Fékk að skipuleggja bónorð við Fjallsárlón Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 11. janúar 2022 16:30 Parið að eiga notalega stund eftir bónorðið. Aðsend/Teitur Þorkelsson Ævintýramaðurinn Teitur Þorkelsson fékk á dögunum það skemmtilega verkefni að aðstoða ungan mann við að skipuleggja bónorð á ferðalagi sínu um Ísland. Teitur starfar í ferðabransanum og er sjálfur með fyrirtækið Polar Front Adventure en þessi tiltekna ferð var á vegum Hidden Iceland. Teitur leggur mikið upp úr persónulegri þjónustu og elskar að hjálpa ferðalöngum að skapa hin fullkomnu augnablik sem lifa í minnum þeirra ævilangt. Hann þekkir Ísland betur en flestir og veit því hvar allar helstu perlur landsins eru að finna. Þetta er ekki fyrsta bónorðið sem Teitur fær að vera partur af heldur hefur hann komið að skipulagningu annarra bónorða. Þar að auki hefur hann skipulagt hjónavígslu að hætti Ásatrúar að ósk viðskiptavina sem fór fram í álfabyggðum í Hellisgerði. View this post on Instagram A post shared by Polar Front Adventure Company (@polarfrontadventure) Parið sem um ræðir var á ferðalagi um landið í fjóra daga og hafði ungi maðurinn ákveðið að biðja kærustunnar og kom með hringinn með sér. Þau komu til landsins frá Bretlandi þar sem þau starfa bæði í lögreglunni. Maðurinn var mjög spenntur fyrir bónorðinu og átti erfitt með að bíða eftir réttu stundinni á rétta staðnum. Teitur var ekki feiminn við verkefnið að finna hinn fullkomna stað. Hann vildi velja stað þar sem parið gæti fengið næði og notið fegurðarinnar sem umhverfið hefur upp á að bjóða. „Þau skoðuðu Jökulsárlón og voru í íshelli fyrr um daginn og allt eru þetta mjög töfrandi staðir en þar er líka annað fólk,“ sagði hann um valið. Að lokum varð náttúruperlan Fjallsárlón fyrir valinu sem hinn fullkomni staður fyrir stóru spurninguna. Þar er lítið um fólk á veturna, mikil kyrrð og umhverfið stórkostlegt. Þegar þau komu á áfangastaðinn varð maðurinn mjög spenntur og spurði hvort þetta væri staðurinn. Hann fór beint niður á hné og bað ástarinnar sem hann var búinn að bíða spenntur eftir að geta gert alla ferðina. Unga konan sagði samstundis já og var mikil gleði hjá þeim. Þegar bónorðið átti sér stað var enginn á staðnum nema parið og Teitur svo þetta var mjög persónuleg stund og greinilega vel valinn staður. Eftir bónorðið labbaði Teitur frá til þess að gefa þeim næði saman og skyndilega varð jökulskriða og miklar, tignarlegar drunur tóku yfir þögnina. „Það er náttúrulega algjör þögn þarna og allt í einu kemur þetta brjálæðislega kraftmikla hljóð út úr eilífðinni, þúsund ára ísar rólega að skríða fram,“ segir Teitur þegar hann lýsir augnablikinu á ljóðrænan hátt. Það eina sem vantaði til þess að fullkomna ferðina voru norðurljósin sem parið var búið að vonast eftir alla ferðina. Um kvöldið fóru þau í Sky Lagoon þar sem þau skáluðu fyrir stóra deginum og framtíðinni. Móðir náttúra ákvað að fagna gleðitíðindunum með parinu og skartaði sínu allra fegursta með norðurljósin fremst í flokki. Norðurljós eru vinsæl hjá ferðamönnum.Vísir/Getty Ástin og lífið Ferðalög Tengdar fréttir Tara Sif fékk bónorð á Kistufelli við sólsetur Dansarinn og fasteignasalinn Tara Sif Birgisdóttir fékk óvænt bónorð á toppi Kistufells á Esjunni á dögunum. Sambýlismaður hennar, lögfræðingurinn Elfar Elí Schweitz Jakobsson, fór með hana í óvænt þyrluflug sem endaði á bónorði við sólsetrið. 5. janúar 2022 14:01 Fór á skeljarnar beint fyrir framan vefmyndavél Bónorð náðist í beinni útsendingu vefmyndavélar RÚV við Langahrygg í Geldingadölum á þriðja tímanum í dag. 9. október 2021 14:55 Biðin eftir bónorðinu endaði við gosstöðvarnar Ólöf Helga Jónsdóttir var á leið með dóttur sinni í leikhús í morgun þegar unnusti hennar, Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson, tilkynnti henni að það yrði breyting á því plani þar sem hann ætlaði með hana í óvissuferð. Óvissuferðin stóð undir nafni og endaði hún með bónorði við gosstöðvarnar í Geldingadal. 21. mars 2021 22:30 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Teitur starfar í ferðabransanum og er sjálfur með fyrirtækið Polar Front Adventure en þessi tiltekna ferð var á vegum Hidden Iceland. Teitur leggur mikið upp úr persónulegri þjónustu og elskar að hjálpa ferðalöngum að skapa hin fullkomnu augnablik sem lifa í minnum þeirra ævilangt. Hann þekkir Ísland betur en flestir og veit því hvar allar helstu perlur landsins eru að finna. Þetta er ekki fyrsta bónorðið sem Teitur fær að vera partur af heldur hefur hann komið að skipulagningu annarra bónorða. Þar að auki hefur hann skipulagt hjónavígslu að hætti Ásatrúar að ósk viðskiptavina sem fór fram í álfabyggðum í Hellisgerði. View this post on Instagram A post shared by Polar Front Adventure Company (@polarfrontadventure) Parið sem um ræðir var á ferðalagi um landið í fjóra daga og hafði ungi maðurinn ákveðið að biðja kærustunnar og kom með hringinn með sér. Þau komu til landsins frá Bretlandi þar sem þau starfa bæði í lögreglunni. Maðurinn var mjög spenntur fyrir bónorðinu og átti erfitt með að bíða eftir réttu stundinni á rétta staðnum. Teitur var ekki feiminn við verkefnið að finna hinn fullkomna stað. Hann vildi velja stað þar sem parið gæti fengið næði og notið fegurðarinnar sem umhverfið hefur upp á að bjóða. „Þau skoðuðu Jökulsárlón og voru í íshelli fyrr um daginn og allt eru þetta mjög töfrandi staðir en þar er líka annað fólk,“ sagði hann um valið. Að lokum varð náttúruperlan Fjallsárlón fyrir valinu sem hinn fullkomni staður fyrir stóru spurninguna. Þar er lítið um fólk á veturna, mikil kyrrð og umhverfið stórkostlegt. Þegar þau komu á áfangastaðinn varð maðurinn mjög spenntur og spurði hvort þetta væri staðurinn. Hann fór beint niður á hné og bað ástarinnar sem hann var búinn að bíða spenntur eftir að geta gert alla ferðina. Unga konan sagði samstundis já og var mikil gleði hjá þeim. Þegar bónorðið átti sér stað var enginn á staðnum nema parið og Teitur svo þetta var mjög persónuleg stund og greinilega vel valinn staður. Eftir bónorðið labbaði Teitur frá til þess að gefa þeim næði saman og skyndilega varð jökulskriða og miklar, tignarlegar drunur tóku yfir þögnina. „Það er náttúrulega algjör þögn þarna og allt í einu kemur þetta brjálæðislega kraftmikla hljóð út úr eilífðinni, þúsund ára ísar rólega að skríða fram,“ segir Teitur þegar hann lýsir augnablikinu á ljóðrænan hátt. Það eina sem vantaði til þess að fullkomna ferðina voru norðurljósin sem parið var búið að vonast eftir alla ferðina. Um kvöldið fóru þau í Sky Lagoon þar sem þau skáluðu fyrir stóra deginum og framtíðinni. Móðir náttúra ákvað að fagna gleðitíðindunum með parinu og skartaði sínu allra fegursta með norðurljósin fremst í flokki. Norðurljós eru vinsæl hjá ferðamönnum.Vísir/Getty
Ástin og lífið Ferðalög Tengdar fréttir Tara Sif fékk bónorð á Kistufelli við sólsetur Dansarinn og fasteignasalinn Tara Sif Birgisdóttir fékk óvænt bónorð á toppi Kistufells á Esjunni á dögunum. Sambýlismaður hennar, lögfræðingurinn Elfar Elí Schweitz Jakobsson, fór með hana í óvænt þyrluflug sem endaði á bónorði við sólsetrið. 5. janúar 2022 14:01 Fór á skeljarnar beint fyrir framan vefmyndavél Bónorð náðist í beinni útsendingu vefmyndavélar RÚV við Langahrygg í Geldingadölum á þriðja tímanum í dag. 9. október 2021 14:55 Biðin eftir bónorðinu endaði við gosstöðvarnar Ólöf Helga Jónsdóttir var á leið með dóttur sinni í leikhús í morgun þegar unnusti hennar, Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson, tilkynnti henni að það yrði breyting á því plani þar sem hann ætlaði með hana í óvissuferð. Óvissuferðin stóð undir nafni og endaði hún með bónorði við gosstöðvarnar í Geldingadal. 21. mars 2021 22:30 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Tara Sif fékk bónorð á Kistufelli við sólsetur Dansarinn og fasteignasalinn Tara Sif Birgisdóttir fékk óvænt bónorð á toppi Kistufells á Esjunni á dögunum. Sambýlismaður hennar, lögfræðingurinn Elfar Elí Schweitz Jakobsson, fór með hana í óvænt þyrluflug sem endaði á bónorði við sólsetrið. 5. janúar 2022 14:01
Fór á skeljarnar beint fyrir framan vefmyndavél Bónorð náðist í beinni útsendingu vefmyndavélar RÚV við Langahrygg í Geldingadölum á þriðja tímanum í dag. 9. október 2021 14:55
Biðin eftir bónorðinu endaði við gosstöðvarnar Ólöf Helga Jónsdóttir var á leið með dóttur sinni í leikhús í morgun þegar unnusti hennar, Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson, tilkynnti henni að það yrði breyting á því plani þar sem hann ætlaði með hana í óvissuferð. Óvissuferðin stóð undir nafni og endaði hún með bónorði við gosstöðvarnar í Geldingadal. 21. mars 2021 22:30