Frá þessu er greint á heimasíðu HSÍ, en þar kemur einnig fram að evrópska handknattleikssambandið EHF hafi sett öllum þátttökuþjóðum ákveðnar kröfur er varðar sóttvarnir áður en haldið er til keppni.
Einn liður í þeim kröfum séu reglubundin PCR próf til að skima fyrir kórónuveirunni og nú þegar sex dagar eru í fyrsta leik liðsins á EM er ekkert smit innan hópsins.
Fyrsti leikur íslenska liðsins er næstkomandi föstudag gegn Portúgal.