Aron: Þetta er geggjað lið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. janúar 2022 07:01 Aron Pálmarsson segist spenntur fyrir framhaldinu með landsliðinu. EPA-EFE/Tamas Kovacs Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var himinlifandi með eins marks sigur liðsins gegn Ungverjum í lokaumferð riðlakeppni EM í gær. Hann segir það auðvelt að spila svona góðan sóknarleik með liðinu sem Ísland teflir fram í ár. „Nei, það er ekkert gaman að því,“ sagði Aron léttur, aðspurður að því hvort að þeir hafi ekki haft áhuga á því að gera þetta spennandi fyrir áhorfendur. „Þetta var augljóslega gríðarlega erfiður leikur. Jafnt allan tímann og ekkert áhlaup eða neitt þannig. Þetta var bara handbolti eins og hann gerist bestur. Alvöru úrslitaleikur og þetta er að detta okkar megin þessa dagana þannig að við erum bara mjög sáttir með það.“ Sóknarleikurinn hefur verið aðalsmerki íslenska liðsins á mótinu hingað til og Aron segir það frábært að liðið geti haldið út við þær erfiðu aðstæður sem voru í höllinni í gærkvöldi. „Það hefur gengið mjög vel í byrjun móts þessi sóknarleikur, þessar áherslubreytingar sem við höfum komið með inn núna. Við erum búnir að vera að æfa vel síðan við hittumst í nóvember og byrjuðum á þessu þar.“ Það er bara svolítið þannig að þegar það gengur vel og við finnum þetta smella og við finnum að sóknarleikurinn bara rúllar svona sjálfkrafa þá er þetta bara mjög auðvelt að spila svona sóknarleik.“ „Auðvitað erum við með frábæra menn í þetta. Við erum að teygja meira á vörnunum og erum aðeins að breikka á þessu og setja línumennina utar. Svo erum við náttúrulega bara með leikmenn sem eru frábærir á fótunum í maður á mann þannig að þetta hentar okkur mjög vel.“ Á seinustu stórmótum hefur íslenska liðið átt í basli þegar Aron hefur ekki átt sinn besta leik, en það virðist vera að breytast. Fleiri eru að stíga upp og Aron segir það mikinn létti að geta deilt ábyrgðinni. „Ég er ekkert viss um að ég hefði getað spilað svona fyrir tveimur árum á móti þessu liði á þeirra heimavelli og við hefðum unnið. Ég var ekkert spes í dag en við vinnum þá. Þetta sýnir bara karakterinn og hversu langt við erum komnir. Þetta er geggjað lið og ég er svo spenntur fyrir framhaldinu og næstu árum.“ „Þetta er risastórt sem við vorum að gera núna. Við þurfum að átta okkur á því, en að sama skapi þá byrjar bara nýtt mót núna. Þetta er búið og þetta var markmiðið okkar fyrir mót, að komast á topp tíu og við erum ekki ennþá komnir þangað en erum á góðri leið. En við höfum sýnt það að við getum stefnt á hvað sem er,“ sagði Aron að lokum. Klippa: Aron eftir sigurinn gegn Ungverjum EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Sjá meira
„Nei, það er ekkert gaman að því,“ sagði Aron léttur, aðspurður að því hvort að þeir hafi ekki haft áhuga á því að gera þetta spennandi fyrir áhorfendur. „Þetta var augljóslega gríðarlega erfiður leikur. Jafnt allan tímann og ekkert áhlaup eða neitt þannig. Þetta var bara handbolti eins og hann gerist bestur. Alvöru úrslitaleikur og þetta er að detta okkar megin þessa dagana þannig að við erum bara mjög sáttir með það.“ Sóknarleikurinn hefur verið aðalsmerki íslenska liðsins á mótinu hingað til og Aron segir það frábært að liðið geti haldið út við þær erfiðu aðstæður sem voru í höllinni í gærkvöldi. „Það hefur gengið mjög vel í byrjun móts þessi sóknarleikur, þessar áherslubreytingar sem við höfum komið með inn núna. Við erum búnir að vera að æfa vel síðan við hittumst í nóvember og byrjuðum á þessu þar.“ Það er bara svolítið þannig að þegar það gengur vel og við finnum þetta smella og við finnum að sóknarleikurinn bara rúllar svona sjálfkrafa þá er þetta bara mjög auðvelt að spila svona sóknarleik.“ „Auðvitað erum við með frábæra menn í þetta. Við erum að teygja meira á vörnunum og erum aðeins að breikka á þessu og setja línumennina utar. Svo erum við náttúrulega bara með leikmenn sem eru frábærir á fótunum í maður á mann þannig að þetta hentar okkur mjög vel.“ Á seinustu stórmótum hefur íslenska liðið átt í basli þegar Aron hefur ekki átt sinn besta leik, en það virðist vera að breytast. Fleiri eru að stíga upp og Aron segir það mikinn létti að geta deilt ábyrgðinni. „Ég er ekkert viss um að ég hefði getað spilað svona fyrir tveimur árum á móti þessu liði á þeirra heimavelli og við hefðum unnið. Ég var ekkert spes í dag en við vinnum þá. Þetta sýnir bara karakterinn og hversu langt við erum komnir. Þetta er geggjað lið og ég er svo spenntur fyrir framhaldinu og næstu árum.“ „Þetta er risastórt sem við vorum að gera núna. Við þurfum að átta okkur á því, en að sama skapi þá byrjar bara nýtt mót núna. Þetta er búið og þetta var markmiðið okkar fyrir mót, að komast á topp tíu og við erum ekki ennþá komnir þangað en erum á góðri leið. En við höfum sýnt það að við getum stefnt á hvað sem er,“ sagði Aron að lokum. Klippa: Aron eftir sigurinn gegn Ungverjum
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Sjá meira