Svona hefur farið hjá strákunum þegar Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2022 16:31 Ómar Ingi Magnússon lætur vaða í sigurleiknum á móti Portúgal. EPA-EFE/Tamas Kovacs Ungverjar bíða strákana okkar í þriðja leik á morgun en þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á stórmóti sem þeir mæta íslensku landsliði með fullt hús. Íslenska karlalandsliðið í handbolta er með fullt hús eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu. Þetta er níunda stórmótið sem íslenska landsliðið byrjar á tveimur sigurleikjum. Íslensku strákarnir hafa unnið þriðja leikinn í helmingi tilfella eða í fjögur skipti af átta. Það þarf ekki að fara lengra aftur en á síðasta Evrópumót til að finna síðustu draumabyrjun íslenska liðsins. Strákarnir unnu þá Dani og Rússa í tveimur fyrstu leikjum sínum en töpuðu síðan á móti Ungverjum í þriðja leiknum. Það kom ekki að sök því íslenska liðið fór áfram upp úr riðlinum með Ungverjum en Danir sátu eftir. Ísland tapaði aftur á móti fjórum af fimm leikjum sínum eftir þessa tvo sigurleiki í byrjun móts og endaði því aðeins í ellefta sæti. Þetta verður í fjórða skiptið sem Ísland mætir Ungverjum í þriðja leik með fullt hús. Það gerðist einnig á HM 1964 þegar Ísland tapaði 12-21 og sat eftir sem og þegar Ísland vann Ungverja í þriðja leik sínum á HM á Íslandi 1995. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er í þessari stöðu í sjöunda sinn á ferli sínum með íslenska landsliðinu. Hann vann tvo fyrstu leikina á ÓL í Seoul 1988 sem leikmaður og þetta er síðan í sjötta sinn sem hann stýrir íslenska liðinu til sigurs í tveimur fyrstu leikjunum á stórmóti. Hér fyrir neðan má sjá þegar íslenska landsliðið hefur byrjað svona vel á stórmótum. HM 1964 í Tékkóslóvakíu - Ísland endaði í 9. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Egyptalandi (16-8) og Svíþjóð (12-10) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjum (12-21) -- ÓL 1988 í Seoul - Ísland endaði í 8. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (22-15) og Alsír (22-16) Leikur þrjú: Tap fyrir Svíum (14-20) -- HM 1995 á Íslandi - Ísland endaði í 14. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (27-16) og Túnis (25-21) Leikur þrjú: Sigur á Ungverjum (23-20) -- HM 2003 í Portúgal - Ísland endaði í 7. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ástralíu (55-15) og Grænlandi (30-17) Leikur þrjú: Sigur á Portúgal (29-28) -- ÓL 2008 í Peking - Ísland endaði í 2. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Rússlandi (33-31) og Þýskalandi (33-29) Leikur þrjú: Tap fyrir Suður-Kóreu (21-22) -- HM 2011 í Svíþjóð - Ísland endaði í 6. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ungverjalandi (32-26) og Brasilíu (34-26) Leikur þrjú: Sigur á Japan (36-22) -- ÓL 2012 í London - Ísland endaði í 5. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Argentínu (31-25) og Túnis (32-22) Leikur þrjú: Sigur á Svíþjóð (33-32) -- EM 2020 í Noregi, Austurríki og Svíþjóð - Ísland endaði í 11. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Danmörku (31-30) og Rússlandi (34-23) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjalandi (18-24) -- EM 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu Fyrstu tveir: Sigrar á Portúgal (28-24) og Hollandi (29-28) Leikur þrjú: Á móti Ungverjalandi á morgun EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er með fullt hús eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu. Þetta er níunda stórmótið sem íslenska landsliðið byrjar á tveimur sigurleikjum. Íslensku strákarnir hafa unnið þriðja leikinn í helmingi tilfella eða í fjögur skipti af átta. Það þarf ekki að fara lengra aftur en á síðasta Evrópumót til að finna síðustu draumabyrjun íslenska liðsins. Strákarnir unnu þá Dani og Rússa í tveimur fyrstu leikjum sínum en töpuðu síðan á móti Ungverjum í þriðja leiknum. Það kom ekki að sök því íslenska liðið fór áfram upp úr riðlinum með Ungverjum en Danir sátu eftir. Ísland tapaði aftur á móti fjórum af fimm leikjum sínum eftir þessa tvo sigurleiki í byrjun móts og endaði því aðeins í ellefta sæti. Þetta verður í fjórða skiptið sem Ísland mætir Ungverjum í þriðja leik með fullt hús. Það gerðist einnig á HM 1964 þegar Ísland tapaði 12-21 og sat eftir sem og þegar Ísland vann Ungverja í þriðja leik sínum á HM á Íslandi 1995. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er í þessari stöðu í sjöunda sinn á ferli sínum með íslenska landsliðinu. Hann vann tvo fyrstu leikina á ÓL í Seoul 1988 sem leikmaður og þetta er síðan í sjötta sinn sem hann stýrir íslenska liðinu til sigurs í tveimur fyrstu leikjunum á stórmóti. Hér fyrir neðan má sjá þegar íslenska landsliðið hefur byrjað svona vel á stórmótum. HM 1964 í Tékkóslóvakíu - Ísland endaði í 9. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Egyptalandi (16-8) og Svíþjóð (12-10) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjum (12-21) -- ÓL 1988 í Seoul - Ísland endaði í 8. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (22-15) og Alsír (22-16) Leikur þrjú: Tap fyrir Svíum (14-20) -- HM 1995 á Íslandi - Ísland endaði í 14. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (27-16) og Túnis (25-21) Leikur þrjú: Sigur á Ungverjum (23-20) -- HM 2003 í Portúgal - Ísland endaði í 7. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ástralíu (55-15) og Grænlandi (30-17) Leikur þrjú: Sigur á Portúgal (29-28) -- ÓL 2008 í Peking - Ísland endaði í 2. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Rússlandi (33-31) og Þýskalandi (33-29) Leikur þrjú: Tap fyrir Suður-Kóreu (21-22) -- HM 2011 í Svíþjóð - Ísland endaði í 6. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ungverjalandi (32-26) og Brasilíu (34-26) Leikur þrjú: Sigur á Japan (36-22) -- ÓL 2012 í London - Ísland endaði í 5. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Argentínu (31-25) og Túnis (32-22) Leikur þrjú: Sigur á Svíþjóð (33-32) -- EM 2020 í Noregi, Austurríki og Svíþjóð - Ísland endaði í 11. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Danmörku (31-30) og Rússlandi (34-23) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjalandi (18-24) -- EM 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu Fyrstu tveir: Sigrar á Portúgal (28-24) og Hollandi (29-28) Leikur þrjú: Á móti Ungverjalandi á morgun
HM 1964 í Tékkóslóvakíu - Ísland endaði í 9. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Egyptalandi (16-8) og Svíþjóð (12-10) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjum (12-21) -- ÓL 1988 í Seoul - Ísland endaði í 8. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (22-15) og Alsír (22-16) Leikur þrjú: Tap fyrir Svíum (14-20) -- HM 1995 á Íslandi - Ísland endaði í 14. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (27-16) og Túnis (25-21) Leikur þrjú: Sigur á Ungverjum (23-20) -- HM 2003 í Portúgal - Ísland endaði í 7. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ástralíu (55-15) og Grænlandi (30-17) Leikur þrjú: Sigur á Portúgal (29-28) -- ÓL 2008 í Peking - Ísland endaði í 2. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Rússlandi (33-31) og Þýskalandi (33-29) Leikur þrjú: Tap fyrir Suður-Kóreu (21-22) -- HM 2011 í Svíþjóð - Ísland endaði í 6. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ungverjalandi (32-26) og Brasilíu (34-26) Leikur þrjú: Sigur á Japan (36-22) -- ÓL 2012 í London - Ísland endaði í 5. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Argentínu (31-25) og Túnis (32-22) Leikur þrjú: Sigur á Svíþjóð (33-32) -- EM 2020 í Noregi, Austurríki og Svíþjóð - Ísland endaði í 11. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Danmörku (31-30) og Rússlandi (34-23) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjalandi (18-24) -- EM 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu Fyrstu tveir: Sigrar á Portúgal (28-24) og Hollandi (29-28) Leikur þrjú: Á móti Ungverjalandi á morgun
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira