„Skítaveður“ í tveimur skömmtum væntanlegt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2022 14:58 Hvassviðri og slydda eða snjókoma fylgir veðrinu. Vísir/Vilhelm Gular viðvaranir eru í gildi fyrir vestanvert landið í kvöld, nótt, morgundaginn og fram á fimmtudag. Reiknað er með hvassviðri og éljagangi í tveimur skömmtum. „Þetta eru alls ekki ólík veður en það er smá bil á milli þeirra,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Fyrsta viðvörunin tekur gildi klukkan 22 í kvöld á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi þar sem reiknað er með suðvestan 15-23 metrum á sekúndu með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Gengur hratt yfir Klukkan 23 bætist gul viðvörun við Breiðafjörð og á miðnætti nær viðvörunin einnig yfir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. Detta þær svo ein af öðrum út til klukkan fimm í nótt þegar landið verður viðvörunarlaust. Staðan á miðnætti.Veðurstofan „Seint í kvöld hvessir duglega á vestanverðu landinu. Það fylgir þessu slydda eða snjókoma í svolítinn tíma. Þetta gengur hratt yfir. Það verður skítaveður í kannski einhverja tvo, þrjá, fjóra tíma á hverjum stað, ekki mikið meira,“ segir Birgir Örn. Umferð gæti spillst Klukkan níu á morgun hefst önnur umferð af gulum viðvörunum. Þá er varað við suðvestan stomi og éljum á Breiðafirði með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Klukkan tólf á morgun bætast gular viðvaranir við á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, með sömu eða svipuðum veðurskilyrðum og varað er við á Breiðafirði um morguninn. Þessar viðvaranir gilda fram á fimmtudag. „Það hvessir aftur og um hádegi á morgun er kominn hvassviðri eða stormur og éljagangur á vestanverðu landinu,“ segir Birgir Örn. Búast má við einhverjum samgöngutruflunum vegna veðursins en Vegagerðin hefur varað við því að færð geti spillst á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
„Þetta eru alls ekki ólík veður en það er smá bil á milli þeirra,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Fyrsta viðvörunin tekur gildi klukkan 22 í kvöld á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi þar sem reiknað er með suðvestan 15-23 metrum á sekúndu með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Gengur hratt yfir Klukkan 23 bætist gul viðvörun við Breiðafjörð og á miðnætti nær viðvörunin einnig yfir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. Detta þær svo ein af öðrum út til klukkan fimm í nótt þegar landið verður viðvörunarlaust. Staðan á miðnætti.Veðurstofan „Seint í kvöld hvessir duglega á vestanverðu landinu. Það fylgir þessu slydda eða snjókoma í svolítinn tíma. Þetta gengur hratt yfir. Það verður skítaveður í kannski einhverja tvo, þrjá, fjóra tíma á hverjum stað, ekki mikið meira,“ segir Birgir Örn. Umferð gæti spillst Klukkan níu á morgun hefst önnur umferð af gulum viðvörunum. Þá er varað við suðvestan stomi og éljum á Breiðafirði með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Klukkan tólf á morgun bætast gular viðvaranir við á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, með sömu eða svipuðum veðurskilyrðum og varað er við á Breiðafirði um morguninn. Þessar viðvaranir gilda fram á fimmtudag. „Það hvessir aftur og um hádegi á morgun er kominn hvassviðri eða stormur og éljagangur á vestanverðu landinu,“ segir Birgir Örn. Búast má við einhverjum samgöngutruflunum vegna veðursins en Vegagerðin hefur varað við því að færð geti spillst á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði.
Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira