Okrað með aðstoð ríkisins Berglind Rán Ólafsdóttir skrifar 19. janúar 2022 08:37 Hugsum okkur ungt par sem er að byrja að búa. Það flytur inn fullt tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem fylgja sjálfstæðu lífi. Um það leyti berst SMS: „Velja þarf raforkusala innan 7 daga.“ Síðan fylgir slóð á opinberan vef þar sem raforkumarkaðurinn er skýrður í nokkru máli. Eftir að hafa verið send áfram á eftir nokkrum vefsíðum enda þau á síðu þar sem eru tenglar yfir á vefi rafmagnssalanna þar sem hægt er skrá sig í viðskipti. Unga parið okkar villtist á þessari leið og af því að það átti eftir að festa gólflistana þá gleymdist rafmagnið. Það var vissulega áfram í innstungunum en þar sem þau höfðu ekki valið sér rafmagnssala sjálf þá flutti ríkið viðskipti þeirra til eins sölufyrirtækisins. Þau fengu ekkert að vita af því en nafnið á sölufyrirtækinu birtist á reikningi í heimabankanum við næstu mánaðamót. Hvernig velur ríkið uppáhaldsfyrirtækið sitt? Hvernig skyldi ríkið nú velja fyrirtækið sem það færir viðskiptavini nauðungarflutningum til? Jú, það er farið í listaverð rafmagnsalanna og sá sem er með lægsta meðalverðið yfir tiltekið tímabil fær sjálfkrafa viðskipti þeirra sem ekki velja sér rafmagnssala sjálf. Unga parið, sem hefur ýmislegt við peningana að gera á nýja staðnum, er þá að fá lægsta verðið á markaðnum, myndi maður halda. Ónei, þannig er því ekki varið. Þau borga hæsta verðið á markaðnum, langhæsta verðið. Fyrirtækið sem sendir opinberu starfsmönnunum lægsta listaverðið er nefnilega búið að búa til sérstakan okurflokk fyrir unga parið og önnur þau sem ekki velja sér rafmagnssala sjálf. Í staðinn fyrir að borga listaverðið sem opinberu starfsmennirnir eru með í höndunum borga söguhetjur okkar verð sem er næstum tvöfalt hærra, 75% hærra en verðið sem var gefið upp til að verða þessara nauðungarflutninga raforkukaupenda aðnjótandi. Í stað þess að borga listaverðið 6,44 kr eru þau að borga 11,16 kr. á kílóvattstund. Ótækt Þetta er ekki bara óviðunandi. Það er algerlega ótækt að ríkið taki að sér að flytja viðskipti mörg þúsund manns án vitneskju þess yfir í hæsta verðið á markaðnum. Og svona gengur þetta, mánuð eftir mánuð eftir mánuð, að ung pör á öllum aldri sem eru að byrja búskap, eða bara að flytja, eru þvinguð af ríkinu í viðskipti við fyrirtæki sem auglýsir lægsta verðið en rukkar svo hæsta verðið – langhæsta verðið hjá N1 rafmagn. Við erum búin að benda Orkustofnun og orkumálaráðuneytinu á þetta, hvernig stórgallaðar reglur eru misnotaðar til að snuða fólk. Þetta er samt ennþá í gangi. Rafmagnskaup um þúsund heimila eru flutt í hverjum mánuði yfir í sérstakan, leynilegan okurverðflokk sem hvergi er finnanlegur opinberlega. Er fólki treystandi til að velja? Unga parið má þakka fyrir að ríkið hafi ekki tekið að sér að velja seljendur fyrir þau á öðrum nauðsynjum til heimilishaldsins. Hugsum okkur sérstakan okurbrunatryggingaflokk fyrir húsnæðið, sérstakan okurverðflokk fyrir fjarskiptin á heimilinu þar sem unga parið er rukkað um 75% hærra verð en það hélt í upphafi, bara af því að ríkið tók að sér að velja tryggingafélag og fjarskiptafélag fyrir það. Ef fólk getur valið sér tryggingafélag sjálft og fjarskiptafélag sjálft, þá er því treystandi að velja sér raforkusala. Ríkisvarða okrið sem nú viðgengst er ekki í boði. Það verður að stöðva. Strax. Höfundur er framkvæmdastýra Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Berglind Rán Ólafsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Hugsum okkur ungt par sem er að byrja að búa. Það flytur inn fullt tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem fylgja sjálfstæðu lífi. Um það leyti berst SMS: „Velja þarf raforkusala innan 7 daga.“ Síðan fylgir slóð á opinberan vef þar sem raforkumarkaðurinn er skýrður í nokkru máli. Eftir að hafa verið send áfram á eftir nokkrum vefsíðum enda þau á síðu þar sem eru tenglar yfir á vefi rafmagnssalanna þar sem hægt er skrá sig í viðskipti. Unga parið okkar villtist á þessari leið og af því að það átti eftir að festa gólflistana þá gleymdist rafmagnið. Það var vissulega áfram í innstungunum en þar sem þau höfðu ekki valið sér rafmagnssala sjálf þá flutti ríkið viðskipti þeirra til eins sölufyrirtækisins. Þau fengu ekkert að vita af því en nafnið á sölufyrirtækinu birtist á reikningi í heimabankanum við næstu mánaðamót. Hvernig velur ríkið uppáhaldsfyrirtækið sitt? Hvernig skyldi ríkið nú velja fyrirtækið sem það færir viðskiptavini nauðungarflutningum til? Jú, það er farið í listaverð rafmagnsalanna og sá sem er með lægsta meðalverðið yfir tiltekið tímabil fær sjálfkrafa viðskipti þeirra sem ekki velja sér rafmagnssala sjálf. Unga parið, sem hefur ýmislegt við peningana að gera á nýja staðnum, er þá að fá lægsta verðið á markaðnum, myndi maður halda. Ónei, þannig er því ekki varið. Þau borga hæsta verðið á markaðnum, langhæsta verðið. Fyrirtækið sem sendir opinberu starfsmönnunum lægsta listaverðið er nefnilega búið að búa til sérstakan okurflokk fyrir unga parið og önnur þau sem ekki velja sér rafmagnssala sjálf. Í staðinn fyrir að borga listaverðið sem opinberu starfsmennirnir eru með í höndunum borga söguhetjur okkar verð sem er næstum tvöfalt hærra, 75% hærra en verðið sem var gefið upp til að verða þessara nauðungarflutninga raforkukaupenda aðnjótandi. Í stað þess að borga listaverðið 6,44 kr eru þau að borga 11,16 kr. á kílóvattstund. Ótækt Þetta er ekki bara óviðunandi. Það er algerlega ótækt að ríkið taki að sér að flytja viðskipti mörg þúsund manns án vitneskju þess yfir í hæsta verðið á markaðnum. Og svona gengur þetta, mánuð eftir mánuð eftir mánuð, að ung pör á öllum aldri sem eru að byrja búskap, eða bara að flytja, eru þvinguð af ríkinu í viðskipti við fyrirtæki sem auglýsir lægsta verðið en rukkar svo hæsta verðið – langhæsta verðið hjá N1 rafmagn. Við erum búin að benda Orkustofnun og orkumálaráðuneytinu á þetta, hvernig stórgallaðar reglur eru misnotaðar til að snuða fólk. Þetta er samt ennþá í gangi. Rafmagnskaup um þúsund heimila eru flutt í hverjum mánuði yfir í sérstakan, leynilegan okurverðflokk sem hvergi er finnanlegur opinberlega. Er fólki treystandi til að velja? Unga parið má þakka fyrir að ríkið hafi ekki tekið að sér að velja seljendur fyrir þau á öðrum nauðsynjum til heimilishaldsins. Hugsum okkur sérstakan okurbrunatryggingaflokk fyrir húsnæðið, sérstakan okurverðflokk fyrir fjarskiptin á heimilinu þar sem unga parið er rukkað um 75% hærra verð en það hélt í upphafi, bara af því að ríkið tók að sér að velja tryggingafélag og fjarskiptafélag fyrir það. Ef fólk getur valið sér tryggingafélag sjálft og fjarskiptafélag sjálft, þá er því treystandi að velja sér raforkusala. Ríkisvarða okrið sem nú viðgengst er ekki í boði. Það verður að stöðva. Strax. Höfundur er framkvæmdastýra Orku náttúrunnar.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar