Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Gísli bestur en margir góðir Íþróttadeild Vísis skrifar 14. janúar 2022 22:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson er hér enn einu sinni kominn í gegnum portúgölsku vörnina og skorar eitt af fjórum mörkum sínum. Getty/Sanjin Strukic Guðmundur Guðmundsson lagði leikinn frábærlega upp og leikstjórnandinn var besti maður íslenska liðsins sem fékk að launum óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. Íslenska handboltalandsliðið spilaði vel í fyrsta leik sínum í B-riðli á Evrópumeistaramótinu 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu og niðurstaðan var sannfærandi fjögurra marka sigur, 28-24. Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk traustið í leikstjórnandastöðunni og launaði þjálfaranum það með frábærum leik. Hann sprengdi upp portúgölsku vörnina hvað eftir annað og brunaði framhjá mönnum eins og góður svigmaður. Hann var sá eini sem fær fimmu fyrir frammistöðuna en það voru margir leikmenn að spila vel. Þetta var liðsheildarsigur sem lofar mjög góðu fyrir framhaldið. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Portúgal: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 3 (3 varin skot- 36:44 mín.) Byrjaði leikinn eins og reiknað var með. Varði mikilvæg skot en náði ekki að halda dampi út leikinn. Virkar í mun betra standi en hann var í á síðasta stórmóti. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 4 (4 mörk - 59:43 mín.) Skilaði skínandi góðu verki í sóknarleiknum en þarf að geta gert betur í varnarleiknum. Virkar þar á stundum kærulaus en er greinilega í toppstandi. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4 (4 mörk - 43:00 mín.) Átti skínandi góðan leik ekki síst í sóknarleiknum. Var á köflum gloppóttur í varnarleiknum. Kannski ekki nema von enda maður sem þarf að skila fimmtíu mínútum í leik á báðum endum vallarins. Það er ekki einfalt mál. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (4 mörk - 27:20 mín.) Var besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. Árásargjarn og bjó til haug að færum fyrir félaga sína. Ljóst að þar er kominn leikmaður sem á eftir að gera mun betur með íslenska landsliðinu með fleiri leikjum og meiri reynslu. Stórkostlegt eintak. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 4 (3/1 mörk - 41:09 mín.) Lék án nokkurs vafa sinn besta landsleik á stórmóti. Var frábær í fyrri hálfleik og sýndi þá hvers vegna hann er talinn vera besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Velkominn til leiks með íslenska landsliðinu. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (5 mörk - 59:36 mín.) Átti stórgóðan leik. Hornamaður í fremstu röð. Hefði með smá heppni getað verið með fullkomna nýtingu í horninu en klárlega leikmaður sem getur gert betur. Hrikaleg búbót fyrir íslenska liðið. Ýmir Örn Gíslason, lína - 4 (2 mörk - 51:27 mín.) Var frábær í varnarleiknum þrátt fyrir hnökra framan af í leiknum. Loksins fékk hann tækifæri í sóknarleiknum og sýndi að þar á hann að vera. Í guðanna bænum leyfið honum að spreyta sig meira í sókn. Hann mun örugglega skila fleiri mörkum með fleiri leikjum. Elvar Örn Jónsson, vörn - 4 (7 stopp - 26:37 mín.) Átti erfitt uppdráttar, ekki síst framan af. Náði að vinna sig frábærlega inn í leikinn og óx í varnarleiknum þegar á leikinn leið. Á hins vegar mikið inni í sóknarleiknum en hefur bætt sig í líkamlegum styrk eftir að hann fór til Þýskalands. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 4 (7 varin skot- 20:20 mín.) Kom inn í íslenska markið í síðari hálfleik. Var svolítið lengi að finna taktinn en fann síðan fjölina sína. Náði að klukka sjö bolta sem skipti máli þegar upp var staðið. Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 17:38 mín.) Er í rauninni hinn fullkomni varamaður. Skilaði frábæru verki á báðum endum vallarins. Hlutverk hans í liðinu í dag er í raun vanmetið. Hann virðist sjálfur algjörlega klár á því hvert hans hlutverk er. Algjörlega til fyrirmyndar. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (2 mörk - 12:12 mín.) Kom inn á í síðari hálfleik og skilaði frábæru verki. Skoraði tvö mörk úr þremur skotum og heldur uppteknum hætti með íslenska landsliðinu - að skila því sem ætlast er til að honum. Vel gert. Arnar Freyr Arnarsson, vörn - 3 (0 stopp - 22:27 mín.) Verður ekki sakaður um að leggja sig ekki fram. Virkar á köflum óöruggur, þungur og svifaseinn. Klaufaleg brot fara oft illa með Arnar. Hann þarf að gera mun betur og getur ef einbeiting er til staðar. Elliði Snær Viðarsson, lína - 3 (0 stopp - 1:47 mín.) Fékk ekki mikinn tíma en kom inn til að leysa af og gerði það vel. Þarf í næstu leikjum að fylgja eftir góðri frammistöðu á síðasta stórmóti þar sem hann þreytti frumraun sína. Orri Freyr Þorkelsson, vinstra horn - spilaði ekkert Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - spilaði ekkert Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - spilaði ekkert Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 5 Þjálfari íslenska landsliðsins á þennan sigur skuldlaust. Leikskipulagið á báðum endum vallarins var til fyrirmyndar. Var greinilega búinn að ákveða hvaða leikmenn skyldu klára leikinn. Var ekki með neinar óþarfar skiptingar og hélt fókus frá upphafi til enda. Þetta minnti á gamla daga þegar Guðmundur notaði bara sjö til níu leikmenn. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið spilaði vel í fyrsta leik sínum í B-riðli á Evrópumeistaramótinu 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu og niðurstaðan var sannfærandi fjögurra marka sigur, 28-24. Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk traustið í leikstjórnandastöðunni og launaði þjálfaranum það með frábærum leik. Hann sprengdi upp portúgölsku vörnina hvað eftir annað og brunaði framhjá mönnum eins og góður svigmaður. Hann var sá eini sem fær fimmu fyrir frammistöðuna en það voru margir leikmenn að spila vel. Þetta var liðsheildarsigur sem lofar mjög góðu fyrir framhaldið. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Portúgal: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 3 (3 varin skot- 36:44 mín.) Byrjaði leikinn eins og reiknað var með. Varði mikilvæg skot en náði ekki að halda dampi út leikinn. Virkar í mun betra standi en hann var í á síðasta stórmóti. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 4 (4 mörk - 59:43 mín.) Skilaði skínandi góðu verki í sóknarleiknum en þarf að geta gert betur í varnarleiknum. Virkar þar á stundum kærulaus en er greinilega í toppstandi. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4 (4 mörk - 43:00 mín.) Átti skínandi góðan leik ekki síst í sóknarleiknum. Var á köflum gloppóttur í varnarleiknum. Kannski ekki nema von enda maður sem þarf að skila fimmtíu mínútum í leik á báðum endum vallarins. Það er ekki einfalt mál. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (4 mörk - 27:20 mín.) Var besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. Árásargjarn og bjó til haug að færum fyrir félaga sína. Ljóst að þar er kominn leikmaður sem á eftir að gera mun betur með íslenska landsliðinu með fleiri leikjum og meiri reynslu. Stórkostlegt eintak. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 4 (3/1 mörk - 41:09 mín.) Lék án nokkurs vafa sinn besta landsleik á stórmóti. Var frábær í fyrri hálfleik og sýndi þá hvers vegna hann er talinn vera besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Velkominn til leiks með íslenska landsliðinu. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (5 mörk - 59:36 mín.) Átti stórgóðan leik. Hornamaður í fremstu röð. Hefði með smá heppni getað verið með fullkomna nýtingu í horninu en klárlega leikmaður sem getur gert betur. Hrikaleg búbót fyrir íslenska liðið. Ýmir Örn Gíslason, lína - 4 (2 mörk - 51:27 mín.) Var frábær í varnarleiknum þrátt fyrir hnökra framan af í leiknum. Loksins fékk hann tækifæri í sóknarleiknum og sýndi að þar á hann að vera. Í guðanna bænum leyfið honum að spreyta sig meira í sókn. Hann mun örugglega skila fleiri mörkum með fleiri leikjum. Elvar Örn Jónsson, vörn - 4 (7 stopp - 26:37 mín.) Átti erfitt uppdráttar, ekki síst framan af. Náði að vinna sig frábærlega inn í leikinn og óx í varnarleiknum þegar á leikinn leið. Á hins vegar mikið inni í sóknarleiknum en hefur bætt sig í líkamlegum styrk eftir að hann fór til Þýskalands. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 4 (7 varin skot- 20:20 mín.) Kom inn í íslenska markið í síðari hálfleik. Var svolítið lengi að finna taktinn en fann síðan fjölina sína. Náði að klukka sjö bolta sem skipti máli þegar upp var staðið. Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 17:38 mín.) Er í rauninni hinn fullkomni varamaður. Skilaði frábæru verki á báðum endum vallarins. Hlutverk hans í liðinu í dag er í raun vanmetið. Hann virðist sjálfur algjörlega klár á því hvert hans hlutverk er. Algjörlega til fyrirmyndar. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (2 mörk - 12:12 mín.) Kom inn á í síðari hálfleik og skilaði frábæru verki. Skoraði tvö mörk úr þremur skotum og heldur uppteknum hætti með íslenska landsliðinu - að skila því sem ætlast er til að honum. Vel gert. Arnar Freyr Arnarsson, vörn - 3 (0 stopp - 22:27 mín.) Verður ekki sakaður um að leggja sig ekki fram. Virkar á köflum óöruggur, þungur og svifaseinn. Klaufaleg brot fara oft illa með Arnar. Hann þarf að gera mun betur og getur ef einbeiting er til staðar. Elliði Snær Viðarsson, lína - 3 (0 stopp - 1:47 mín.) Fékk ekki mikinn tíma en kom inn til að leysa af og gerði það vel. Þarf í næstu leikjum að fylgja eftir góðri frammistöðu á síðasta stórmóti þar sem hann þreytti frumraun sína. Orri Freyr Þorkelsson, vinstra horn - spilaði ekkert Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - spilaði ekkert Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - spilaði ekkert Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 5 Þjálfari íslenska landsliðsins á þennan sigur skuldlaust. Leikskipulagið á báðum endum vallarins var til fyrirmyndar. Var greinilega búinn að ákveða hvaða leikmenn skyldu klára leikinn. Var ekki með neinar óþarfar skiptingar og hélt fókus frá upphafi til enda. Þetta minnti á gamla daga þegar Guðmundur notaði bara sjö til níu leikmenn. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sjá meira