Samfélagið og fötlunarfordómar Sunna Dögg Ágústsdóttir skrifar 8. janúar 2022 09:01 Fötlunarfordómar hafa verið til í mörg þúsund ár, líklega frá byrjun mannkynssögu, en það þýðir ekki að þeir séu eðlilegir eða réttlætanlegir. Þvert á móti, þessir fordómar eru það sem hefur haldið niðri milljörðum manneskja (ég er ekki að ýkja, tölur fatlaðs fólk í heiminum eru a.m.k einn milljarður og í þessari grein tel ég einnig með fatlað fólk sem ekki er lifandi í dag) og skaðað þeirra tækifæri. Fötlun er ekki líkamlegt ástand, heldur samfélagslegt ástand. Ef samfélagið virti þarfir fatlaðs einstaklings væri sá einstaklingur ekki lengur fatlaður. Því miður leggur samfélagið áherslu á að það sé fatlaði einstaklingurinn sem þarfnast lækningar, en ekki á það að samfélagið sjálft sé sem þarf að breytast, læknast af fordómum. Þetta leiðir til óæskilegra viðhorfa, jafnvel haturs gagnvart fötluðu fólki og hindrar oft að litið sé á fatlað fólk sem manneskjur með réttindi. Þetta getur einnig leitt til þess að ófatlað fólk vorkenni fötluðu fólki. Ég get ekki talað fyrir allt fatlað fólk, en mig grunar að flest okkar viljum ekki vorkun. Það sem við viljum eru aðgerðir sem skila okkur þeim réttindum sem stolið var af okkur við fæðingu. Við viljum ekki að ófötluðu fólk líði eins og að það sé bjargvættar okkar fyrir að skila okkur einhverju sem við eigum nú þegar rétt á. Við viljum að samfélagið byrji loksins að hlusta á það sem við höfum verið að segja frá upphafi mannkynssögu, að við erum manneskjur og því að vera manneskja fylgja réttindi, að við séum sterk og það að samfélagið líti niður á okkur fyrir að vera til er ekki okkur að kenna, heldur er það sök samfélags sem kann ekki að gera ráð fyrir hollum fjölbreytileika. Þetta samfélag skapar þjáningu fyrir alla, fatlað fólk og ófatlað fólk. Við verðum að taka höndum saman og breyta því í samfélag án aðgreiningar, samfélag þar sem gert er ráð fyrir öllum. Viljið þið standa með okkur? Höfundur er verkefnisstjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sunna Dögg Ágústsdóttir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Fötlunarfordómar hafa verið til í mörg þúsund ár, líklega frá byrjun mannkynssögu, en það þýðir ekki að þeir séu eðlilegir eða réttlætanlegir. Þvert á móti, þessir fordómar eru það sem hefur haldið niðri milljörðum manneskja (ég er ekki að ýkja, tölur fatlaðs fólk í heiminum eru a.m.k einn milljarður og í þessari grein tel ég einnig með fatlað fólk sem ekki er lifandi í dag) og skaðað þeirra tækifæri. Fötlun er ekki líkamlegt ástand, heldur samfélagslegt ástand. Ef samfélagið virti þarfir fatlaðs einstaklings væri sá einstaklingur ekki lengur fatlaður. Því miður leggur samfélagið áherslu á að það sé fatlaði einstaklingurinn sem þarfnast lækningar, en ekki á það að samfélagið sjálft sé sem þarf að breytast, læknast af fordómum. Þetta leiðir til óæskilegra viðhorfa, jafnvel haturs gagnvart fötluðu fólki og hindrar oft að litið sé á fatlað fólk sem manneskjur með réttindi. Þetta getur einnig leitt til þess að ófatlað fólk vorkenni fötluðu fólki. Ég get ekki talað fyrir allt fatlað fólk, en mig grunar að flest okkar viljum ekki vorkun. Það sem við viljum eru aðgerðir sem skila okkur þeim réttindum sem stolið var af okkur við fæðingu. Við viljum ekki að ófötluðu fólk líði eins og að það sé bjargvættar okkar fyrir að skila okkur einhverju sem við eigum nú þegar rétt á. Við viljum að samfélagið byrji loksins að hlusta á það sem við höfum verið að segja frá upphafi mannkynssögu, að við erum manneskjur og því að vera manneskja fylgja réttindi, að við séum sterk og það að samfélagið líti niður á okkur fyrir að vera til er ekki okkur að kenna, heldur er það sök samfélags sem kann ekki að gera ráð fyrir hollum fjölbreytileika. Þetta samfélag skapar þjáningu fyrir alla, fatlað fólk og ófatlað fólk. Við verðum að taka höndum saman og breyta því í samfélag án aðgreiningar, samfélag þar sem gert er ráð fyrir öllum. Viljið þið standa með okkur? Höfundur er verkefnisstjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun