Sjö eru nú á gjörgæslu og fjórir þeirra í öndunarvél. Um er að ræða sama fjölda og í gær. Fimm af þeim sjö sem eru á gjörgæslu eru óbólusettir og tveir bólusettir.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítalans. 8.593 sjúklingar eru í Covid- göngudeild spítalans, þar af 2.354 börn. Er fjöldinn svipaður og í gær þegar 8.597 sjúklingar voru í Covid-göngudeild spítalans og þar af 2.207 börn.
Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 303 innlagnir vegna Covid-19 á Landspítala.