Skoðun

Frelsi til á­kvöðunar um eigið líf án þess að vera út­hrópaður og dæmdur!

Bergljót Davíðsdóttir skrifar

Það er ömurlegt að fylgjast með umræðunni um covid á samfélagsmiðlum. Þar er fólki skipt niður og dæmt fyrir að vekja athygli á fréttum sem hugnast ekki þeim sem heyrist hæst í. Menn eru annað hvort já eða nei manneskjur. Í mínum huga er þetta ekki endilega spurningin um bóluefnið per se heldur heiftina, reiðina og einsleitu umræðuna.

Sjálf er ég bólusett, en það breytir ekki því að ég gæti smitast án þess að vita af því og þar með smitað annað fólk. Ég gagnrýni þá meðferð sem þeir sem efast fá, en vilja vitneskju um neikvæð áhrif, en fá ekki þær upplýsingar í fjölmiðlum. Þeir sem, vilja vita meira en hafa ekki þekkingu til að rýna í tölur eða finna upplýsingar sem hægt er að treysta. Þeir eru úthrópaðir fyrir að tjá skoðanir sínar.

Þess vegna er ég hrædd við þessu ofsafengnu viðbrögð og hvernig fólki er skipt í tvo flokka í þessari umræðu. Það er ekkert eðlilegt við þá miklu heift og þöggun sem einkennir þessa umræðu sem veldur skorti á vitrænum skoðanaskiptum. Það sem ég óttast enn frekar er persónufrelsi okkar. Það er hættulegt í okkar lýðræðis samfélagi að þegnarnir geti ekki valið hvort efni er sprautað í það eða ekki. Það samræmist ekki því sem við köllum frelsi einstaklings.

Umræðan um ferðapassa annars vegar er einmitt það sem við ættum öll að óttast, því ef að það verður ofan á, þá er búið að hefta frelsi okkar til að fara úr landi. Hins vegar er það fréttir um að fyrirtæki íhugi að segja upp þeim starfsmönnum. sem, ekki geti framvísað sönnun þess að hafa verið bólusettir. Ég trúi ekki að fólk hugsi ekki um hvað þessi einsleita umræða getur leitt af sér.

Ég man svo langt aftur að þau eru mörg dæmin um múgæsing, sem olli skaða, en þegar frá leið kom í ljós að meirihluti þeirra sem höfðu hátt, höfðu rangt fyrir sér. Þess vegna hvet ég fólk til úthrópa ekki þá sem vekja athygli á upplýsingum um neikvæð áhrif, heldur velta fyrir sér og mynda sér síðan eigin skoðun.

Höfundur er blaðamaður. 




Skoðun

Sjá meira


×