Börn á aldrinum fimm til ellefu ára fengu að mæta niður í Laugardal í dag til að fara í bólusetningu gegn Covid-19. Börn á þessum aldri geta mörg verið kvíðin og hrædd í þessum aðstæðum og brá Heilsugæslan því á það ráð að nota límmiða, sápukúlur og leikatriði til að létta stemninguna.
Bólusett verður alla vikuna í Laugardalshöll en víða um land hófst bólusetning barna á þessum aldri í síðustu viku.