhverfinu. Hringrásarhagkerfið í virkni Metangasið frá GAJU má nota á bifreiðar en einnig má framleiða úr því rafmagn, það má vökvagera það (Liquid Bio Gas) og nýta á flutningabíla eða skip, það má selja það til iðnaðarnota og það má flytja það út og selja sem lífrænt gas. Þess má geta að fyrirtæki á borð við Te og Kaffi og Malbiksstöðina ehf. ætla að hefja fulla notkun á metangasi sem er umhverfisvænn orkugjafi unninn úr lífrænum úrgangi GAJU. Hingað til hefur Te & Kaffi líkt og flest önnur kaffifyrirtæki ristað sitt kaffi við própangas sem er jarðefnaeldsneyti. Metangasið er af allt öðrum toga og er 100% umhverfisvænn orkugjafi. Lokum hringnum Markmið SORPU bs er að er að taka á móti úrgangi til endurnota, endurvinnslu eða endurnýtingar. Úrgangi þarf að koma í réttan farveg en ennþá þarf að flytja brennanlegan úrgang í brennslustöðvar erlendis. Um er að ræða óvirkan úrgang sem er ekki er hægt að endurnýta meir og má alls ekki fara í GAJU. Til að loka hringnum og taka næsta stóra skref þarf að byggja brennslustöð en þar er um háar upphæðir að ræða og yrði ríkið að koma að slíkri fjárfestingu. Búið að vinna skýrslu um hvað slík stöð muni kosta og hvar sé best að staðsetja hana. Til að nefna í lokin að þá höfum við Mosfellingar lagt okkar að mörkum og umborið stærsta urðunarstað landsins í bakgarðinum hjá okkur í 25 ár með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa. Því er nú að ljúka sem betur fer. Eins og við viljum stuðla að hreinu umhverfi og skiljum mikilvægi brennslustöðvar að þá leggjum við Mosfellingar mikla áherslu á það að brennslustöð verði ekki staðsett í Álfsnesi nema það sé algjörlega tryggt að hún valdi engri umhverfis- eða sjónmengun fyrir íbúa í Mosfellsbæ. Mosfellsbær mun ekki samþykkja að setja niður sorpbrennslustöð í Álfsnesi ef það veldur íbúum óþægindum. En brennslustöð þarf að byggja til að loka hringnum og ég er viss um að hægt að finna hentugan stað fyrir slíka starfsemi til framtíðar í góðri sátt. Höfundur er bæjarfulltrúi og fulltrúi Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu sem býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Mosfellsbær Sorpa Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Bygging gas- og jarðgerðarstöðvarinnar, GAJU, markar tímamót í umhverfismálum á Íslandi og er eitt stærsta umhverfisverkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi. Stöðin er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þar fer fram endurnýting á forflokkuðum lífrænum heimilisúrgangi sem er breytt í moltu og metan. Afköst stöðvarinnar í fullri virkni jafngilda því að mörg þúsund bensín – og díselbílar verði teknir úr umferð sem hefur mikil áhrif á útblástur gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Til samanburðar þá eru nú í byrjun árs 2022 tæpir 190 þúsund bensínbílar á skrá og 140 þúsund dísilbílar. Við þennan jákvæða útreikning bætist svo notkun á metangasi sem er dælt af gamla urðunarstaðnum á Álfsnesi. Um 80% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu og er stöðin því stórt skref í þá átt að koma umhverfismálum höfuðborgarsvæðisins í lag. Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi nú um áramótin verður öll urðun bönnuð á lífrænum úrgangi í lok árs 2023. Í dag er SORPA bs orðin uppvinnslufyrirtæki sem kemur úrgangi í endurvinnslu og áframhaldandi notkun í stað þess að urða ofan í holu á Álfsnesi. Þeirri sögu lýkur brátt. Kolefnissparnaður Tilgangur GAJU var frá upphafi að stuðla að því að geta hætt urðun lífræns úrgangs og um leið spara tugi þúsunda tonna af koltvísýringi árlega. Stöðin breytir heimilissorpi eða lífrænum úrgangi í metangas og moltu sem eru jákvæðar afurðir stöðvarinnar sem mun nýtast samfélaginu og eru vísir í átt að hringrásarhagkerfinu. Þess skal þó getið að stöðin var ekki byggð til þess eins að framleiða metangas og moltu - hún var byggð til að hætta urðun úrgangs samkvæmt Evróputilskipun og kröfum Umhverfisstofnunar. Söfnun á lífrænum úrgangi Sveitarfélögin sem standa að SORPU hafa þegar hafið undirbúningsvinnu við sérsöfnun og samræmingu á sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu og þótt fyrr hefði verið. Íbúar vilja leggja sitt af mörkum í þágu umhverfisins og flokka allan heimilisúrgang. Fyrirtæki verða einnig að taka þátt og sýna samfélagslega ábyrgð og flokka sinn úrgang. Því betur sem heimilin og fyrirtækin flokka því minni verður kostnaðurinn. Betri flokkun skilar svo hreinni moltu til baka sem uppfyllir kröfur um hreinleika. Gæði moltunnar verða tengd gæðum flokkunar sem við höfuðborgarbúar ætlum að tileinka okkur næstu árin. Í dag er úrgangurinn auðlind sem þarf að halda áfram inní hringrásinni og lágmarkar skaða í umhverfinu. Hringrásarhagkerfið í virkni Metangasið frá GAJU má nota á bifreiðar en einnig má framleiða úr því rafmagn, það má vökvagera það (Liquid Bio Gas) og nýta á flutningabíla eða skip, það má selja það til iðnaðarnota og það má flytja það út og selja sem lífrænt gas. Þess má geta að fyrirtæki á borð við Te og Kaffi og Malbiksstöðina ehf. ætla að hefja fulla notkun á metangasi sem er umhverfisvænn orkugjafi unninn úr lífrænum úrgangi GAJU. Hingað til hefur Te & Kaffi líkt og flest önnur kaffifyrirtæki ristað sitt kaffi við própangas sem er jarðefnaeldsneyti. Metangasið er af allt öðrum toga og er 100% umhverfisvænn orkugjafi. Lokum hringnum Markmið SORPU bs er að er að taka á móti úrgangi til endurnota, endurvinnslu eða endurnýtingar. Úrgangi þarf að koma í réttan farveg en ennþá þarf að flytja brennanlegan úrgang í brennslustöðvar erlendis. Um er að ræða óvirkan úrgang sem er ekki er hægt að endurnýta meir og má alls ekki fara í GAJU. Til að loka hringnum og taka næsta stóra skref þarf að byggja brennslustöð en þar er um háar upphæðir að ræða og yrði ríkið að koma að slíkri fjárfestingu. Búið að vinna skýrslu um hvað slík stöð muni kosta og hvar sé best að staðsetja hana. Til að nefna í lokin að þá höfum við Mosfellingar lagt okkar að mörkum og umborið stærsta urðunarstað landsins í bakgarðinum hjá okkur í 25 ár með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa. Því er nú að ljúka sem betur fer. Eins og við viljum stuðla að hreinu umhverfi og skiljum mikilvægi brennslustöðvar að þá leggjum við Mosfellingar mikla áherslu á það að brennslustöð verði ekki staðsett í Álfsnesi nema það sé algjörlega tryggt að hún valdi engri umhverfis- eða sjónmengun fyrir íbúa í Mosfellsbæ. Mosfellsbær mun ekki samþykkja að setja niður sorpbrennslustöð í Álfsnesi ef það veldur íbúum óþægindum. En brennslustöð þarf að byggja til að loka hringnum og ég er viss um að hægt að finna hentugan stað fyrir slíka starfsemi til framtíðar í góðri sátt. Höfundur er bæjarfulltrúi og fulltrúi Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu sem býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun