Utan vallar: Standast strákarnir okkar stóra prófið? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. janúar 2022 09:00 Aron Pálmarsson landsliðsfyrirliði þarf að leiða liðið á næsta stig í kvöld. vísir/epa Þrátt fyrir gott gengi á EM getur enn allt gerst í dag. Strákarnir okkar geta farið á flugi inn í milliriðil með stig í töskunni eða flogið heim til sín. Það er stutt á milli í þessu. Það hefur verið markviss uppbygging á þessu landsliði okkar síðustu ár með tilheyrandi vaxtarverkjum. En reynslan er nú til staðar og gæðin eru það svo sannarlega. Í dag fáum við því samt svarað hvort liðið sé komið á þann stað sem við öll vonum að það sé komið á. Guðmundur ætlaði að gera Ísland að topp átta liði í heiminum á þremur árum. Sá tími er núna. Það væru því gríðarleg vonbrigði ef liðið fellur á stóra prófinu og þarf að fara heim eftir riðlakeppnina. Ef strákarnir komast áfram þá fáum við enn fleiri spurningum svarað því andstæðingar milliriðilsins eru enn sterkari en liðin í þessum riðli okkar. Þá fá strákarnir að máta sig við mörg bestu lið heims og sjá hvar þeir standa í þeim samanburði. Maður finnur að andinn og trúin í liðinu er meiri en oft áður. Strákarnir eru frábærir í handbolta og vita það manna best sjálfir. Eins og sagt var eftir leikinn gegn Hollendingum þá hefði sá leikur líklega ekki unnist fyrir þremur árum síðan. Það er hugsanlega rétt. Þó svo ýmislegt hafi brugðist í þeim leik þá var það framfaraskref að klára dæmið. Ég hef tröllatrú á þessu liði okkar og þó svo Ungverjar séu stórir, sterkir og ólseigir þá er ég ekki í vafa um að okkar lið sé betra. Við erum með betri leikmenn og frábæra liðsheild. Ef allt smellur þá vinna strákarnir leikinn. Sviðið verður ekki stærra og flottara en í Búdapest í kvöld. Þetta er hinn fullkomni staður til þess að rúlla upp stóra prófinu og sýna handboltaheiminum að Ísland sé aftur komið með alvöru lið í handbolta. EM karla í handbolta 2022 Utan vallar Tengdar fréttir Svona hefur farið hjá strákunum þegar Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína Ungverjar bíða strákana okkar í þriðja leik á morgun en þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á stórmóti sem þeir mæta íslensku landsliði með fullt hús. 17. janúar 2022 16:31 Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Fleiri fréttir Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Sjá meira
Það hefur verið markviss uppbygging á þessu landsliði okkar síðustu ár með tilheyrandi vaxtarverkjum. En reynslan er nú til staðar og gæðin eru það svo sannarlega. Í dag fáum við því samt svarað hvort liðið sé komið á þann stað sem við öll vonum að það sé komið á. Guðmundur ætlaði að gera Ísland að topp átta liði í heiminum á þremur árum. Sá tími er núna. Það væru því gríðarleg vonbrigði ef liðið fellur á stóra prófinu og þarf að fara heim eftir riðlakeppnina. Ef strákarnir komast áfram þá fáum við enn fleiri spurningum svarað því andstæðingar milliriðilsins eru enn sterkari en liðin í þessum riðli okkar. Þá fá strákarnir að máta sig við mörg bestu lið heims og sjá hvar þeir standa í þeim samanburði. Maður finnur að andinn og trúin í liðinu er meiri en oft áður. Strákarnir eru frábærir í handbolta og vita það manna best sjálfir. Eins og sagt var eftir leikinn gegn Hollendingum þá hefði sá leikur líklega ekki unnist fyrir þremur árum síðan. Það er hugsanlega rétt. Þó svo ýmislegt hafi brugðist í þeim leik þá var það framfaraskref að klára dæmið. Ég hef tröllatrú á þessu liði okkar og þó svo Ungverjar séu stórir, sterkir og ólseigir þá er ég ekki í vafa um að okkar lið sé betra. Við erum með betri leikmenn og frábæra liðsheild. Ef allt smellur þá vinna strákarnir leikinn. Sviðið verður ekki stærra og flottara en í Búdapest í kvöld. Þetta er hinn fullkomni staður til þess að rúlla upp stóra prófinu og sýna handboltaheiminum að Ísland sé aftur komið með alvöru lið í handbolta.
EM karla í handbolta 2022 Utan vallar Tengdar fréttir Svona hefur farið hjá strákunum þegar Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína Ungverjar bíða strákana okkar í þriðja leik á morgun en þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á stórmóti sem þeir mæta íslensku landsliði með fullt hús. 17. janúar 2022 16:31 Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Fleiri fréttir Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Sjá meira
Svona hefur farið hjá strákunum þegar Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína Ungverjar bíða strákana okkar í þriðja leik á morgun en þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á stórmóti sem þeir mæta íslensku landsliði með fullt hús. 17. janúar 2022 16:31