Gert að greiða skatt af 27 milljóna króna sölu á Bitcoin Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2022 12:58 Maðurinn hélt því fram að hann hefði aflað rafmyntarinnar með greftri í tómstundum sínum á árunum 2009 og 2010 þegar verðgildi myntarinnar hafi ekkert verið. Getty Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu manns um að felld verði úr gildi ákvörðun ríkisskattstjóra að færa 27 milljóna króna sölu hans á Bitcoin til skattskyldra tekna. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar sem birtur var á dögunum. Þar segir að í framhaldi af rannsókn skattrannsóknarstjóra á skattskilum mannsins vegna áranna 2016 og 2017 hafi ríkisskattstjóri fært greiðslur vegna sölu kæranda á rafmyntinni Bitcoin á árinu 2016 til skattskyldra tekna. Rannsókn á málinu hófst eftir ábendingar ríkisskattstjóra um að maðurinn hefði selt rafmynt og keypt fasteign fyrir ágóðann. Kom í ljós við rannsókn að maðurinn hefði fengið sex greiðslur í desember 2016 að fjárhæð samtals rétt rúmlega 27 milljóna króna og við skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra í ágúst 2019 staðfesti hann að um væri að ræða greiðslur vegna sölu á rafmyntinni Bitcoin. Maðurinn hélt því þó fram að hann hefði aflað rafmyntarinnar með greftri í tómstundum sínum á árunum 2009 og 2010 þegar verðgildi myntarinnar hafi ekkert verið. Almennt í hagnaðarskyni Í úrskurði yfirskattanefndar kom hins vegar meðal annars fram að þótt rafmyntin Bitcoin hefði sem greiðslumiðill í viðskiptum ákveðin einkenni peninga eða gjaldmiðils væru slíkar rafmyntir ekki viðurkenndur lögeyrir á Íslandi og teldust hvorki vera gjaldmiðill né rafeyrir samkvæmt íslenskum lögum. Var fallist á með ríkisskattstjóra að nærtækast væri að líta á tekjur af sölu Bitcoin sem tekjur af sölu lausafjár í skattalegum skilningi. Rafmyntin hefði gengið kaupum og sölum milli manna frá því hún var sett á fót og alla tíð haft eitthvað verðgildi. Taldi yfirskattanefnd að allar líkur stæðu til þess að öflun rafmyntarinnar, hvort heldur með kaupum eða greftri, væri almennt í hagnaðarskyni og að svo hafi verið frá öndverðu. Var kærandi ekki talinn hafa sýnt fram á að rafmyntarinnar hefði ekki verið aflað í hagnaðarskyni þannig að undantekningarregla í lögum um tekjuskatt ætti við og var kröfum mannsins því hafnað. Málið hefur áður komið til kasta yfirskattanefndar, en árið 2020 hafnaði nefndin kröfu skattrannsóknarstjóra um að manninum yrði gert að greiða sekt vegna Bitcoin-sölunnar. Því var á sínum tíma hafnað. Skattar og tollar Rafmyntir Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar sem birtur var á dögunum. Þar segir að í framhaldi af rannsókn skattrannsóknarstjóra á skattskilum mannsins vegna áranna 2016 og 2017 hafi ríkisskattstjóri fært greiðslur vegna sölu kæranda á rafmyntinni Bitcoin á árinu 2016 til skattskyldra tekna. Rannsókn á málinu hófst eftir ábendingar ríkisskattstjóra um að maðurinn hefði selt rafmynt og keypt fasteign fyrir ágóðann. Kom í ljós við rannsókn að maðurinn hefði fengið sex greiðslur í desember 2016 að fjárhæð samtals rétt rúmlega 27 milljóna króna og við skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra í ágúst 2019 staðfesti hann að um væri að ræða greiðslur vegna sölu á rafmyntinni Bitcoin. Maðurinn hélt því þó fram að hann hefði aflað rafmyntarinnar með greftri í tómstundum sínum á árunum 2009 og 2010 þegar verðgildi myntarinnar hafi ekkert verið. Almennt í hagnaðarskyni Í úrskurði yfirskattanefndar kom hins vegar meðal annars fram að þótt rafmyntin Bitcoin hefði sem greiðslumiðill í viðskiptum ákveðin einkenni peninga eða gjaldmiðils væru slíkar rafmyntir ekki viðurkenndur lögeyrir á Íslandi og teldust hvorki vera gjaldmiðill né rafeyrir samkvæmt íslenskum lögum. Var fallist á með ríkisskattstjóra að nærtækast væri að líta á tekjur af sölu Bitcoin sem tekjur af sölu lausafjár í skattalegum skilningi. Rafmyntin hefði gengið kaupum og sölum milli manna frá því hún var sett á fót og alla tíð haft eitthvað verðgildi. Taldi yfirskattanefnd að allar líkur stæðu til þess að öflun rafmyntarinnar, hvort heldur með kaupum eða greftri, væri almennt í hagnaðarskyni og að svo hafi verið frá öndverðu. Var kærandi ekki talinn hafa sýnt fram á að rafmyntarinnar hefði ekki verið aflað í hagnaðarskyni þannig að undantekningarregla í lögum um tekjuskatt ætti við og var kröfum mannsins því hafnað. Málið hefur áður komið til kasta yfirskattanefndar, en árið 2020 hafnaði nefndin kröfu skattrannsóknarstjóra um að manninum yrði gert að greiða sekt vegna Bitcoin-sölunnar. Því var á sínum tíma hafnað.
Skattar og tollar Rafmyntir Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira