Segja hvítrússnesk stjórnvöld hafa eyðilagt Ólympíudrauminn fyrir þeim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. janúar 2022 17:00 Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlandi, vígalegur í íshokkígalla. getty/Mikhail Svetlov Tvær hvítrússneskar skíðagöngukonur segja að þeim hafi verið meinað að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking eftir að þær gagnrýndu stjórnvöld í heimalandinu. Þær Darya Dolidovich og Svyatlana Andrijuk segja að forseti hvítrússneska skíðagöngusambandsins, Alexander Darakhovich, hafi í desember tjáð þeim að þær mættu hvorki keppa á alþjóðlegum mótum né mæta á æfingar hjá landsliðinu. Þá hafi svokallaður FIS kóði þeirra verið ógildur í síðasta mánuði en hann gerir skíðagöngufólki kleift að keppa á mótum á vegum Alþjóða skíðasambandsins. Dolidovich og Adrijuk segja ástæðuna fyrir þessu að þær hafi gagnrýnt forseta Hvíta-Rússlands, Alexander Lúkasjenka. Hann hefur verið við völd síðan 1994 og hefur stundum verið kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hvítrússneskt íþróttafólk lendir í vandræðum á síðustu mánuðum. Skemmst er að minnast þess þegar spretthlauparinn Kristina Timanovskaya var tekin úr hvít-rússneska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar eftir að hafa gagnrýnt þjálfara sína. Hún sagði að hvítrússnesk stjórnvöld hefðu reynt að neyða sig til að koma til landsins. Timanovskaya neitaði því hins vegar af ótta við öryggi sitt. Hún leitaði verndar í pólska sendiráðinu í Tókýó og fékk seinna hæli í Varsjá. Lúkasjenka var kosinn forseti Hvíta-Rússlands í sjötta sinn sumarið 2020. Niðurstöður kosningarinnar hafa þó verið dregnar í efa en talið er að Svetlana Tíkanovskaja hafi verið réttmætur sigurvegari þeirra. Hún bauð sig fram eftir að eiginmaður hennar, Sergei Tíkanovskí, leiðtogi stjórnarandstöðunnar var handtekinn. Hann var seinna dæmdur í átján ára fangelsi. Fjölmargir aðrir stjórnarandstæðingar dúsa einnig í fangelsi. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Hvíta-Rússland Skíðaíþróttir Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Sjá meira
Þær Darya Dolidovich og Svyatlana Andrijuk segja að forseti hvítrússneska skíðagöngusambandsins, Alexander Darakhovich, hafi í desember tjáð þeim að þær mættu hvorki keppa á alþjóðlegum mótum né mæta á æfingar hjá landsliðinu. Þá hafi svokallaður FIS kóði þeirra verið ógildur í síðasta mánuði en hann gerir skíðagöngufólki kleift að keppa á mótum á vegum Alþjóða skíðasambandsins. Dolidovich og Adrijuk segja ástæðuna fyrir þessu að þær hafi gagnrýnt forseta Hvíta-Rússlands, Alexander Lúkasjenka. Hann hefur verið við völd síðan 1994 og hefur stundum verið kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hvítrússneskt íþróttafólk lendir í vandræðum á síðustu mánuðum. Skemmst er að minnast þess þegar spretthlauparinn Kristina Timanovskaya var tekin úr hvít-rússneska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar eftir að hafa gagnrýnt þjálfara sína. Hún sagði að hvítrússnesk stjórnvöld hefðu reynt að neyða sig til að koma til landsins. Timanovskaya neitaði því hins vegar af ótta við öryggi sitt. Hún leitaði verndar í pólska sendiráðinu í Tókýó og fékk seinna hæli í Varsjá. Lúkasjenka var kosinn forseti Hvíta-Rússlands í sjötta sinn sumarið 2020. Niðurstöður kosningarinnar hafa þó verið dregnar í efa en talið er að Svetlana Tíkanovskaja hafi verið réttmætur sigurvegari þeirra. Hún bauð sig fram eftir að eiginmaður hennar, Sergei Tíkanovskí, leiðtogi stjórnarandstöðunnar var handtekinn. Hann var seinna dæmdur í átján ára fangelsi. Fjölmargir aðrir stjórnarandstæðingar dúsa einnig í fangelsi.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Hvíta-Rússland Skíðaíþróttir Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Sjá meira