Búinn að finna hinn þjóðþekkta slæma kafla hjá íslenska handboltalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2022 10:01 Aron Pálmarsson og félagar þurfa að passa sig á 49. til 55. mínútu því það er á þeim kafla þar sem gengi liðsins hefur oft verið slakt. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta er á leiðinni á enn eitt stórmótið en strákarnir okkar eru komnir til Búdapest til að keppa á EM 2022. Íslenska þjóðin fylgist jafnan mjög vel í janúar þegar íslenska landsliðið stendur í stórræðum og hver einn og einasti þeirra sem hefur setið fyrir framan sjónvarpið þegar Ísland er að spila ætti að hafa heyrt talað um slæma kaflann. Jú þessi slæmi kafli sem getur reynst íslenska liðinu svo dýrkeyptur. Enginn hefur leikið á fleiri stórmótum íslenska landsliðsins en Guðjón Valur Sigurðsson og hann var orðinn mjög þreyttur á umræðunni um slæma kaflann eins og nokkur viðtöl eru gott dæmi um. En kannski er slæmi kaflinn enginn mýta. Ólafur Sigurgeirsson hjá HB Statz er búinn að greina tölfræðigögn um íslenska handboltalandsliðið undanfarin ár og hann er jafnvel búinn að finna þennan frægan slæma kafla. View this post on Instagram A post shared by HBStatz (@hbstatz) Ólafur skoraði gögn úr tapleikjum Íslands frá 2018 til 2021. Allar aðgerðir eru skráðar á mínútur og með því að nota fimm mínútna hlaupandi meðaltal þá gat hann reiknað út sóknarnýtingu og hlutfallsmarkvörslu íslensku strákanna eftir tíma leiksins. Það eru einkum tveir hlutar leikja íslenska liðsins sem geta gert tilkall til að vera slæmi kaflinn hjá íslenska handboltalandsliðinu en annar þeirra er án efa í nokkrum sérflokki. Ekki er hægt að sjá annað en að slæmi kafli íslenska liðsins haldi sig oftast á 49. til 55. mínútu leikjanna því tölur strákarna okkar í sókn sem vörn hrynja á þessum tíma. Það er á þessum tíma sem íslenska liðið missir leikina frá sér. Tölfræði yfir gengi íslenska landsliðsins.HB Statz Sóknarnýtingin hrynur um þrettán prósent og markvarslan niður um átján prósent. Þetta jafngilti 27 prósent neikvæðri breytingu á nýtingu sóknanna og neikvæð breyting á markvörslunni um 49 prósent. HB Statz hefur tekið tölfræði í íslenskum handbolta undanfarin ár en upp á síðkastið hafa menn þar á bæt verið að setja tölfræðin upp á myndrænni og meira lifandi hátt. Gott dæmi um það er þessi leit að slæma kaflanum sem má sjá á grafískri mynd HB Statz hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Handbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Íslenska þjóðin fylgist jafnan mjög vel í janúar þegar íslenska landsliðið stendur í stórræðum og hver einn og einasti þeirra sem hefur setið fyrir framan sjónvarpið þegar Ísland er að spila ætti að hafa heyrt talað um slæma kaflann. Jú þessi slæmi kafli sem getur reynst íslenska liðinu svo dýrkeyptur. Enginn hefur leikið á fleiri stórmótum íslenska landsliðsins en Guðjón Valur Sigurðsson og hann var orðinn mjög þreyttur á umræðunni um slæma kaflann eins og nokkur viðtöl eru gott dæmi um. En kannski er slæmi kaflinn enginn mýta. Ólafur Sigurgeirsson hjá HB Statz er búinn að greina tölfræðigögn um íslenska handboltalandsliðið undanfarin ár og hann er jafnvel búinn að finna þennan frægan slæma kafla. View this post on Instagram A post shared by HBStatz (@hbstatz) Ólafur skoraði gögn úr tapleikjum Íslands frá 2018 til 2021. Allar aðgerðir eru skráðar á mínútur og með því að nota fimm mínútna hlaupandi meðaltal þá gat hann reiknað út sóknarnýtingu og hlutfallsmarkvörslu íslensku strákanna eftir tíma leiksins. Það eru einkum tveir hlutar leikja íslenska liðsins sem geta gert tilkall til að vera slæmi kaflinn hjá íslenska handboltalandsliðinu en annar þeirra er án efa í nokkrum sérflokki. Ekki er hægt að sjá annað en að slæmi kafli íslenska liðsins haldi sig oftast á 49. til 55. mínútu leikjanna því tölur strákarna okkar í sókn sem vörn hrynja á þessum tíma. Það er á þessum tíma sem íslenska liðið missir leikina frá sér. Tölfræði yfir gengi íslenska landsliðsins.HB Statz Sóknarnýtingin hrynur um þrettán prósent og markvarslan niður um átján prósent. Þetta jafngilti 27 prósent neikvæðri breytingu á nýtingu sóknanna og neikvæð breyting á markvörslunni um 49 prósent. HB Statz hefur tekið tölfræði í íslenskum handbolta undanfarin ár en upp á síðkastið hafa menn þar á bæt verið að setja tölfræðin upp á myndrænni og meira lifandi hátt. Gott dæmi um það er þessi leit að slæma kaflanum sem má sjá á grafískri mynd HB Statz hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Handbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira