Sport

Sárs­auka­fullur endir á æfingu tennis­stjörnu í sótt­kví á far­sóttar­hóteli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sebastian Korda hafði húmor fyrir sjálfum sér.
Sebastian Korda hafði húmor fyrir sjálfum sér. Getty/Julian Finney

Árið er ekkert að byrja sérstaklega vel hjá bandarísku tennisstjörnunni Sebastian Korda. Hann er staddur í Ástralíu vegna íþróttar sinnar en er í raun í hálfgerðu fangelsi á farsóttarhóteli.

Korda greindist smitaður af kórónuveiruna við komuna til Ástralíu og um leið sendur í einangrun á farsóttarhóteli.

Ætlun hans var að keppa á tveimur tennismótum í Adelaide til að undirbúa sig fyrir Opna ástralska mótið sem er fyrsta risamót ársins og fer fram í Melbourne.

„Lenti í Adelaide og fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Engin einkenni og tvö neikvæð próf síðan ég greindist jákvæður,“ skrifaði Sebastian Korda á Twitter reikning sinn.

Korda hafði húmor fyrir sjálfum sér og setti líka myndband af sér að reyna að halda sér í tennisformi fyrir næstu verkefni. Myndbandið má sjá hér fyrir ofan.

„Virði allar sóttvarnarreglur hér og er því að æfa í hótelherberginu mínu. Ég þarf hins vegar að vinna í boltastjórnuninni. Ég vil þakka ástralska tennissambandinu fyrir búnaðinn,“ skrifaði Korda.

Hann birti síðan myndbandið hér fyrir neðan en þar má sjá tennisboltann enda á mjög viðkvæðum stað og með mjög sársaukafullum afleiðingum.

Korda varð að hætta við þátttöku á mótunum tveimur í Adelaide en er ekki búinn að gefa upp vonina að fá að keppa á Opna ástralska mótinu.

Sebastian Korda er líka þekktur fyrir að hann er bróðir Nelly Korda sem er besta tenniskona heims samkvæmt heimslistanum og gullverðlaunahafi frá síðustu Ólympíuleikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×