Verksmiðjubúskapur, er það framtíðin? Davíð Sól Pálsson skrifar 18. janúar 2022 14:01 Nú er Veganúar hálfnaður og margir hafa verið að skoða sig um og pælt afhverju við mannfólk borðum dýrafurðir? Þarf mannfólk dýrafurði að halda til þess að lifa heilbrigðu lífi? Erum við á Íslandi miklu skárri en önnur lönd þegar kemur að slátrun og búskap dýra? Þetta eru spurningar sem eflaust hafa margir hugsað um, og því meira sem veganisminn hefur þróast þá fer fólk að hugsa afhverju mannfólk borðar kjöt? eitthvað sem enginn pældi áður í. Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með þessa þróun og í dag er fólk meira meðvitað hvað það verslar. Hvaðan kemur þessi vara? Er hún þess virði að kaupa? Þurfti einhver eða eitthvað að vera fórnað fyrir þessa vöru? Tímarnir hafa þróast og fólk í dag hugsar meira úti umhverfisáhrif, og hvort vörur séu í raun það sem verksmiðjur og framleiðendur segjast vera. Í dag er fólk meira að rannsaka og skoða innihaldslýsingar en áður fyrr og tekur meðvitna ákvörðun hvort það kaupir þessa vöru eða ekki. Við höfum öll heyrt um að „sniðganga“. En þá ákveður neytandi að sniðganga ákveðna vöru því það brýtur siðferði einstaklingins eða lífvera. Í dag er sniðgöngu aðferðina mun breiðari og er fólk farið að sniðganga lönd, einstaklinga og vörur. Neytandanum er ekki sama hvað hann kaupir eða notar, í dag tekur fólk meðvitnaða ákvörðun hvað hann kaupir útfrá baksögu hvers og eins. Þessi þróun heldur áfram að aukast og við erum farin að sjá það í meira magni en áður. Fólk tekur ákvörðun og stendur með henni, það er ekki lengur fast í því að fylgja meirihlutanum ef það brýtur gegn réttæltiskennd þeirra. Þessvegna er verksmiðjubúskapur svo viðeigandir og mikilvæg umræða sem við erum að taka í samfélaginu. Hvernig getum við lokað fyrir augun yfir þessu og samt haldið áfram? Þegar fólk sér hvernig meðferð dýra er háttuð í þessum iðnaði vill það oft loka fyrir augun og horfa eitthvað annað.Fólk sem vinnur við að slátra dýrum getur ekki haldist lengi í því starfi því það hefur andleg áhrif. Við vitum af vandamálinu en samt viljum við ekki breyta því eða viljum ekki viðurkenna það. Við á Íslandi erum svo heppin að geta búið í landi þar sem er nóg af mat og vatni, og ekki þurft að lenda í matarskorti vegna náttúruhamfara. Við eigum nóg af grænmeti, ávextum og allskonar vörum sem við getum notið góðs af. Oft þegar talað er um verksmiðjubúskap þá eru mótrökin „þetta er ekki svona á Íslandi“, en er það rétt? Hvernig lifa hænur hér á Íslandi? Eru þær frjálsar úti í náttúrunni? Megasvín og kýr farið út hvenær sem þeim hentar? Þá hugsa margir að veðrið hér býður ekki uppá það, kannski er eitthvað til í því en samt ennþá í dag búa þessi dýr í skelfilegar aðstæður, í mjög þröngu rými og alveg kremd við hvort annað. Ef okkur er virkilega annt um dýr þá myndum við einmitt skoða hvernig dýr á Íslandi búa og hvernig aðstæður þeirra er. Ég er viss um að það myndi koma mörgum á óvart. Nú stendur Veganúar fyrir viðburð sem er málþing og mun umræðan vera tekin fyrir hvernig verksmiðjubúskapur er á Íslandi og hvort þetta sé í raun eins saklaust og fólk heldur. Þar mun koma fram fólk sem hefur lagt í rannsóknarvinnu um þessi mál og stjórnmálamenn úr ýmsum flokkum koma fram, svara spurningum og segja hugmyndir sínar varðandi þessi mál. Því mæli ég með því að allir mæti því við vitum að dýrabúskapur er ekki eins umhverfisvænn og margir halda og nú þegar umræðan er í lofti að við öll þurfum að gera betur í loftslagsmálum þá er klárlega neyðslan okkar stór partur af því hvernig við getum gert betur. Fimmtudagur 20.janúar kl: 20:00 (verður streymt inn á facebook) Höfundur er sjálfboðaliði fyrir Veganúar átakið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegan Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er Veganúar hálfnaður og margir hafa verið að skoða sig um og pælt afhverju við mannfólk borðum dýrafurðir? Þarf mannfólk dýrafurði að halda til þess að lifa heilbrigðu lífi? Erum við á Íslandi miklu skárri en önnur lönd þegar kemur að slátrun og búskap dýra? Þetta eru spurningar sem eflaust hafa margir hugsað um, og því meira sem veganisminn hefur þróast þá fer fólk að hugsa afhverju mannfólk borðar kjöt? eitthvað sem enginn pældi áður í. Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með þessa þróun og í dag er fólk meira meðvitað hvað það verslar. Hvaðan kemur þessi vara? Er hún þess virði að kaupa? Þurfti einhver eða eitthvað að vera fórnað fyrir þessa vöru? Tímarnir hafa þróast og fólk í dag hugsar meira úti umhverfisáhrif, og hvort vörur séu í raun það sem verksmiðjur og framleiðendur segjast vera. Í dag er fólk meira að rannsaka og skoða innihaldslýsingar en áður fyrr og tekur meðvitna ákvörðun hvort það kaupir þessa vöru eða ekki. Við höfum öll heyrt um að „sniðganga“. En þá ákveður neytandi að sniðganga ákveðna vöru því það brýtur siðferði einstaklingins eða lífvera. Í dag er sniðgöngu aðferðina mun breiðari og er fólk farið að sniðganga lönd, einstaklinga og vörur. Neytandanum er ekki sama hvað hann kaupir eða notar, í dag tekur fólk meðvitnaða ákvörðun hvað hann kaupir útfrá baksögu hvers og eins. Þessi þróun heldur áfram að aukast og við erum farin að sjá það í meira magni en áður. Fólk tekur ákvörðun og stendur með henni, það er ekki lengur fast í því að fylgja meirihlutanum ef það brýtur gegn réttæltiskennd þeirra. Þessvegna er verksmiðjubúskapur svo viðeigandir og mikilvæg umræða sem við erum að taka í samfélaginu. Hvernig getum við lokað fyrir augun yfir þessu og samt haldið áfram? Þegar fólk sér hvernig meðferð dýra er háttuð í þessum iðnaði vill það oft loka fyrir augun og horfa eitthvað annað.Fólk sem vinnur við að slátra dýrum getur ekki haldist lengi í því starfi því það hefur andleg áhrif. Við vitum af vandamálinu en samt viljum við ekki breyta því eða viljum ekki viðurkenna það. Við á Íslandi erum svo heppin að geta búið í landi þar sem er nóg af mat og vatni, og ekki þurft að lenda í matarskorti vegna náttúruhamfara. Við eigum nóg af grænmeti, ávextum og allskonar vörum sem við getum notið góðs af. Oft þegar talað er um verksmiðjubúskap þá eru mótrökin „þetta er ekki svona á Íslandi“, en er það rétt? Hvernig lifa hænur hér á Íslandi? Eru þær frjálsar úti í náttúrunni? Megasvín og kýr farið út hvenær sem þeim hentar? Þá hugsa margir að veðrið hér býður ekki uppá það, kannski er eitthvað til í því en samt ennþá í dag búa þessi dýr í skelfilegar aðstæður, í mjög þröngu rými og alveg kremd við hvort annað. Ef okkur er virkilega annt um dýr þá myndum við einmitt skoða hvernig dýr á Íslandi búa og hvernig aðstæður þeirra er. Ég er viss um að það myndi koma mörgum á óvart. Nú stendur Veganúar fyrir viðburð sem er málþing og mun umræðan vera tekin fyrir hvernig verksmiðjubúskapur er á Íslandi og hvort þetta sé í raun eins saklaust og fólk heldur. Þar mun koma fram fólk sem hefur lagt í rannsóknarvinnu um þessi mál og stjórnmálamenn úr ýmsum flokkum koma fram, svara spurningum og segja hugmyndir sínar varðandi þessi mál. Því mæli ég með því að allir mæti því við vitum að dýrabúskapur er ekki eins umhverfisvænn og margir halda og nú þegar umræðan er í lofti að við öll þurfum að gera betur í loftslagsmálum þá er klárlega neyðslan okkar stór partur af því hvernig við getum gert betur. Fimmtudagur 20.janúar kl: 20:00 (verður streymt inn á facebook) Höfundur er sjálfboðaliði fyrir Veganúar átakið.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar