Newcastle nær í framherja frá keppinauti sínum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. janúar 2022 23:30 Chris Wood og Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni gegn Burnley. Chris Lee/Getty Images Það stefnir í að Chris Wood og Jóhann Berg Guðmundsson verði ekki samherjar hjá Burnley mikið lengur. Framherjinn frá Nýja-Sjálandi er svo gott sem búinn að skrifa undir hjá nýríku Newcastle United. Eitt ríkasta íþróttafélag heims, Newcastle United, er í óðaönn að reyna festa kaup á leikmönnum til að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Ekki veitir af en liðið datt út úr enska FA-bikarnum gegn Cambridge United um liðna helgi. Wood mun aðeins kosta Newcastle litlar 20 milljónir sterlingspunda þar sem hann er með klásúlu í samningi sínum hjá Burnley sem gerir honum kleift að fara fyrir til annars félags fyrir þá upphæð. Framherjinn á aðeins eftir að standast læknisskoðun en hann hefur nú þegar samið um kaup og kjör. Newcastle will pay full release clause to Burnley for Chris Wood. Fee around £20m, personal terms already agreed. Deal to be announced this week. #NUFCNewcastle could also sign another striker this winter if they find a good opportunity/talent.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2022 Newcastle fékk hægri bakvörðinn Kieran Trippier frá Atlético Madríd nýverið en virðist ekki þurfa að leita jafn langt til að bæta í framlínu liðsins. Hinn þrítugi Wood er þekkt stærð í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur hrellt miðverði deildarinnar frá árinu 2017 en hann hefur leikið á Englandi síðan árið 2009. Þá gekk hann í raðir West Bromwich Albion. Þaðan var hann lánaður til Barnsley, Birmingham City, Bristol City, Millwall og Leicester City sem síðan keyptu hann. Þaðan fór hann á láni til Ipswich Town áður en Leeds United keypti hann árið 2015. Nú virðist sem þessi mikli markahrókur sé á leið til Newcastle og á hann að hjálpa félaginu að halda sæti sínu í deildinni. Newcastle er í 19. og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 11 stig að loknum 19 leikjum. Burnley er sæti ofar - og einnig í fallsæti - með jafn mörg stig en tvo leiki til góða. Aðeins eru þó tvö stig í Watford sem situr tveimur stigum fyrir ofan fallsætið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Eitt ríkasta íþróttafélag heims, Newcastle United, er í óðaönn að reyna festa kaup á leikmönnum til að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Ekki veitir af en liðið datt út úr enska FA-bikarnum gegn Cambridge United um liðna helgi. Wood mun aðeins kosta Newcastle litlar 20 milljónir sterlingspunda þar sem hann er með klásúlu í samningi sínum hjá Burnley sem gerir honum kleift að fara fyrir til annars félags fyrir þá upphæð. Framherjinn á aðeins eftir að standast læknisskoðun en hann hefur nú þegar samið um kaup og kjör. Newcastle will pay full release clause to Burnley for Chris Wood. Fee around £20m, personal terms already agreed. Deal to be announced this week. #NUFCNewcastle could also sign another striker this winter if they find a good opportunity/talent.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2022 Newcastle fékk hægri bakvörðinn Kieran Trippier frá Atlético Madríd nýverið en virðist ekki þurfa að leita jafn langt til að bæta í framlínu liðsins. Hinn þrítugi Wood er þekkt stærð í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur hrellt miðverði deildarinnar frá árinu 2017 en hann hefur leikið á Englandi síðan árið 2009. Þá gekk hann í raðir West Bromwich Albion. Þaðan var hann lánaður til Barnsley, Birmingham City, Bristol City, Millwall og Leicester City sem síðan keyptu hann. Þaðan fór hann á láni til Ipswich Town áður en Leeds United keypti hann árið 2015. Nú virðist sem þessi mikli markahrókur sé á leið til Newcastle og á hann að hjálpa félaginu að halda sæti sínu í deildinni. Newcastle er í 19. og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 11 stig að loknum 19 leikjum. Burnley er sæti ofar - og einnig í fallsæti - með jafn mörg stig en tvo leiki til góða. Aðeins eru þó tvö stig í Watford sem situr tveimur stigum fyrir ofan fallsætið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira