Um þriðjungur Covid-smitaðra á Landspítala ekki inni vegna Covid Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. janúar 2022 19:31 17 eru með virkt smit á spítalanum og liggja þar inni beinlínis vegna Covid-veikinda sinna. Þá eru þar 14 sem hafa lokið einangrun en eru enn að ná sér eftir mikil veikindi. vísir/vilhelm Um þriðjungur þeirra sem liggja inni á Landspítala í einangrun með Covid-19 eru þar vegna annarra veikinda eða meiðsla. Nýtt spálíkan er væntanlegt frá spítalanum sem gæti orðið til þess að sóttvarnalæknir endurskoði samkomutakmarkanir. Síðustu daga hafa rúmlega 40 legið inni á Landspítala með Covid-19. Sá fjöldi hefur haldist nokkuð stöðugur síðustu vikuna. Margir sjúklinganna eru þó annað hvort búnir að afplána einangrun sína eða liggja hreinlega inni á spítalanum vegna annarra kvilla. Af þeim 45 sem lágu inni á spítalanum í morgun voru aðeins 31 með virkt smit en 14 sem höfðu lokið einangrun og voru enn að jafna sig á sýkingunni. 10 liggja þar smitaðir inni annarra veikinda en Covid og fjórir eru þar sem erfitt er að greina hvort séu beinlínis veikir vegna veirunnar eða af öðrum ástæðum. 17 liggja svo inni á spítalanum með virkt smit, beinlínis vegna Covid-veikinda sinna. 7 eru á gjörgæslu, þar af 2 í öndunarvél. Fimm þeirra hafa þegar lokið einangrun sinni. Gildi einu hvort sjúklingur í einangrun sé Covid-veikur eða ekki „Við erum að reyna að finna bestu leið til að setja fram upplýsingarnar þannig þær gagnist og það er auðvitað aðaltilgangur þeirra að vera gagnlegar til ákvarðanatöku,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. Hún segir þó í raun gilda einu fyrir spítalann hvort sjúklingur sem liggi þar inni sé þar vegna Covid-veikinda sinna eða af öðrum ástæðum ef hann er á annað borð smitaður. Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala.vísir/sigurjón „Nú er fólk bara að koma inn á bráðamóttöku út af alls konar málum allan sólarhringinn og er síðan að greinast við innlögn eða skömmu eftir innlögn. Það er þá á alls konar deildum sem hafa aldrei þurft að sýsla með Covid-sjúklinga sem þurfa þá að gera það. Og það er mjög mikið aukaálag,“ segir Hildur. Þannig þurfi tvöfaldan fjölda starfsmanna til að sinna fólki í einangrun á spítalanum og það geti verið enn erfiðara að sinna þeim vandamálum sem ollu innlögn þeirra þegar spítalastarfsmenn verði að sinna þeim í þar til gerðum hlífðarfatnaði og passa vel að smit berist ekki frá sjúklingnum annað á spítalann. Geti ekki byggt tillögur á orðrómi Sóttvarnalæknir segir að hann sé enn að átta sig á misræminu í tölum spítalans og eigi eftir að fá betri mynd af hversu alvarlegt ómíkron-afbrigðið sé í raun. „Það er það sem við erum að skoða. Og ég get ekki svarað því fyrr en ég fæ þessar tölur frá spítalanum. Það er svona ýmiss orðrómur í gangi en það er bara ekki nægilegt til að fara eitthvað að ræða um áætlanir og áform sem að byggja á því,“ segir Þórólfur Guðnason. Þórólfur Guðnason segir að þrettán hafi nú greinst með hið svokallaða omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi.Vísir/Vilhelm Hann tekur mið af tölum og spám spítalans þegar hann semur tillögur sínar að sóttvarnatakmörkunum. Innlagnahlutfall á spítala og gjörgæslu hefur farið niður á við síðustu vikur og er von á nýju spálíkani frá spítalanum í kvöld eða á morgun. Og sýni það mun skárri spá en síðasta líkan gæti Þórólfur lagt til að slakað yrði á takmörkunum á næstu dögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. 17. janúar 2022 13:12 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Síðustu daga hafa rúmlega 40 legið inni á Landspítala með Covid-19. Sá fjöldi hefur haldist nokkuð stöðugur síðustu vikuna. Margir sjúklinganna eru þó annað hvort búnir að afplána einangrun sína eða liggja hreinlega inni á spítalanum vegna annarra kvilla. Af þeim 45 sem lágu inni á spítalanum í morgun voru aðeins 31 með virkt smit en 14 sem höfðu lokið einangrun og voru enn að jafna sig á sýkingunni. 10 liggja þar smitaðir inni annarra veikinda en Covid og fjórir eru þar sem erfitt er að greina hvort séu beinlínis veikir vegna veirunnar eða af öðrum ástæðum. 17 liggja svo inni á spítalanum með virkt smit, beinlínis vegna Covid-veikinda sinna. 7 eru á gjörgæslu, þar af 2 í öndunarvél. Fimm þeirra hafa þegar lokið einangrun sinni. Gildi einu hvort sjúklingur í einangrun sé Covid-veikur eða ekki „Við erum að reyna að finna bestu leið til að setja fram upplýsingarnar þannig þær gagnist og það er auðvitað aðaltilgangur þeirra að vera gagnlegar til ákvarðanatöku,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. Hún segir þó í raun gilda einu fyrir spítalann hvort sjúklingur sem liggi þar inni sé þar vegna Covid-veikinda sinna eða af öðrum ástæðum ef hann er á annað borð smitaður. Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala.vísir/sigurjón „Nú er fólk bara að koma inn á bráðamóttöku út af alls konar málum allan sólarhringinn og er síðan að greinast við innlögn eða skömmu eftir innlögn. Það er þá á alls konar deildum sem hafa aldrei þurft að sýsla með Covid-sjúklinga sem þurfa þá að gera það. Og það er mjög mikið aukaálag,“ segir Hildur. Þannig þurfi tvöfaldan fjölda starfsmanna til að sinna fólki í einangrun á spítalanum og það geti verið enn erfiðara að sinna þeim vandamálum sem ollu innlögn þeirra þegar spítalastarfsmenn verði að sinna þeim í þar til gerðum hlífðarfatnaði og passa vel að smit berist ekki frá sjúklingnum annað á spítalann. Geti ekki byggt tillögur á orðrómi Sóttvarnalæknir segir að hann sé enn að átta sig á misræminu í tölum spítalans og eigi eftir að fá betri mynd af hversu alvarlegt ómíkron-afbrigðið sé í raun. „Það er það sem við erum að skoða. Og ég get ekki svarað því fyrr en ég fæ þessar tölur frá spítalanum. Það er svona ýmiss orðrómur í gangi en það er bara ekki nægilegt til að fara eitthvað að ræða um áætlanir og áform sem að byggja á því,“ segir Þórólfur Guðnason. Þórólfur Guðnason segir að þrettán hafi nú greinst með hið svokallaða omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi.Vísir/Vilhelm Hann tekur mið af tölum og spám spítalans þegar hann semur tillögur sínar að sóttvarnatakmörkunum. Innlagnahlutfall á spítala og gjörgæslu hefur farið niður á við síðustu vikur og er von á nýju spálíkani frá spítalanum í kvöld eða á morgun. Og sýni það mun skárri spá en síðasta líkan gæti Þórólfur lagt til að slakað yrði á takmörkunum á næstu dögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. 17. janúar 2022 13:12 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. 17. janúar 2022 13:12