Bréf varaþingmannsins sé hræðsluáróður Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2022 17:37 Ingveldur Anna Sigurðardóttir og Arnar Þór Jónsson. Vísir Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi á dögunum langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. Annar varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segir bréfið hræðsluáróður. Ingveldur Anna Sigurðardóttir, annar varaformaður Samband ungra sjálfstæðismanna og annar varaþingmaður Suðurkjördæmis, segir störf Arnars Þórs fyrir Sjálfstæðisflokkinn hingað til hafa verið góð. Margumrædd bréfasending hans vekji þó ekki mikla lukku meðal ungra sjálfstæðismanna. „Störf hans fyrir flokkinn sem varaþingmaður, til dæmis þegar hann settist inn á þing um daginn, þar stóð hann sig bara mjög vel. En með þetta bréf sem er mikið í fjölmiðlum núna, það er ekki í umboði flokksins og við auðvitað stöndum með sérfræðingunum í þessu af því að þeir vita auðvitað best hvað þetta varðar, sérstaklega bólusetningar barna. Ég get ekki ímyndað mér hvaða stöðu hann hefur til að senda þetta bréf til skólastjórnenda,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Varaþingmenn séu frjálsir menn Fréttastofa náði tali af Óla Birni Kárasyni, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, í morgun en hann vildi ekki tjá sig um málið. Hann sagði varaþingmenn vera frjálsa menn og því væri Arnari Þór frjálst að sinna sínu aðalstarfi sem lögmaður. Ingveldur Anna tekur í sama streng en segir þó að persónulega myndi hún ekki senda út álíka bréf sem varaþingmaður „Þetta stuðlar aðallega að hræðsluáróðri finnst mér, en eins og Óli segir er hann frjáls maður og hann var að gera þetta í krafti síns umboðs en auðvitað er hann varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Það væri leiðinlegt að þetta myndi endurspegla aðra þingmenn eða stöðu flokksins hvað þetta varðar. Eins og hefur verið bent á erum við í ríkisstjórn og við erum að setja þessar sóttvarnir fram og þessar reglur og svo framvegis. Að lokum segir Ingveldur að ungir sjálfstæðismenn séu ekki hrifnir af hvers lags hræðsluáróðri og harmi tilhögun Arnars Þórs hvað varðar margumrætt bréf. Vert er að taka fram að stjórn Sambands ungra sjálftæðismanna hefur ekki fundað um málið en það verður gert í vikunni. Því er ofangreint ekki formleg afstaða stjórnarinnar í heild. Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ingveldur Anna Sigurðardóttir, annar varaformaður Samband ungra sjálfstæðismanna og annar varaþingmaður Suðurkjördæmis, segir störf Arnars Þórs fyrir Sjálfstæðisflokkinn hingað til hafa verið góð. Margumrædd bréfasending hans vekji þó ekki mikla lukku meðal ungra sjálfstæðismanna. „Störf hans fyrir flokkinn sem varaþingmaður, til dæmis þegar hann settist inn á þing um daginn, þar stóð hann sig bara mjög vel. En með þetta bréf sem er mikið í fjölmiðlum núna, það er ekki í umboði flokksins og við auðvitað stöndum með sérfræðingunum í þessu af því að þeir vita auðvitað best hvað þetta varðar, sérstaklega bólusetningar barna. Ég get ekki ímyndað mér hvaða stöðu hann hefur til að senda þetta bréf til skólastjórnenda,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Varaþingmenn séu frjálsir menn Fréttastofa náði tali af Óla Birni Kárasyni, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, í morgun en hann vildi ekki tjá sig um málið. Hann sagði varaþingmenn vera frjálsa menn og því væri Arnari Þór frjálst að sinna sínu aðalstarfi sem lögmaður. Ingveldur Anna tekur í sama streng en segir þó að persónulega myndi hún ekki senda út álíka bréf sem varaþingmaður „Þetta stuðlar aðallega að hræðsluáróðri finnst mér, en eins og Óli segir er hann frjáls maður og hann var að gera þetta í krafti síns umboðs en auðvitað er hann varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Það væri leiðinlegt að þetta myndi endurspegla aðra þingmenn eða stöðu flokksins hvað þetta varðar. Eins og hefur verið bent á erum við í ríkisstjórn og við erum að setja þessar sóttvarnir fram og þessar reglur og svo framvegis. Að lokum segir Ingveldur að ungir sjálfstæðismenn séu ekki hrifnir af hvers lags hræðsluáróðri og harmi tilhögun Arnars Þórs hvað varðar margumrætt bréf. Vert er að taka fram að stjórn Sambands ungra sjálftæðismanna hefur ekki fundað um málið en það verður gert í vikunni. Því er ofangreint ekki formleg afstaða stjórnarinnar í heild.
Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira