Áburðarframleiðsla er ekkert grín Þorsteinn Sæmundsson skrifar 17. janúar 2022 19:00 Í kjölfar veirufaraldursins hefur fólk vaknað upp við nýjan veruleika sem birtist m.a. í minna framboði á nauðsynjum og erfiðleikum við dreifingu þeirra um heiminn. Í ljósi nýlegra atburða í heiminum er sýnt fram á mikilvægi matvælaöryggis vegna áhrifa sem gætir hvarvetna. Þegar þrengir að framboði kemur einnig fram að hver verður sjálfum sér næstur. Þetta ástand kallar á að þjóðir verði sjálfum sér nægar um helstu nauðsynjar og treysti matvælaöryggi svo dæmi sé nefnt. Hugtakið matvælaöryggi var lengi nýtt í umræðu hér á landi sem köpuryrði og þeir sem héldu hugtakinu á lofti kallaðir afturhaldsseggir þjóðrembur og fleira gott Nú hefur matvælaöryggi og mikilvægi þess orðið flestum ljóst og er það vel. Ljóst er að hér á landi þarf að hefja stórsókn í matvælaframleiðslu bæði til innanlandsnota og útflutnings. Til þess að af þeirri stórsókn geti orðið þarf að verðleggja orku til matvælaframleiðslu með allt öðrum hætti en nú er gert. Fram hefur komið að rafmagnskostnaður framleiðenda sem flutt hafa út agúrkur og tómata til næstu nágrannalanda með góðum árangri nemur um þriðjungi af verðmæti framleiðsluvaranna. Enn er raunin sú að kílóvattstund til ylræktar er ódýrari í Hollandi en á Íslandi. Ylrækt á Íslandi á að búa við sömu kjör á rafmagni og önnur stóriðja. Verði það ekki raunin er hér með skorað á garðyrkjubændur að koma sér upp vindmyllum til orkuframleiðslu heima í héraði til að brjótast undan afarkostum orkuveitnanna. Allt er til þess vinnandi að framleiða meira magn og meira úrval en nú er gert. Einn af nauðsynlegum þáttum í stóraukinni matvælaframleiðslu er aukin áburðarnotkun. Ef hér á að efla garðyrkju og búfjárhald þarf annaðhvort að flytja inn aukið magn áburðar sem reyndar liggur ekki á lausu og hefur stórhækkað í verði eða framleiða áburð innanlands. Rétt er að benda á að með innlendri áburðarframleiðslu stórminnkar kolefnisspor íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Það er verðmætur ábati við markaðssetningu íslenskra afurða í framtíðinni. Í upphafi stjórnmálaferils greinarhöfundar lagði hann fram í tvígang þingsályktunartillögu um að ríkið kostaði athugun á hagkvæmni þess að reisa áburðarverksmiðju á Íslandi sem framleiddi áburð fyrir innanlandsmarkað og til útflutnings. Á þeim tíma lagði ríkissjóður margt til nýsköpunar í atvinnulífi með t.a.m. sérstökum skattaívilnunum. Greinarhöfundi þótti rétt að ríkið kostaði hagkvæmnisathugunina þar sem sýnt var að hún væri kostnaðarsöm en einnig vegna þess að málið varðaði matvælaöryggi þjóðarinnar. Tillagan hlaut ekki brautargengi í þinginu en henni var tekið með kostum og kynjum í samfélaginu. Hláturmildir landar kepptust við að gera grín að þessari fávisku. Engu var líkara en að undirritaður hefði lagt fram frumvarp sem skyldaði alla til að ganga um í sauðskinnsskóm. Margt var þetta fólk sem virðist halda að kjöt og grænmeti verði til í búðinni sem það verslar við. Ljósi punkturinn í umræðunni varð sá að undirritaður komst í áramótaskaupið sem er í senn óskars- eða hindberjaverðlaun hvers stjórnmálamanns. Undirrituðum var þó fúlasta alvara með tillöguflutningnum og nú átta árum síðan er eins og blessuð skepnan skilji. Undirbúningshópur með þátttöku Landsvirkjunar hefur nú uppi áform um uppbyggingu áburðarverksmiðju á Reyðarfirði og er það vel og löngu tímabært. Með fyrirhugaðri uppbyggingu stígur Landsvirkjun reyndar lengra skref en undirritaður talaði fyrir á sínum tíma og mun byggja upp Áburðarverksmiðju ríkisins að nýju. Það er sama hvaðan gott kemur og fyrirhugað skref er nauðsynjaskref nú þegar áburðarverð rýkur uppúr öllu valdi og stærsti framleiðandi áburðar í heiminum hyggst hætta útflutningi. Átta ár eru reyndar farin í súginn en því þarf að vinna hratt og örugglega að uppbyggingu áburðarverksmiðju sem framleiði fyrir innan- og utanlandsmarkað. Að lokum er rétt að geta þess að sá hlær best sem síðast hlær. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Landbúnaður Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Í kjölfar veirufaraldursins hefur fólk vaknað upp við nýjan veruleika sem birtist m.a. í minna framboði á nauðsynjum og erfiðleikum við dreifingu þeirra um heiminn. Í ljósi nýlegra atburða í heiminum er sýnt fram á mikilvægi matvælaöryggis vegna áhrifa sem gætir hvarvetna. Þegar þrengir að framboði kemur einnig fram að hver verður sjálfum sér næstur. Þetta ástand kallar á að þjóðir verði sjálfum sér nægar um helstu nauðsynjar og treysti matvælaöryggi svo dæmi sé nefnt. Hugtakið matvælaöryggi var lengi nýtt í umræðu hér á landi sem köpuryrði og þeir sem héldu hugtakinu á lofti kallaðir afturhaldsseggir þjóðrembur og fleira gott Nú hefur matvælaöryggi og mikilvægi þess orðið flestum ljóst og er það vel. Ljóst er að hér á landi þarf að hefja stórsókn í matvælaframleiðslu bæði til innanlandsnota og útflutnings. Til þess að af þeirri stórsókn geti orðið þarf að verðleggja orku til matvælaframleiðslu með allt öðrum hætti en nú er gert. Fram hefur komið að rafmagnskostnaður framleiðenda sem flutt hafa út agúrkur og tómata til næstu nágrannalanda með góðum árangri nemur um þriðjungi af verðmæti framleiðsluvaranna. Enn er raunin sú að kílóvattstund til ylræktar er ódýrari í Hollandi en á Íslandi. Ylrækt á Íslandi á að búa við sömu kjör á rafmagni og önnur stóriðja. Verði það ekki raunin er hér með skorað á garðyrkjubændur að koma sér upp vindmyllum til orkuframleiðslu heima í héraði til að brjótast undan afarkostum orkuveitnanna. Allt er til þess vinnandi að framleiða meira magn og meira úrval en nú er gert. Einn af nauðsynlegum þáttum í stóraukinni matvælaframleiðslu er aukin áburðarnotkun. Ef hér á að efla garðyrkju og búfjárhald þarf annaðhvort að flytja inn aukið magn áburðar sem reyndar liggur ekki á lausu og hefur stórhækkað í verði eða framleiða áburð innanlands. Rétt er að benda á að með innlendri áburðarframleiðslu stórminnkar kolefnisspor íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Það er verðmætur ábati við markaðssetningu íslenskra afurða í framtíðinni. Í upphafi stjórnmálaferils greinarhöfundar lagði hann fram í tvígang þingsályktunartillögu um að ríkið kostaði athugun á hagkvæmni þess að reisa áburðarverksmiðju á Íslandi sem framleiddi áburð fyrir innanlandsmarkað og til útflutnings. Á þeim tíma lagði ríkissjóður margt til nýsköpunar í atvinnulífi með t.a.m. sérstökum skattaívilnunum. Greinarhöfundi þótti rétt að ríkið kostaði hagkvæmnisathugunina þar sem sýnt var að hún væri kostnaðarsöm en einnig vegna þess að málið varðaði matvælaöryggi þjóðarinnar. Tillagan hlaut ekki brautargengi í þinginu en henni var tekið með kostum og kynjum í samfélaginu. Hláturmildir landar kepptust við að gera grín að þessari fávisku. Engu var líkara en að undirritaður hefði lagt fram frumvarp sem skyldaði alla til að ganga um í sauðskinnsskóm. Margt var þetta fólk sem virðist halda að kjöt og grænmeti verði til í búðinni sem það verslar við. Ljósi punkturinn í umræðunni varð sá að undirritaður komst í áramótaskaupið sem er í senn óskars- eða hindberjaverðlaun hvers stjórnmálamanns. Undirrituðum var þó fúlasta alvara með tillöguflutningnum og nú átta árum síðan er eins og blessuð skepnan skilji. Undirbúningshópur með þátttöku Landsvirkjunar hefur nú uppi áform um uppbyggingu áburðarverksmiðju á Reyðarfirði og er það vel og löngu tímabært. Með fyrirhugaðri uppbyggingu stígur Landsvirkjun reyndar lengra skref en undirritaður talaði fyrir á sínum tíma og mun byggja upp Áburðarverksmiðju ríkisins að nýju. Það er sama hvaðan gott kemur og fyrirhugað skref er nauðsynjaskref nú þegar áburðarverð rýkur uppúr öllu valdi og stærsti framleiðandi áburðar í heiminum hyggst hætta útflutningi. Átta ár eru reyndar farin í súginn en því þarf að vinna hratt og örugglega að uppbyggingu áburðarverksmiðju sem framleiði fyrir innan- og utanlandsmarkað. Að lokum er rétt að geta þess að sá hlær best sem síðast hlær. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun