Harrison með þrjú er Leeds vann West Ham í markaleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2022 16:16 Jack Harrison fagnar einu þriggja marka sinna í dag. Twitter/@premierleague Leeds United vann 3-2 sigur á West Ham United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var einkar fjörugur og undir lok leiks voru mörk dæmd af báðum liðum. Þá fékk Jarrod Bowen sannkallað dauðafæri til að jafna metin í uppbótartíma. Gestirnir í Leeds byrjuðu betur en Jack Harrison kom þeim yfir strax á 10. mínútu. Leeds varð þó fyrir áfalli rúmum tíu mínútum síðar þegar Adam Forshaw, sem lagði upp markið, og Junior Firpo þurftu báðir að fara af velli vegna meiðsla. Þetta nýttu heimamenn sér og Bowen jafnaði metin á 34. mínútu leiksins. Gestirnir voru þó ekki lengi að komast yfir á nýjan leik. Aftur var Harrison á ferðinni, að þessu sinni stýrði hann skalla Luke Ayling eftir hornspyrnu í netið, staðan 1-2 í hálfleik. Síðari hálfleikur var aðeins sjö mínútna gamall þegar Pablo Fornals jafnaði metin í 2-2. Aftur tók það Leeds aðeins örfáar mínútur að taka forystuna á nýjan leik og aftur var Harrison að verki. Hann fullkomnaði þrennu sína með snyrtilegri afgreiðslu eftir sendingu Raphinha inn fyrir vörn heimamanna. Lyfti Harrison boltanum yfir Łukasz Fabiański, markvörð West Ham, sem kom askvaðandi út á móti honum. Staðan orðin 3-2 og enn hálftími til leiksloka. Hat-trick hero! @Harrison_Jack11 pic.twitter.com/Ts6WVlQ00y— Leeds United (@LUFC) January 16, 2022 Mateusz Klich hélt hann hefði gulltryggt sigur Leeds með marki á 73. mínútu en eftir að markið var skoðað af myndbandsdómara leiksins kom í ljós að boltinn fór í Rodrigo sem stóð á marklínunni og þaðan í netið. Rodrigo var hins vegar í rangstöðu og markið tekið af. Skömmu síðar hélt Bowen að hann hefði jafnað metin eftir að hann fylgdi á eftir skoti liðsfélaga síns en Bowen var líkt og Rodrigo rangstæður og staðan enn 3-2. Bowen fékk svo kjörið tækifæri til að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma. Michail Antonio sendi boltann fyrir frá hægri, boltinn hafði viðkomu í varnarmanni sem gæti hafa truflað Bowen en hann þurfti bara að setja höfuðið í boltann tæpum einum og hálfum metra frá marki. Í stað þess ákvað hann að setja bringuna í boltann sem fór yfir markið og Leeds landaði dýrmætum 3-2 sigri. Leeds er í 15. sæti með 22 stig á meðan West Ham er í 4. sæti með 37 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Gestirnir í Leeds byrjuðu betur en Jack Harrison kom þeim yfir strax á 10. mínútu. Leeds varð þó fyrir áfalli rúmum tíu mínútum síðar þegar Adam Forshaw, sem lagði upp markið, og Junior Firpo þurftu báðir að fara af velli vegna meiðsla. Þetta nýttu heimamenn sér og Bowen jafnaði metin á 34. mínútu leiksins. Gestirnir voru þó ekki lengi að komast yfir á nýjan leik. Aftur var Harrison á ferðinni, að þessu sinni stýrði hann skalla Luke Ayling eftir hornspyrnu í netið, staðan 1-2 í hálfleik. Síðari hálfleikur var aðeins sjö mínútna gamall þegar Pablo Fornals jafnaði metin í 2-2. Aftur tók það Leeds aðeins örfáar mínútur að taka forystuna á nýjan leik og aftur var Harrison að verki. Hann fullkomnaði þrennu sína með snyrtilegri afgreiðslu eftir sendingu Raphinha inn fyrir vörn heimamanna. Lyfti Harrison boltanum yfir Łukasz Fabiański, markvörð West Ham, sem kom askvaðandi út á móti honum. Staðan orðin 3-2 og enn hálftími til leiksloka. Hat-trick hero! @Harrison_Jack11 pic.twitter.com/Ts6WVlQ00y— Leeds United (@LUFC) January 16, 2022 Mateusz Klich hélt hann hefði gulltryggt sigur Leeds með marki á 73. mínútu en eftir að markið var skoðað af myndbandsdómara leiksins kom í ljós að boltinn fór í Rodrigo sem stóð á marklínunni og þaðan í netið. Rodrigo var hins vegar í rangstöðu og markið tekið af. Skömmu síðar hélt Bowen að hann hefði jafnað metin eftir að hann fylgdi á eftir skoti liðsfélaga síns en Bowen var líkt og Rodrigo rangstæður og staðan enn 3-2. Bowen fékk svo kjörið tækifæri til að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma. Michail Antonio sendi boltann fyrir frá hægri, boltinn hafði viðkomu í varnarmanni sem gæti hafa truflað Bowen en hann þurfti bara að setja höfuðið í boltann tæpum einum og hálfum metra frá marki. Í stað þess ákvað hann að setja bringuna í boltann sem fór yfir markið og Leeds landaði dýrmætum 3-2 sigri. Leeds er í 15. sæti með 22 stig á meðan West Ham er í 4. sæti með 37 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira