Endir meðvirkninnar Drífa Snædal skrifar 7. janúar 2022 14:01 Kæru félagar og landsmenn allir – gleðilegt ár og takk fyrir það gamla! Síðustu daga og vikur hef ég fylgst af aðdáun með ungum konum stíga fram og ræða af ótrúlegu hugrekki og hispursleysi um skipulagt ofbeldi karla gegn konum. Í stað þess að hengja sig í skilgreiningar greina þær frá málavöxtu, því sem gerðist og hvernig það átti sér stað. Þær taka sér svigrúm og rými sem konur af minni kynslóð hefðu aldrei gert nema vera með fullkomlega útpælda frásögn, helst með sönnunargögnum og eftir að hafa „unnið úr“ málunum í ár og jafnvel áratugi. Þessar konur hika ekki við að horfa í augun á valdamiklum mönnum og segja þeim til syndanna, krefja þá um að axla ábyrgð og gera það án þess að gera þær kröfur á sjálfar sig að vera hin „fullkomnu fórnarlömb“. Konur af minni kynslóð hvísluðust á um einstaka menn, við vöruðum hver aðra við og það var segin saga að þegar komið var inn á nýjan vettvang fékk kona að vita hvaða menn ætti að forðast í félagslegum samskiptum. Ef við voguðum okkur út á hinn opinbera vettvang að krefjast úrbóta, án þess einu sinni að nefna nöfn, fengum við yfir okkur holskeflu af ofbeldis- og nauðgunarhótunum, auk þess sem efast var um allt sem fram kom. Þá stóð slagurinn um hvort svona ofbeldi væri yfirleitt til. Þær konur sem nú stíga fram fá sannarlega mótbyr, en þær hafa um leið endurskilgreint umræðuna. Þær sýna hver annarri stuðning og í sameiningu afhjúpa þær hvað málflutningurinn gegn konum hefur verið veikburða. Stuðningurinn er meiri og við allar sterkari fyrir vikið. Valdamisvægi í samfélaginu er af ýmsum toga. Það getur verið aldursbundið, kynbundið og tekjubundið. Það getur endurspeglast í ólíkum tengslum, að eiga rödd og hafa formleg völd gagnvart öðrum sem hafa það ekki. Valdamisvægið er líka á milli atvinnurekenda og launafólks, á milli leigusala og leigjenda, milli lánveitenda og þeirra sem þurfa að slá lán og svo framvegis. Þess vegna er svo dásamlegt að verða vitni að breytingum á valdahlutföllum. Þar sem konur sem hafa verið beittar kúgun vegna aldurs, kyns og stéttar rísa upp gegn valdinu, breyta leikreglunum og neita að undirgangast þá gríðarlegu kúgun sem falist hefur í kynjakerfi samfélagsins. Áfram þið og áfram við. Þetta ár fer sannarlega vel af stað. Megi það vera árið þar sem við upprætum ofbeldi og köstum af okkur viðjum meðvirkninnar með valdinu! Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal MeToo Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Kæru félagar og landsmenn allir – gleðilegt ár og takk fyrir það gamla! Síðustu daga og vikur hef ég fylgst af aðdáun með ungum konum stíga fram og ræða af ótrúlegu hugrekki og hispursleysi um skipulagt ofbeldi karla gegn konum. Í stað þess að hengja sig í skilgreiningar greina þær frá málavöxtu, því sem gerðist og hvernig það átti sér stað. Þær taka sér svigrúm og rými sem konur af minni kynslóð hefðu aldrei gert nema vera með fullkomlega útpælda frásögn, helst með sönnunargögnum og eftir að hafa „unnið úr“ málunum í ár og jafnvel áratugi. Þessar konur hika ekki við að horfa í augun á valdamiklum mönnum og segja þeim til syndanna, krefja þá um að axla ábyrgð og gera það án þess að gera þær kröfur á sjálfar sig að vera hin „fullkomnu fórnarlömb“. Konur af minni kynslóð hvísluðust á um einstaka menn, við vöruðum hver aðra við og það var segin saga að þegar komið var inn á nýjan vettvang fékk kona að vita hvaða menn ætti að forðast í félagslegum samskiptum. Ef við voguðum okkur út á hinn opinbera vettvang að krefjast úrbóta, án þess einu sinni að nefna nöfn, fengum við yfir okkur holskeflu af ofbeldis- og nauðgunarhótunum, auk þess sem efast var um allt sem fram kom. Þá stóð slagurinn um hvort svona ofbeldi væri yfirleitt til. Þær konur sem nú stíga fram fá sannarlega mótbyr, en þær hafa um leið endurskilgreint umræðuna. Þær sýna hver annarri stuðning og í sameiningu afhjúpa þær hvað málflutningurinn gegn konum hefur verið veikburða. Stuðningurinn er meiri og við allar sterkari fyrir vikið. Valdamisvægi í samfélaginu er af ýmsum toga. Það getur verið aldursbundið, kynbundið og tekjubundið. Það getur endurspeglast í ólíkum tengslum, að eiga rödd og hafa formleg völd gagnvart öðrum sem hafa það ekki. Valdamisvægið er líka á milli atvinnurekenda og launafólks, á milli leigusala og leigjenda, milli lánveitenda og þeirra sem þurfa að slá lán og svo framvegis. Þess vegna er svo dásamlegt að verða vitni að breytingum á valdahlutföllum. Þar sem konur sem hafa verið beittar kúgun vegna aldurs, kyns og stéttar rísa upp gegn valdinu, breyta leikreglunum og neita að undirgangast þá gríðarlegu kúgun sem falist hefur í kynjakerfi samfélagsins. Áfram þið og áfram við. Þetta ár fer sannarlega vel af stað. Megi það vera árið þar sem við upprætum ofbeldi og köstum af okkur viðjum meðvirkninnar með valdinu! Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun