Þórdís Kolbrún segir umdeilt tíst ekki varða sóttvarnir Eiður Þór Árnason skrifar 18. janúar 2022 22:20 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir gagnrýnina byggða á misskilningi. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hafnar því að umdeilt tíst sem hún birti í gær tengist afstöðu hennar til sóttvarnaaðgerða. Í umræddri færslu á Twitter birti ráðherrann tilvitnun í bandaríska mannréttindafrömuðinn Martin Luther King Jr. og sagði að viska hans eigi einkum við á tímum þar sem atlaga hafi verið gerð að mörgum grunnréttindum fólks. Óhætt er að segja að ummæli Þórdísar Kolbrúnar hafi valdið nokkru fjaðrafoki á Twitter þar sem gagnrýnendur settu tístið í samhengi við málflutning hennar um sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda. Þórdís Kolbrún segir í skriflegu svari við fyrirspurn Kjarnans að tístið hafi verið „hugsað í algjörri einlægni sem tákn um virðingu fyrir manni sem er sameiginleg táknmynd margs þess besta í fari mannkyns; hugrekkis, réttsýni og baráttuþreki fyrir mannréttindum.“ Tístið var birt á degi á Martin Luther King. “Our lives begin to end the day we become silent about things that matter.” The wisdom of Dr Martin Luther King never loses its relevance, especially during times when many of the basic rights we may have thought to be secured and guaranteed have been challenged. #MLKDay— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) January 17, 2022 Gagnrýnendur ráðherrans hafa sakað Þórdísi Kolbrúnu um að líkja baráttu Martin Luther King fyrir réttindum svartra Bandaríkjamanna við andóf gegn frelsistakmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Fram kemur í frétt Kjarnans að hún segi það ranga túlkun að tengja tístið skoðunum hennar á tilteknum sóttvarnaaðgerðum. Í stað þess hafi hún vísað til að víða um heim hafi borið á tilhneigingu til að takmarka frelsi fólks til tjáningar og frjálsrar hugsunar. Þórdís Kolbrún sagði í samtali við RÚV á föstudag að Íslendingar væru að upplifa tímabil þar sem ákveðin borgaraleg réttindi hafi verið tekin að láni. Eðlilegt sé að velta fyrir sér öðrum sjónarmiðum um áhrif faraldursins, til að mynda á lýðheilsu og geðheilbrigði. Hún standi þó með ákvörðun heilbrigðisráðherra að grípa til hertra aðgerða sem tóku gildi á laugardag. Janúar rétt hálfnaður og verst Tweet ársins þegar komið. Það er ákveðið afrek. Til hamingju — Thor Johannesson (@ThorJohannesson) January 18, 2022 Hvaða gullkorni skyldi hún gauka að okkur í dag? Kannski sóttvarnaraðgerðir bornar saman við gyðingaofsóknir?— Eva Luna (@EvaLunaDio) January 18, 2022 Are you seriously comparing the struggles of the black community to be treated as equal human beings to the minor inconveniences due to infection control?They were (and still are) being killed and you had to miss a few nights out with friends. Read a book and quit your job.— Cassandra of Troy (@PhoenixJRamos) January 18, 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Óhætt er að segja að ummæli Þórdísar Kolbrúnar hafi valdið nokkru fjaðrafoki á Twitter þar sem gagnrýnendur settu tístið í samhengi við málflutning hennar um sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda. Þórdís Kolbrún segir í skriflegu svari við fyrirspurn Kjarnans að tístið hafi verið „hugsað í algjörri einlægni sem tákn um virðingu fyrir manni sem er sameiginleg táknmynd margs þess besta í fari mannkyns; hugrekkis, réttsýni og baráttuþreki fyrir mannréttindum.“ Tístið var birt á degi á Martin Luther King. “Our lives begin to end the day we become silent about things that matter.” The wisdom of Dr Martin Luther King never loses its relevance, especially during times when many of the basic rights we may have thought to be secured and guaranteed have been challenged. #MLKDay— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) January 17, 2022 Gagnrýnendur ráðherrans hafa sakað Þórdísi Kolbrúnu um að líkja baráttu Martin Luther King fyrir réttindum svartra Bandaríkjamanna við andóf gegn frelsistakmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Fram kemur í frétt Kjarnans að hún segi það ranga túlkun að tengja tístið skoðunum hennar á tilteknum sóttvarnaaðgerðum. Í stað þess hafi hún vísað til að víða um heim hafi borið á tilhneigingu til að takmarka frelsi fólks til tjáningar og frjálsrar hugsunar. Þórdís Kolbrún sagði í samtali við RÚV á föstudag að Íslendingar væru að upplifa tímabil þar sem ákveðin borgaraleg réttindi hafi verið tekin að láni. Eðlilegt sé að velta fyrir sér öðrum sjónarmiðum um áhrif faraldursins, til að mynda á lýðheilsu og geðheilbrigði. Hún standi þó með ákvörðun heilbrigðisráðherra að grípa til hertra aðgerða sem tóku gildi á laugardag. Janúar rétt hálfnaður og verst Tweet ársins þegar komið. Það er ákveðið afrek. Til hamingju — Thor Johannesson (@ThorJohannesson) January 18, 2022 Hvaða gullkorni skyldi hún gauka að okkur í dag? Kannski sóttvarnaraðgerðir bornar saman við gyðingaofsóknir?— Eva Luna (@EvaLunaDio) January 18, 2022 Are you seriously comparing the struggles of the black community to be treated as equal human beings to the minor inconveniences due to infection control?They were (and still are) being killed and you had to miss a few nights out with friends. Read a book and quit your job.— Cassandra of Troy (@PhoenixJRamos) January 18, 2022
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira